Mímir - 01.04.1986, Blaðsíða 63
máli, sbr. það sem áður segir um að orðrómur-
inn sé verri en sannleiksgildi hans.
Eftir öngþveitið sem verður við morðin tvö
kemst á jafnvægi, að því er virðist. En kona
verður til þess að raska því á ný. Þórdís segir
Berki bónda sínum vísuna sem Gísli kvað og
kom upp um sig með. Börkur vill strax af stað
til að hefna, en svo er eins og hann sjái sig um
hönd, því að hann segir: „En þó veit ek eigi“,
sagði hann, „hvt satt er í þessu, er Þórdís segir,
ok þykki mér hitt eigi ólíkara, at engu gegni, ok
eru opt kpld kvenna ráð.“32 í lengri gerðinni er
Þorkell látinn mæla þessi orð og fellur það bet-
ur inn í samhengið. Með þeim tefur hann för-
ina og getur farið að vara Gísla við.
En kjarni málsins breytist ekki. Þeir vilja
ekki trúa henni og bera henni á brýn að sak-
fella Gísla saklausan. En orð Þórdísar voru
fallin svo að eitthvað varð að gera í málinu —
koma jafnvægi á. Þarna kemur Þórdís aftur
fram sem friðarspillir, ógnun. Gísli virðist líka
eiga erfitt með að trúa uppljóstrun Þórdísar.
Hann ber hana saman við Guðrúnu Gjúka-
dóttur sem réð manni sínum bana tii að hefna
bræðra sinna. Gísli segist ekki eiga slíkt skilið
frá Þórdísi þar sem hann hafi oft lagt líf sitt í
hættu hennar vegna. Hann á við að hann hafi
oft bjargað hennar kvennasæmd. En Þórdís
kærði sig ekkert um það eins og fram hefur
komið.
Samúð sögunnar er þó augljóslega með Gísla
sem sýnir að hetjubókmenntir eru karlabók-
menntir og konum er þar lýst sem friðarspill-
um. I harmsögunni um Gísla eru konur hreyfi-
afl atburða og færa söguna í átt til öngþvcitis.
Hlutverk þeirra er að ógna því hárfína jafnvægi
sem ríkir í ættarsamfélagi feðraveldisins.
Alþýðusagan
Harmsagan hefur pýramídabyggingu. At-
32 Sama, bls. 61.
33 Anderson segir að hvörf í íslendingasögunum séu
yfirleitt vanvæn fyrir söguhetjuna.(T.M. Anderson, 1967).
Enda þótt hvörfin í Gísla sögu verði ekki við fall hans, þá
stefni allt niður á við eftir að hann fer á skóggang. Hann er
dauðadæmdur.
burðir leiða til ákveðins riss, eða hvarfa, sem
verða þegar Þórdís kemur upp um Gísla og
hann er gerður útlægur. Þá tekur sagan aðra
stefnu og endar með falli Gísla. '3
Alþýðusagan er samsett úr strjálum minnum
eða sögnum sem verða meira áberandi eftir
hvörfin og sagt er frá útlegð Gísla. Óskar Hall-
dórsson hefur gert orðunum sögn, arfsögn eða
munnmæli nokkur skil. Hann segir að slíkar
sagnir geri kröfu um að þeim sé trúað, en nái
þær að ganga meðal manna þróast þær í sam-
ræmi við lögmál frásagnarlistar. Þannig breyt-
ast þær og afbrigði myndast, þó að einhver
sannleikskjarni haldist.34
Það er ekkert vafamál að munnmæli hafa
gengið um útlagann Gísla. Ekki er heldur ólík-
legt að ýmsar arfsagnir eða minni hafi verið
tengdar Gísla eins og kemur fram í tilvitnun í
grein Idu Gordon í inngangi.
Frásögnin af því er Gísli drepur Þorgrím er
t.d. nokkuð lík frásögn í Droplaugarsonasögu.
Maður nokkur læðist inn í hús að næturlagi,
bindur saman kýrhala til að torvelda eftirför og
vegur svo annan mann í rúmi. Bent hefur veiið
á rittengsl sagnanna í þessu sambandi og held-
ur Björn Karel Þórólfsson því fram að höfund-
ur Gísla sögu hafi notað Droplaugarsonasögu.35
Hins vegar er það algengt minni í þjóðsögum
að binda saman kýrhala af prakkaraskap og
þarf þetta sameiginlega minni ekki endilega að
sanna rittengsl, heldur einungis benda til þess
að þetta minni hafi verið á kreiki í munnmæl-
um.
Margar þessara alþýðusagna eru fullar
kímni. Gísli hermir eftir Ingjaldsfíflinu til að
leika á óvini sína og felur sig í rúmi Álfdísar
sem sagan segir að hafi verið „inn mesti
kvenskratti“36 Aristoteles segir að skopleikur-
inn sé eftirlíking fólks af lakara tagi og sé hið
spaugilega tegund ljótleika.37 í þessum frásögn-
34 Óskar Halldórsson, 1976.
35 Björn K. Þórólfsson, 1943
36 íslensk fornrit VI, bsl. 86.
37 Aristoteles,1976,bls. 52.
63