Mímir - 01.04.1986, Síða 38

Mímir - 01.04.1986, Síða 38
sigur sem hann vinnur á illum öndum verður til þess að Satan birtist honum eitt sinn og þá með öllu mannlegra yfirbragði en fyrr og sár- bænir hann um að láta af ofsóknum á hendur sér, því varnarmáttur sinn sé á þrotum: Nú hefi ég engan stað í mínu valc/i, og enga borg eignumst ég nú. Engi hefi ég vopnin, öll eru þau brotin og í burtu . . ,5 Þarna hefur Satan tekið af sér grímu blekking- arinnar og stendur eftir berskjaldaður og af- hjúpar vesaldóm sinn og varnarleysi. Og þarna er hann í hlutverki hins ofsótta, sem hefur orðið að Hýja út í eyðimerkur undan trúmönn- um, sem eru á góðri leið með að gera veldi hans að engu. Barátta hans er því sýnd harla vonlaus enda býr sú trúarsannfæring að baki þessum frásögnum, að djöfullinn, faðir lyginn- ar, muni aldrei geta sigrað veldi sannleikans. Enda eru hin ógurlegu gervi sem djöfullinn bregður sér í ekki annað en lygi og blekking og beinlínis til marks um veikleika hans. Djöfull- inn neyðist til að beita þessum sjónhverfingum til að afhjúpa ekki varnarleysi sitt gagnvart styrk trúarsannleikans. En þótt djöfullinn birtist alltaf í helgisögun- um sem hinn sigraði andstæðingur er þar boð- uð nauðsyn þess að halda stöðugt áfram barátt- unni við hann og sofna ekki á verðinum því sú ógn sem af honum stafar er ávallt fyrir hendi. Og vegna þess að djöfuilinn er ekki einungis í varnarstöðu heldur sækir sífellt fram, er nauð- synlegt að treysta varnir trúarinnar og heilagur Antonius hvetur starfsbræður sína til þess og segir, að allir djöflar flýi með skömm á brott frá því brjósti og hjarta, erþeirjinna hlíft með heil- agri trú og með Krists merki merkt.6 7 Trúmenn eru því bæði í vörn undan ofsóknum djöfulsins og í sókn, því með trúboði sínu og hreinni trú ógna þeir og hnekkja veldi djöfulsins. Trúboð kirkjunnar á miðöldum var í senn 5 Antonius saga, Heilagra manna sögur I, bls. 78—9. 6 Sama bls. 80. 7 Sama bls. 73. barátta gegn hvers kyns villutrú og barátta fyrir völdum yfir sálum manna, sem í raun færði kirkjunni í hendur mjög víðtækt vald. Og þessi barátta kirkjunnar endurspeglast svo í frásögn- unum af viðureign trúmanna við djöfulinn, höfuðandstæðing guðs, kirkju og manna. Sögu- hetjur heigisagna sem ávallt fara með sigur af hólmi eru fulltrúar kirkjuveldisins og túlka sjónarmið þess og þá trúarafstöðu, að allt sem brjóti í bága við boðun kirkjunnar sé runnð undan rifjum djöfulsins. Heilagur Antonius lít- ur til dæmis á hin heiðnu trúarbrögð sem tákn um veldi djöfulsins og skilgreinir hin heiðnu goð sem djöfla og iila anda, sem hafi tekið sér bólfestu í hofum og líkneskjum. Hann segir að menn sækist eftir spádómum þeirra sem þó séu samkvæmt kristnum skilningi ekkert annað en fals og lygi, eins og allt sem frá djöflinum sé sprottið. Hann segir hins vegar að menn hafi trúað blekkingum þeirra fram til þess er boð- beri sannleikans birtist á þessari jörð og með sínum blessaða munni og fyrir sína sendiboða bauð óhreinum öndum að þegja og af lata slíku sínu falsi.1 Lygi og blekkingar djöfulsins eru því ekki einungis fólgnar í sjónhverfingum og hamskiptum heldur einnig í heiðinni trú- villu. Þetta er viðhorf kirkjunnar á miðöldum til heiðninnar og þess sér víða stað í trúarbók- menntum miðalda: En Þór og Óðinn og allir guðar og goð heið- inna manna eru djöflar og engu nýt nema til þess að brenna i eilífum helvítis eldi.. .8 En við bœn guðs vinar féll líkneski Þórs og hvarf allf en þar var eftir dreki ógurlegur og sœrði marga heiðna menn . . 9 í trúboði miðaldakirkjunnar renna djöfull- inn og heiðnin saman í eitt og kemur þessi af- staða alveg heim og saman við þær hugmyndir sem búa að baki Lucifersögunni; að hinn fallni engill hafi haft öll völd hér á jörð þar til Krist- ur birtist til að boða sannleikann um veldi guðs 8 Katrínar saga. Heilagra manna sögur I, bls. 417. 9 Erasmus saga. Heilagra manna sögur I, bls. 367. 38
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.