Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 59

Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 59
Harmsagan Eitt af einkennum harmsögu er hin vonlausa barátta einstaklingsins. Einhver stendur frammi fyrir vali tveggja kosta og er hvorugur góður. Harmurinn er svo fólginn í óhjákvæmi- legu falli þessa manns. Aristoteles lýsir hinni tragísku persónu á þá leið að hún sé venjuleg manneskja, af betra tagi þó, en lendir óverð- skuldað í ógæfu vegna einhvers utanaðkom- andi misferlis.5 í heimi Gísla sögu er það á ábyrgð einstakl- ingsins með aðstoð ættmenna sinna að sjá til þess að jafnvægi í samfélaginu haldist. Sagan lýsir baráttu þessara manna við að halda samfélagslegu jafnvægi og um leið sæmd sinni. Steblin-Kaminskij fjallar m.a. um hefndar- skylduna í bók sinni Heimur íslendingasagna. Þar segir hann: í þjóðfélagi án ríkisstofnana sem tryggðu öryggi þegnanna, þjóðfélagi án lögreglu, fangelsa og dómstóla o.s.frv., var enginn til að verja ein- staklinginn gegn óvinum hans. Hann varð sjálf- ur með aðstoð ættingja sinna að verjast fjendum sínum, þ.e. grípa til hefnda, oftast í þeirra virk- ustu mynd — drápi.6 I slíku þjóðfélagi verða hetjur og hetjubók- menntir til. Hetjað sér sóma sinn í að verja heiður sinn og ættarinnar, livað sem það kost- ar. En harmur Gísla sögu felst í þeirri ógæfu að hefndarskyldan kallar á hefnd innan ættarinn- ar. Baráttan gegn öngþveiti í samfélaginu hefst strax í upphafi sögunnar. í grein, sem dönsku bókmenntafræðingarnir Grambye og Sonne sömdu til kynningar á greiningarlíkani Greim- as, er upphafskafli Gísla sögu tekinn sem dæmi.7 Þar eru lagðar til grundvallar andstæð- urnar samfélagslegt jafnvægi — öngþveiti. I upphafi ríkir jafnvægi, hjónabandssamningur Ara og Ingibjargar. Maður utan samfélags, ber- serkur, kemur jafnvæginu úr skorðum með því 5 Aristoteles, 1976. 6 Steblin-Kaminskij, 1981, bls. 84. 7 Grambye og Sonne, 1973. að drepa Ara. Við það myndast öngþveiti (kaos), Ingibjörg verður ekkja; ein án samnings. Gísli, bróðir Ara, kemur jafnvæginu aftur á með göldrum, sverðinu Grásíðu sem þræll Ingibjargar, Kolur, á. Annar samningur er gerður, hjónaband Gísla og Ingibjargar. Jafn- vægi ríkir á ný. Þessi frásögn er eins konar for- leikur að því sem koma skal, baráttunni gegn öngþveiti í ættarsamfélaginu. En sagan heldur áfram. Harmurinn felst síð- an í því að Gísli færist undan að skila sverðinu. Það leiðir til þess að þeir Kolur drepa hvor annan og sverðið brotnar. í S-gerð sögunnar er sgt að í andasiitrunum hafi Kolur lagt ógæfu á sverðið. Hann segir: „ok mun þó endir einn leystr verða um þá ógiptu, er yðr frændum mun þar af standa.“8 Og það gengur eftir; ógæfan færist yfir á næstu kynslóð. Þar verður ágreiningur milli systkinanna Þórdísar og Þorkels annars vegar og bróðurins Gísla og föður þeirra Þorbjarnar hins vegar. Þegar orðrómur kviknar um að Bárður, vin- ur Þorkels, hafi fíflað Þórdísi, líkar Þorbirni og Gísla það illa og drepur Gísli Bárð. Sagt er að Þorkell reiðist Gísla mjög við þetta. Þarna kemur fram togstreita milli tilfinninga og vin- áttu annars vegar og ættarstolts hins vegar. Gísli ver ættarstoltið með oddi og egg en það hentar Þórdísi og Þorkatli alls ekki. Ýmsir fræðimenn hafa bent á þetta. Ander- son segir að harka Gísla við að halda íjölskyld- unni saman hafi í raun sundrað hennif7 Foote segir Gísla vera of ákafan í að verja heiður og einingu ættarinnar og galla hans felast í því að geta ekki skilið að systkini hans eru ekki sam- mála honum.10 Þetta er vissulega rétt, en því má bæta við að í ættarsamfélagi, þar sem mikið lá við að fjölskyldan stæði saman, hlýtur ágreiningur milli systkina að verða tragískur. Aldrei grær um heilt milli þeirra systkina. Ógæfan fylgir þeim til íslands. Þar giftast Súrs- 8 íslensk fornrit VI, bls. 13—14. 9 T.M. Anderson, 1968. 10 Peter Foote, 1963. 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.