Mímir - 01.04.1986, Page 68

Mímir - 01.04.1986, Page 68
Friðrik Magnússon: Leyndardómur miðstofnsins Grein sú sem hér fer á eftir var upphaflega skrifuð sem prófritgerð í námskeiðinu 05.41.22 Nqfnfræði á vormisseri 1985 og birtist hér nokkuð lagfœrð. Svavari Sigmundssyni og Eiríki Rögnvaldssyni þakka ég holl ráð og þarfar athugasemdir. 1. Inngangur Hér er ætlunin að fjalla dálítið um fyrirbærið „miðstofn“ (öðru nafni „miðlið") sem oft kem- ur fyrir í riturn Þórhalls Vilmundarsonar (hér eftir ÞV) um íslensk örnefni. Efnisskipan er á þá leið að í öðrum kafla er fyrst yfirlit yfir öll þau örnefni sem ég hef rekist á í ritum ÞV og eiga að innihalda miðstofn en síðan er reynt að komast að því hvers konar fyrirbæri miðstofn- inn er. Athugað er hvort miðstofninn geti talist hljóðbreyting, einhvers konar orðmyndun eða alþýðuskýring. í þriðja kafla er fjallað nánar um einstök dæmi ÞV um miðstofnsorð og litið á málsöguleg rök hans fyrir miðstofni. I Ijórða kafla koma svo nokkur lokaorð. Fyrst er þó rétt að víkja að nokkrum orðum að ummælum ÞV sjálfs um miðstofninn. Það hefur ekki komið skýrt fram í skrifum ÞV hvers konar fyrirbæri miðstofninn er. I fyrstu skrifum sínum um miðstofninn virðist ÞV líta á innskot hans sem einhvers konar hljóðbreytingu: „Hafa ber þar í huga hina ríku tilhneiging til að Iesa mannanöfn út úr örnefn- um, sem gætti þegar að fornu og alla tíð síðan. Voru mannanöfn lesin út úr 1) örnefnunum óbreyttum [. . .] 2) örnefnunum breyttum, með hljóðbreytingum og afbökunum [...] einkum með því að breyta beygingarendingu eða við- skeyti í miðstofn („leyndardómur miðstofns- mi‘j“ (ÞV 1969b:107 —8). Síðar í ritum sínum segir ÞV: „Især synes det at have været alm. at indskyde et mellemled for at danne et personnavn el. forklare navnet pá anden máde [. . .] O. Rygh (NG, II 206) har pápeget parallelle ændringer i No.: *Auða- > Auðigsstaðir, *Horpu- > Hopreksstaðir, og regner med en tendens til at indskyde et g el. k foran v + konsonant, ofte for at skabe en ny be- tydning. Her er der dog ikke tale om et isoleret fonetisk fænomen, men om en omfattende ten- dens til at indskyde et mellemled i den for- nævnte hensigt“ (ÞV 1971a:580, sjá einnig ÞV 1978:106). Mér sýnist að þarna telji ÞV mið- stofninn vera einhvers konar orðmyndun, þ.e. að inn í örnefnin sé skotið heilu morfemi, en ekki að beygingarending eða viðskeyti taki breytingum samkvæmt hljóðkerfisreglu. 2. Hvað er miðstofn? 2.1 Yfirlit yfir miðstofnsorð Hér kemur yfirlit yfir þau örnefni sem sam- kvæmt ÞV eru „aukin miðstofni“. Tekin hafa verið með þau örnefni sem ÞV hefur fjallað sérstaklega um í ritum sínum og rökstutt að séu aukin miðstofni svo og þau sem tekin hafa ver- ið sem dæmi um miðstofnsörnefni í ritum ÞV án sérstaks rökstuðnings (sjá nánar 3. kafla). Örnefnin eru sýnd eins og þau eiga að hafa verið upphaflega samkvæmt ÞV, án miðstofns, svo og eins og þau eru eftir að hafa verið aukin 68

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.