Mímir - 01.04.1986, Side 29

Mímir - 01.04.1986, Side 29
4 Arnar 14 Ólafur 32 Ingi 51 5 Bjarni 12 Gunnar 27 Freyr 42 6 Björn 12 Magnús 27 Rúnar 37 7 Sigurður 12 Einar 25 Gunnar 25 8 Guðmundur 11 Árni 24 Helgi 23 9 Kristján 11 Ragnar 23 Geir 22 10 Magnús 11 Kristján 22 Páll 22 Meyjar 1976 1 Berglind 20 Anna 59 Björk 75 2 Hildur 19 Guðrún 44 Dögg 55 3 Kristín 19 Sigríður 42 Ósk 52 4 Margrét 15 Kristín 34 Kristín 48 5 Guðrún 14 Margrét 31 Björg 41 6 Sigríður 13 Eva 37 María 39 7 Harpa 12 Elín 24 Ýr (ír, Ýrr) 29 8 Helga 12 Helga 23 Rós 29 9 Ingibjörg 12 María 23 Helga 28 10 Elísabet 11 Jóhanna 21 Guðrún 27 sæti árið 1976 og algengasta einnefni meyja 1941 — 50 og 1960 Guðrún er komið í 5. sæti árið 1976. Það er athyglisvert að árin 1941 — 50 eru algengustu meyjanöfnin Guðrún og Sigríð- ur einnig algengustu einnefni, aðalnöfn og aukanöfn og tvö algengustu sveinanöfnin þessi ár Jón og Sigurður eru í 1,—4. sæti yfir algeng- ustu einnefni, aðalnöfn og aukanöfn. Árið 1976 komast tvö algengustu sveinanöfnin Þór og Örn ekki í hóp tíu algengustu einnefna og aðal- nafna en eru hins vegar tvö algengustu auka- nöfnin það ár. Það sama á við um nokkur al- gengustu nöfnin árið 1976, þ.e. Már, Ingi, Freyr, Björk, Dögg, Ósk og Björg. Þau komast ekki í hóp tíu algengustu einnefna og aðalnafna en eru hins vegar meðal tíu algengustu auka- nafna árið 1976. Þetta bendir til þess að í stað þess að ákveðin nöfn verði vinsæl og séu notuð bæði sem einnefni, aðalnöfn og aukanöfn þá komist nú ákveðin aukanöfn í tísku. Þessi aukanöfn virðast vera vinsælli en ákveðin ein- nefni eða aðalnöfn og þau ráða þ.a.l. miklu um hver eru algengustu nöfnin í dag. 6. Hlutdeild norrænna nafna í nöfnum og nafngjöfum Þorsteinn Þorsteinsson (1964:178 — 184) at- hugaði hve mikið af nöfnunum í manntölun- uin 1703, 1855 og 1910 og nafngjöfum á árun- um 1921 — 50 voru af norrænni gerð að öllu eða nokkru leyti og hve mikið var af öðrum toga spunnið, þ.e. tökunöfn eða nýmyndanir af ónorrænum tökuorðum. Niðurstöður hans birtast hér í töflum 13 og 14. Sýnir hin fyrri hvernig nafnaforðinn skiptist í þessa flokka en hin síðari skiptingu nafngjafanna. Niðurstöð- urnar eru gefnar í hlutfallstölum, þ.e. %. Af töflu 13 sést að hlutdeild norrænu nafn- anna í allri nafnatölunni hefur minnkað tölu- vert síðan 1703 og þá einkum meðal kvenna, þ.e. úr 80,9% niður í 51,0% en meðal karla úr 71,5% í 60,6%. Þessi lækkun í hlutdeild nor- rænu nafnanna þýðir ekki að þeim liafi fækkað á þessu tímabili. Þeim hefur þvert á rnóti fjölg- að svo að tala þeirra hefur nær þrefaldast á þessum tíma. Það sem veldur þessari lækkun norrænu nafnanna er það að öðrurn nöfnum hefur fjölgað mun meira. En það er ekki nafna- forðinn sem gefur rétta mynd af nafnavali landsmanna heldur nafngjafatölurnar. Af töflu 14 sést að árið 1703 hétu 65,6% karla norræn- um nöfnum og 86,6% kvenna. Þessi munur í hlutdeild norrænna nafna eftir kynjum stafar líklega af hinni geysimiklu hylli sem Jóns- nafnið naut á þessum tíma. Ef allir þeir sem 29

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.