Mímir - 01.04.1986, Side 47

Mímir - 01.04.1986, Side 47
rithöfundar í litlu málsamfélagi, hljóta öðrum þræði að vera einhvers konar baráttumenn tungunnar án þess þó að þar með sé sagt að þeir þurfi að ganga um með heilaga vandlæt- ingu út af öllu sem menn láta út úr sér. En varðandi þær hættur sem kunna að steðja að þjóðerninu, þá er ég nú ekki einn af þeim mönnum sem ganga um með dómsdagssvip og horfa á videoleigurnar og bíða eftir gervitungl- unum og segja: brátt er þessu öllu lokið. Ég hef enga trú á því. Ég held að íslensk tunga og þjóðerni séu miklu sterkari en svo og þó það líti kannski ekki vel út núna, þá gætu hlutirnir allt í einu snúist við. Það gæti komið upp vakning um að standa vörð um tunguna. Þú ert sem sé bjartsýnn á að tungan standi af sér öll stórviðri? Já, ég er það og einnig vii ég minna á það, að stöðugt þarf að taka þessi mál til endurskoðun- ar. Eftir seinni heimsstyrjöldina óttuðust marg- ir að erlend áhrif myndu hafa skaðleg áhrif á ís- lenska tungu. í dag eru þau orðin svo miklu meiri, án þess að hafa allar þær hræðilegu af- leiðingar í för með sér sem menn óttuðust. Það má sem dæmi nefna gamalt slagorð sem eitt sinn var algengt meðal herstöðvarandstæðinga: ísland fyrir íslendinga. Ef einhver myndi hrópa svona í dag, yrði hann eflaust flokkaður sem fasisti. Svo við víkjum þá að síðustu Ijóðabók þinni, YDDI. Mér virðist þú sums staðar í ERIND- UM eins og hálfvantrúaður á eigið tjáningar- form, þ.e. hefðbundið Ijóðform. Upp i hugann koma þessar hendingar úr Ijóðinu ,, Vandrceða- skáld“: „Æ fastar vefst mér íslensk tunga um tönn /tilfinningin grefur sig ífönn“. Vísa þess- ar línur kannski fram til þess sem koma skal í YDDI? Ég veit ekki hvort ég get svarað því. Ég ímynda mér að þetta ljóð sé ort í einhverri ákveðinni stemningu af því að nákvæmlega þá stundina hafi kannski verið erfitt að koma orð- um að hlutunum. En síðan er auðvitað hægt að raða þessu upp eftir á og túlka þetta eins og þú gerir og ég skal ekkert um það segja. Það er alla vega staðreynd að ég kýs að snúa mér að lausu formi í þessari bók, Yddi, og ég held að það séu margar skýringar á því. Ein þeirra er alveg áreiðanlega sú að mér hafði alltaf þótt auðveld- ara að yrkja í bundnu formi og satt að segja þá hafði ég stundum prófað að yrkja ljóð sem ekki voru stuðluð og rímuð. „Kartöflumóðir“ í ERINDUM? Já, en þó styðst ég þar við stuðlana eins og hækjur. En svo fór ég smám saman að yrkja meir á þessu frjálsa formi og þá kom í ljós að mér þótti það henta betur til ýmissa hugleið- inga sem ieituðu á mig í dagsins önn. Kannski stafar þetta fyrst og fremst af því að eftir að maður er á annað borð kominn upp á lag með að yrkja án stuðla og ríms, þá er það náttúrlega miklu fljótlegra. Þetta er form sem hentar vel fyrir íslenska húsnæðisstreðara, ef maður á að leita svona materíalískra skýringa. Meðan aftur maður sem situr í miðju velferðarkerfinu úti í Svíþjóð hefur miklu betri tíma til að föndra við ljóðstafi og rím. Te/urðu kannski að öll þessi „upplausn “ í listum nútímans stafi af tímaskorti. Menn skrifa smásögur af því þeir hafa ekki tíma til að skrifa langar sögur o.s.frv.? Já, ég er viss um að það spilar inn í. Eitt af því sem einkennir YDD er markviss uppbygging Ijóðanna. Þau eru knöpp í fram- setningu og ekkert orð má fella burt án þess að merkingin raskist. Bendir þetta ekki til þess að formbreytingin eigi sér aðrar og djúptœkari skýringar? Jú, það er alveg rétt. Þetta eru allt frekar stutt ljóð og kveikjan að mörgum þeirra er kannski eitt orð eða orðatiitæki, eða þá ein hugsun, ein stemning. Þú yrkir jafnvel um uppþvottavélina þína? Já, það er nú bæði stemningarljóð og eins er það líka áminning til ýmissa af 68 kynslóðinni, þ.á m. sjálfs mín. Það sem menn hömpuðu mest hér á hippatímabilinu var vantrú á alls konar tækjum og tólum. Allt átti að vera svo upprunalegt og einfalt, þó gengu menn nú aldrei alla leið. Ég veit t.d. ekki um neitt fólk sem fór að þvo fötin sín í höndunum. En uppþvottavélin, það er hreiniega tæki sem ég 47

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.