Mímir - 01.04.1986, Síða 40

Mímir - 01.04.1986, Síða 40
og leynum eigi með illvilja því er við munum að segja.10 IV. Lokaorð Hlutverk djöfulsins í helgisögum og dæmi- sögum miðalda virðist greinast í fernt: I. Sá djöfull sem ofsækir trúmenn í allra kvikinda líki. II. Sá djöfull sem tekur sér bólfestu í líkama manna eða hugskoti og gerir menn æra. III. Sá djöfull sem tælir menn til fylgilags við sig og ginnir þá til syndugs lífernis. IV. Sá djöfull sem situr um sálir framliðinna og kvelur þær í helvíti. I sögum af játurum og píslarvottum eru tvö fyrrnefndu hlutverkin ríkjandi, en í dæmisög- um er djöfullinn hins vegar oftast sýndur í tveimur síðarnefndu hlutverkunum. Og sú ógn sem af djöflinum stafar er sýnd með nokkuð mismunandi hætti í dæmisögunum en í helgi- sögunum, eins og komið hefur fram. Enda er hér um tvær ólíkar bókmenntategundir að ræða, sem að öllum líkindum hafa gegnt ólíku hlutverki í trúboði kirkjunnar á miðöld. í helgisögunum eru ógnir djöfulsins fyrst og fremst birtar til að sýna styrk og veldi trúarinn- ar, sem gerir djöfulinn lítilmótlegan og varnar- lausan andskota. í dæmisögunum er djöfullinn aftur á móti sýndur sem hættulegur og voldug- ur óvinur manna, sem getur náð valdi á sálum þeirra í lífi og dauða. Þar er ennfremur boðuð refsivist í helvíti og ógnir þess gerðar stórar. Þannig er djöfullinn ýmist sýndur sem sigur- vegari eða sá sem tapar, en reglan er einföld; hann sigrar trúleysingja en tapar fyrir trú- mönnum. Djöfullinn getur því bæði verið hættulegur og hættulaus, allt eftir því hver á í hlut. Og þetta kann að varpa ljósi á mismunandi hlutverk sem þessum bókmenntategundum var ætlað í trúboði kirkjunnar á miðöld. Frásagnir 10 Miðaldaævintýri þýdd úr ensku, bls. 57 í útgáfu Einars G. Péturssonar. af játurum og píslarvottum hafa að öllum lík- indum einkum verið ætlaðar klausturmönnum til lærdóms, fyrirmyndar og styrkingar í trúnni. Því skipti þar mestu að sýna öruggan sigur hins trúaða í baráttunni við djöfulinn. Dæmisögur hafa hins vegar fremur verið ætlaðar alþýðu manna til hugleiðingar og áminningar. Þar er þeirri aðferð beitt að gera sem mest úr veldi og styrk djöfulsins til þess að hræða menn til réttrar trúar og hvetja menn til að iðrast synda sinna og skrifta. Þar birtist því sama trúaraf- staða og í helgisögunum því þótt djöfullinn geti bæði verið voldugur og hættulegur, verður hann ávallt lítilmótlegur og máttvana and- spænis guði. En þrátt fyrir það að þessar frásagnir birti ótvíræðan sigur trúarinnar er djöfullinn þar aldrei endanlega sigraður. Hann sprettur alltaf upp að nýju, reynir nýja árás, tekur á sig breytta mynd, ginnir menn og ærir. Þannig er hið illa sýnt sem sívirkt afl, sem býr yfir eyði- leggingarmætti og felur í sér ógn um tortímingu hins góða — ógn sem trúin ein getur afstýrt. En trúin kemur þó aldrei í veg fyrir að andstæður góðs og ills togist á í manninum því hyrfu þær væru forsendur trúarinnar brostnar. Trúin boð- ar einungis það, að með því að tefla fram hinu góða í manninum megi sigra hið illa. Og enda þótt boðskapurinn sé skýr og einfaldur kallar hann fram þversagnir í afstöðu trúarinnar til djöfulsins; hann er varnarlaus en þó ógnvekj- andi, máttlaus en þó máttugur, sigraður en sækir þó fram. Og miðaldakirkjan hlóð undir þessar þversagnir með því að boða öruggan sig- ur hins góða um leið og hún ógnaði stöðugt með veldi hins illa. Hcimildir: Heilagra manna sögur I og II í útgáfu C.R. Unger, Christiania 1877. Miðaldaævintýri þýdd úr ensku. Einar G. Pétursson bjó til prentunar, Stofnun Áma Magnússonar, Rvk. 1976. Biblían, ný útgáfa Hins íslenska Bibliufélags, Rvk 1981. Herra Spilling: Die Visia Tnugdali. Egenart und Stellung in der mittelalterlichen Visionsliteratur bis zum Ende des 12. Jahrhunderts. Munchener Beitrage zur Medi- avistik und Renaissance-Forschung, 21, Miinchen 1975. 40
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.