Mímir - 01.04.1986, Qupperneq 60

Mímir - 01.04.1986, Qupperneq 60
börn og jafnvægi ríkir reyndar um nokkra hríð milli Gísla, Þorkels, Vésteins, mágs Gísla, og Þorgríms, manns Þórdísar. Til að treysta jafn- vægið enn betur leggur Gísli til að þeir fjór- menningarnir gangi í fóstbræðralag. En við það kemur upp á yfirborðið ágreiningur innan hópsins; Þorgrímur vill ekki bindast Vésteini blóðböndum og þar með neitar Gísli að bind- ast Þorgrími. Þegar þessi ágreiningur kemur í ljós sér Gísli fram á öngþveiti; það verður ekki spornað við örlögunum. Hann segir: „Nú fór sem mik grunaði, ok mun þetta fyrir ekki koma, sem nú er at gört; get ek ok, at auðna ráði nú um þetta.“" Skömmu síðar heyrir Þorkell tal konu sinn- ar, Ásgerðar, og Auðar, konu Gísla, þar sem í Ijós kemur að Ásgerður er hrifin af Vésteini. Sæmd Þorkels er ógnað og Vésteinn er drep- inn; öngþveiti verður. Það er ekki ljóst af sög- unni hverdrap Véstein, Þorgrímureða Þorkell, en jafnvægi verður aðeins komið á aftur með hefnd. Og Gísli lendir í þeirri tragísku aðstöðu að þurfa að drepa eiginmann systur sinnar til að hefna fóstbróður síns og mágs. En fullt jafn- vægi kemst ekki á fyrr en Þorgríms er hefnt. Þórdís ein veit hver morðingi hans er og nú Iendir hún í þeirri tragísku aðstöðu að koma upp um bróður sinn. Hún tekur eiginmanninn fram yfir ættmenni sitt, Gísla. Gísli er gerður útlægur og harmsögunni lýk- ur með falli hans eftir að hafa verið hundeltur skógarmaður í 13 — 14 ár. Eftirmæli sögunnar um Gísla eru þessi: „Lýkur þar nú ævi Gísla, ok er þat alsagt, at hann hefir inn mesti hreysti- maður verit, þó hann væri eigi í öllum hlutum gæfumaðr.12 Gísli hefur alla burði til að verja heiður sinn og ættar sinnar. Hins vegar má spyrja hvort þjóðfélag þar sem sæmdin er yfir- skipuð lífinu gengur upp. „Opt stendr illt af kvennahjali.“ Hin vonlausa barátta Gísla sögu er baráttan við að halda jafnvægi í samfélaginu og um leið 11 íslensk fornrit VI, bls. 24. 12 íslensk fornrit, bls. 115. sæmd sinni. Vilhjálmur Árnason fjallar um siðfræði íslendingasagna í grein sinni „Saga og siðferði".13 Þar segir hann að í ættarsamfélagi eins og því sem íslendingasögurnar lýsa hljóti áreiðanleikinn að vera mikilvægasti mannkost- urinn og hugrekkið, aðalsmerki hetjunnar, vera uppistaðan í þessum áreiðanleika. Hetjuskap- urinn sé í raun þjóðfélagsleg nauðsyn. Því gangi hetjan ótrauð á vit örlaganna. Hann vitn- ar síðan í Steblin-Kaminskij þar sem hann tal- ar um hefndarskylduna: Kynngimáttur hennar stafaði greinilega ekki af innrætingu ákveðinna hugtaka í uppeldi („heið- ur“, „skylda“, o.s.frv.), heldur stafaði hann beint af þeim félagslegu aðstæðum sem menn áttu við að búa, og vegna aldagamallar reynslu varð hún að sjálfkrafa viðbragði.14 Gísli Súrsson er hugrökk hetja sem sér sóma sinn í að verja orðstír ættar sinnar og gengur ótrauð á vit örlaganna. En var þetta sjálfkrafa viðþragð hjá Gísla eins og Steblin- Kaminskij vill vera láta? Við skulum aðeins athuga hvernig hetjunni er innrætt sæmdin. Þegar fréttist, að Bárður fífli Þórdísi, líkar Þorbirni, föður hennar, það illa. Hann segir að þetta myndi ekki gefast vel ef Ari væri heima. í þessum orðum felst eggjun. Þorþjörn gefur í skyn að Ari myndi verja sóma ættarinnar betur en þeir bræður Gísli og Þorkell. Þetta verður til að Gísli sýnir hetjuskap sinn og drepur Bárð. í S-gerð sögunnar er sagt mun ítarlegar frá þessu. Þorbjörn eggjar Gísla með þessum orð- um: „Eigi hefir þér í hald komit bónríkit þitt. Er þat bæði, að meyleg hefir orðit tiltekjan þín, enda ætla ek tvísýni á, með hváru skal heldr telja bræðr, sonum eða dœtrum. Nú er þat mikit at vita á gamalaldri, at eiga þá sonu, er eigi þykkir meiri karlmennska yfir en þar sé konur aðrar, ok eruð þér ólíkir bræðrum mínum, Gísla ok Ara.“15 13 Vilhjálmur Árnason, 1985. 14 Steblin-Kaminskij, 1981, bls. 84. 15 íslensk fornrit VI, bls. 24. 60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.