Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 36

Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 36
trú ráð fyrir því að hið góða hafi verið alls ráð- andi í upphafi, hið illa hafi ekki komist til valda fyrr en síðar og þá sem niðurrifsafl, sem spillir og afskræmir sköpunarverkið og raskar því jafnvægi sem ríkti í upphafi. Sköpunarsaga Gamla testamentisins með höggorminn í lykil- hlutverki vitnar um þetta en setur kristna menn um leið í þann mikla vanda, að þurfa að skilgreina hvaðan hið illa hafi komið inn í hinn algóða heim, hvaðan höggorminum hafi komið slægðin. Höggormurinn virðist vera hinn veiki hlekk- ur sköpunarverksins, en þegar nánar er að gætt, kemur í ljós að hann er jafnframt sá mikilvæg- asti. Því það er fyrir tilverknað höggormsins sem maðurinn spillist og verður brottrækur úr paradís — verður jarðneskur, dauðlegur og ófullkominn. Höggormurinn hefur því frá upp- hafi mikið vald yfir manninum, sem storkar veldi guðs. Sköpunarsaga Gamla testamentisins birtir hið illa sem einhvers konar aðskota- eða sníkjudýr á sköpunarverki guðs, sem eitrar út frá sér, án þess að þar sé nánar sagt til um upp- runa þess. Og í öðrum ritum biblíunnar gægist þessi höfuðógn guðs og manna víða fram. Þar er óvinurinn nefndur Satan, foringi hinna illu anda og margoft vitnað til skemmdarverka hans og freistinga og stór hluti kraftaverka Jesú fólst í að reka illa anda úr mönnum. Jafnframt er víða í Biblíunni skírskotað til þeirrar upp- runaskýringar á tilvist Satans, sem fólgin er í þessum orðum Lúkasar: Ég sá Satan hrapa af himni sem eldingu. (Lúk. 10:18)‘ Sögnin af falli Satans, sem orð Lúkasar vísa til, felur í sér tilbrigði við sköpunarsögu Gamla testamentisins. Eitt afbrigði hennar er varðveitt í Michaels sögu, í frásögninni af falli Lucifers. Þar kemur fram að guð hafi ríkt yfir englunum í paradís himnaríkis áður en hann skapaði manninn. Og þar er Lucifer sagður hafa verið i Sjá nánar um Luzifersögnina í Biblíunni og trúarritum miðalda í Grein Herrad Spilling í Munchener Beitr. zur Mediavistik und Renaissance-Forshung, bls. 216-225. Þar er m.a. vísað í 2Pt 2:4, Jd:6, Jes 14:12 og Jb 41:33-4 fallegasti engillinn á himnum, sem hafi þjónað guði dyggilega uns hann fylltist drambi og of- metnaði og Iöngun til að ná sömu völdum og guð. Hann á að hafa safnað liði meðal engl- anna til að gera uppreisn, sem guð á að hafa komist á snoðir um og refsað þeim með því að varpa þeim niður í helvíti og eftir það fær upp- reisnarforinginn nafnið Satan. Sögnin segir ennfremur að guð hafi þá skapað manninn, Adam, til að fylla upp í skarðið sem myndaðist þegar Lucifer og liðsmenn hans voru gerðir brottrækir af himnum. En Satan á hins vegar ekki að hafa látið af drambi sínu og ekki getað þolað að maðurinn hlyti þann sess, sem hon- um hafði verið varpað úr. Því tókst honuin að ginna manninn til að bregða út af vilja guðs, sem hafði þær afleiðingar að maðurinn var einnig rekinn úr eilífri sælu himnaríkis og hafnaði í dauöleik þessar veslu veraldar1, þar sem hann er sagður umsetinn illum öndum, út- sendurum Satans. Dramb og valdafíkn Lucifers varð því bæði honum og manninum að falli. í frásögn Michaels sögu er Satan í sama hlut- verki og höggormurinn í Eden, að ógna veldi guðs og rjúfa einingu guðs og manna. Og um leið og honum hefur tekist ætlunarverk sitt, nær hann þeim völdum yfir manninum sem guð hafði einn í upphafi. í sömu frásögn kemur einnig fram að hinn fallni engill hafi haldið völdum sínum yfir manninum, allt til þess er guð sendi son sinn til jarðarinnar til þess að leysa manninn undan yfirráðum Satans með því að boða ntönnum trúarsannleikann um sig- ur hins góða yfir hinu illa. Fram að því á mannkynið að hafa lifað í synd og verið dæmt til eilífra kvala í helvíti. En þótt krossfestingin hafi bundið enda á jarðlíf Jesú hélt barátta hans við veldi hins illa áfram. Og í umræddri sögn kemur fram að Jes- ús hafi stigið niður af krossinum og haldið til heimkynna Satans með flokk engla sér til full- tingis, til að berjast við her Satans og leysa Adam og allt hans kyn undan pínslum helvítis og flytja þá með sér upp til himnaríkis. En 2 Michaels saga, Heilagra manna sögur I, bls. 678. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.