Mímir - 01.04.1986, Síða 53

Mímir - 01.04.1986, Síða 53
hneigingu til að svíkja höfunda sína á endan- um. Þau púkka kannski undir menn til að byrja með ef þeir lofa góðu. Síðan fara höfund- arnir kannski að gera hluti sem í sjálfu sér eru ekkert verri en það sem þeir hafa gert áður, en af einhverjum ástæðum vekja þeir ekki al- menna hrifningu hvað þá sölu. Þá endar það oft með því að menn verða að leita eitthvert annað. Gott forlag á aftur á móti að standa með sínum höfundum í gegnum þykkt og þunnt. Nú vitum við að það er erfitt að fá útgefna Ijóðabólc hjá forlagi, enda hafa sjálfsútgáfur Ijóðskálda stóraukist nú hin síðari ár. Hvaða augum lítur þú þessa þróun? Ég tel hana jákvæða og fagna því að útgáfan færist æ meir yfir á höfundana sjálfa. Tæknin er orðin þannig núna að kostnaðurinn við að gefa út ljóðabók er sáralítill og útbreiðslan er hreinlega ekki það mikil yfirleitt að höfundur- inn getur sjálfur selt eða dreift sama magni og forlagið. Þannig sparast kostnaður sem fylgir forlagsútgáfu. Ég get t.d. nefnt atriði í sambandi við dreifingaraðferðir sem eru tóm vitleysa, eins og það að senda ákveðið magn af umboðs- sölúeintökum út um allt land. Framúrstefnu- legar ljóðabækur eftir unga og óþekkta menn eiga ekkert erindi í 5—6 eintökum í bókabúð- ina á Fáskrúðsfirði. Það eru svona hlutir sem forlögin eru að tapa á. Ef höfundarnir gefa bækumar út sjálfir þá rata þær miklu frekar til réttra lesenda og þeir bera meira úr býtum. Að auki þarf höfundurinn ekki að niðurlægja sig frammi fyrir einhverjum forleggjara sem segir við hann að hann skuli gefa þetta út fyrir náð og miskunn í þetta eina sinn, en komdu svo aldrei aftur. Þig dreymir vœntanlega um að geta lifað af ritstörfunum eingöngu? Já, það hefur alltaf verið draumur minn og ég hef mikið hugsað um hver væri besta lausn- in til að geta helgað sig ritlistinni án fjárhags- áhyggna. Stundum er talað um að það þurfi nú að koma til stóreflisstyrkir frá ríkinu og þess háttar. Ég hef aldrei verið sérlega uppveðraður yfir því. Það snjallasta sem mér hefur dottið í hug er að finna upp einhvern hlut og fá einka- leyfi á honum, einfaldan hlut sem væri sendur út um allan heim og gæfi af sér jafnar og mark- vissar tekjur. Þú hugsar eins og Jóhann Sigurjónsson þeg- ar hann fann upp ryklokið? Já og hann fann líka upp öryggishattprjón. Svo var líka annað sem ég var búinn að sjá út að væri ákaflega snjallt fyrir rithöfunda að stunda og það er sjáifvirkt þvottahús sem mað- ur sér víða í löndum og danskir kalla „mont- vask“. Það væri alveg tilvalið fyrir rithöfund að eiga svoleiðis fyrirtæki. Það þarf ekkert að gera annað en að taka við peningunum. En því miður þá er ekki grundvöllur fyrir svona fyrir- tæki hérna, því það eiga allir þvottavél. í Dan- mörku er þessu allt öðruvísu farið, þar þvo margirallan sinn þvott í slíkum stöðvum. Hug- mynd mín var sko sú að höfundurinn sæti einhvers staðar í klefa á bak við og bara skrif- aði og gæti svo öðru hverju brugðið sér fram fyrir og spjallað við viðskiptavinina og drukkið með þeim kaffi. Það er tvennt sem mig langar til að spyrja þig um að lokum. Fyrri spurningin varðar af- stöðu þína til gagnrýnenda. Þá minni ég á Ijóðið ,,Frumhendu“ í YDDI og söguna „Ókvceða við“ í MARGSAGA þar sem þú sendir gagnrýnendum tóninn. Þú meinar þessar nafnaútúrsnúninga? Ja það er nú meira í gríni gert og hefði alveg mátt sleppa því án þess að sagan breyttist neitt. Þó fjallar sú saga um tilhneigingu gagnrýnenda bæði til að taka mið af því hver það er sem hef- ur gert ákveðinn hlut og eins það að éta hver upp eftir öðrum. Það er kannski þetta sem ég vildi helst gagnrýna íslenska gagnrýnendur fyr- ir og þá fyrst og fremst blaðagagnrýnendur. Þeir hafa að vísu sínar málsbætur, því þeir vinna undir ómanneskjulegu álagi. Það er ekki heilbrigt hvernig bækurnar hrúgast út á einum mánuði. Það segir sig sjálft að þetta er ekki nein gagnrýni sem máli skiptir sem birtist um bækur í blöðunum. Það má segja að í besta falli sé hún yfirleitt meinlaus, en stundum getur hún verið skaðleg og það er þegar hún verður 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.