Mímir - 01.04.1986, Qupperneq 62

Mímir - 01.04.1986, Qupperneq 62
ur um myndun hjúskapar, sem var e.k. efna- hagslegur samningur þar sem heimanmundur skipti miklu máli. í sögunni eru setningar eins og: „ok var hon honum gefin með miklu fé“23 og „ok er þá þegar gprt brúðkaupit ok fylgir henni heiman Sæból.“24 Feðurvoru lögráðend- ur dætra sinna og réðu gjaforði þeirra sem oft var valið til að styrkja tengsl við aðrar ættir. Þórdís gerist brotleg við þessar reglur. Hún leyfir manni að koma tii sín án samþykkis föð- ur hennar. Þegar menn tala um að maður eigi vingott við hana22 er sagt að Þorbirni föður hennar líki orðrómurinn illa. Orðrómurinn virðist skipta meira máli en sannleiksgildi hans. Þórdís hafði fengið slæmt orð á sig. I hvorugri gerðinni er sagt um vilja Þórdísar. Lýsing hennar bendir þó til þess að hún hafi ekki verið alveg skaplaus. M-gerð segir um hana: „hon var bæði væn og vitr“.26 í S-gerð segir: „Þórdís systir þeira var fríð kona sýnum, skprungur mikill ok heldr harðfeng í skapi ok vargr inn mesti.“27 En þó að ekkert sé sagt um vilja hennar, bendir heldur ekkert í sögunni til þess að henni hafi verið þessar heimsóknir á móti skapi. En reglur samfélagsins eru brotnar og Gísli verður að drepa „elskhugann“ til að verja heið- ur Þórdísar og ættarinnar. Jafnvægið raskast — öngþveiti verður. Af þessu rís svo mikill ófrið- ur að Súrsfjölskyldan verður að flýja land. Þau koma til íslands þar sem sams konar ættarsam- félag rikir. Karlveldi ættarsamfélagsins rís hæst í fyrir- brigðinu fóstbræðralag. Þar strengja óskyldir menn þess heit að hefna hver annars sem bræð- ur væru. Eins og áður er greint frá ákveða fjórmenn- ingarnir Gísli, Þorkell, Vésteinn og Þorgrímur að ganga í fóstbræðralag. En tilburðir karlanna til að tengjast blóðböndum mistakast. Það má 23 íslensk fornrit VI,bls. 4. 24 Sama, bls. 19. 25 „fífli", bls. 7 í M-gerð; „ok þykkirþat mest gaman at tala vit Þórdísi", bls. 20 i S-gerð. 26 íslensk fornrit VI, bls. 7. túlka á þann táknræna hátt að brestur sé í karl- veldinu. Karlarnir geta ekki staðið saman skil- yrðislaust. Enn kemur ógnunin frá konum. Óleyfileg ástamál innan hópsins spilla samstöðu karl- anna og þar með jafnvæginu. Engar ástæður eru greindar fyrir því hvers vegna fóstbræðra- lagið mistekst, en síðar kemur í ljós að það er vegna ástamála. Ástamál eru einkamál og einkamál tilheyra konum. Þau koma ekki upp á yfirborðið fyrr en konurnar fara að tala. Með- an konurnar Auður og Ásgerður sitja inni við sauma og spjalla saman eru karlarnir úti að vinna, allir nema Þorkell. Hann heyrir mál þeirra, hlerar. Meðan einkamálin eru í hönd- um kvennanna er allt í lagi. En nú komast þau í hendur karlanna og eru þar með orðin opin- ber. Því má búast við afdrifaríkum afieiðing- um, sbr. orð Auðar: „Opt stendr illt af kvenna- hjali.“28 Enda verða þeir atburðir sem valda hvörfum í sögunni í kjölfar þessa samtals eins og Þorkell spáir fyrir um með vísu sinni: „Heyr undr mikit,/ heyr örlygi,/ heyr mál mikit,/ heyr manns bana, eins eða fleiri.“29 Þetta verður til þess að Vésteinn er drepinn; Gísli hefnir hans með því að drepa Þorgrím og er gerður útlægur fyrir. Sagan sýnir að Auður gerir sér fyllilega grein fyrir ógnuninni sem stendur af tali þeirra; hún þekkir reglurnar. Enda reynir hún tvívegis að stöðva samtal þeirra er hún segir: „Ok ræðum ekki um fleira“30 og „ok munu vit nú hætta þessi ræðu“31. En það er of seint. Þorkell hefur heyrt það sem máli skiptir, að Ásgerður kona hans er hrifin af Vésteini. Sæmd hans er mis- boðið. En sæmd Þorkels er ekki bara misboðið vegna þess að Ásgerður tekur Véstein fram yfir hann. Sú staðreynd að um það sé talað skiptir Sama, bls. 15. 28 íslensk fornrit VI, bls. 31. 29 íslensk fornrit VI, bls. 31. 30 Sama, bls. 30. 31 Sama, bls. 31. 62
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.