Mímir - 01.04.1986, Page 69
miðstofni. Örnefnunum er raðað í stafrófsröð
eftir miðstofnsorðmyndinni:
(1)
Bárustaðir > Báreksstaðir
*Bpggs-(Bpggu-) > Böggvis-/Böggvers-
staðir staðir
*Eyjastaðir > Eyjólfsstaðir
*Gaularbær > Gaulverjabær
*Halfnaðar-/ *Halfnanarhurð > Hálfdanarhurð
*HalIaðarstaðir > Halldórsstaðir
*HaIlarstaðir > Hallormsstaður
*Hávastaðir > Hávar(ð)sstaðir
*Hplknaheiðr > Helkunduheiði
*HugIarstaðir > Hugleiks-/
*Hvinardalur > Hugljótsstaðir Hvinverjadalur
*Endastaðir > Indriðastaðir
*Kórastaðir > Kóreksstaðir
Kyrnastaðir > Kýrunnarstaðir
Meiðarstaðir > Mei-/Mýríðarstaðir'
Mýlastaðir > Mýlaugsstaðir
*Randa(r)staðir > Randversstaðir
*Sigastaðir > Sigríðarstaðir
Silfrar-(*Silfru-) > Sil freks-/Si 1 frúnar-
staðir staðir1 2
Steinastaðir > Steinarsstaðir
T undrastaðir > Tyndriðastaðir
Víðastaðir > Viðarsstaðir
*Vilpustaðir > Vilborgarstaðir
Þyrilsvellir > Þiðriksvellir
Hér verður fyrst um sinn gengið út frá því
sem staðreynd að þessi örnefni hafi breyst eins
og sýnt er í (1). Reynt verður að fá svar við því
hvort innskot miðstofnsins sé hljóðbreyting,
einhvers konar orðmyndun eða alþýðuskýring.
2.2 Er innskot miðstofnsins hljóðbreyting?
Hvers konar regla er það sem breytir „beyg-
ingarendingu eða viðskeyti í miðstofn"? Ljóst
er að hér er ekki á ferðinni hljóðbreyting sem
stjórnast af hljóðrænum þáttum eingöngu, þ.e.
regla sem verkar á ákveðna þætti í ákveðnu
umhverfi hvar svo sem þetta umhverfi er fyrir
hendi. Ég kannast ekki við neitt þessu líkt
1 Þessi bær heitir nú Meiðastaöir (sjá 3.16).
2 Þessi bær heitir nú Silfrastaðir (sjá 3.20).
3 Hér sem annars staðar koma venjulegir bókstafir í
stað hljóðritunar eða „fónema-ritunar".
nema þá í örnefnum enda hef ég heldur ekki
komið auga á að ÞV hafi sýnt dæmi úr öðrum
hlutum orðaforðans en örnefnum miðstofnin-
um til stuðnings. Innskot miðstofnsins er því
hugsanlega einhvers konar hljóðbeygingar-
regla, þ.e. regla sem ræðst ekki eingöngu af
hljóðrænum þáttum heldur einnig af beyging-
ar- og orðmyndunarþáttum; reglan verkar
aðeins á örnefni.
Ef innskot miðstofnsins er hljóðbreyting
þurfa að fást svör við eftirfarandi spurningum:
1) Hvað er það sem breytist? 2) Hvernig breyt-
ist það? 3) í hvaða hljóðumhverfi gerist breyt-
ingin? Til að glöggva okkur á því sem sam-
kvæmt ÞV á að hafa gerst í örnefnunum sem
talin voru upp í (1) kemur hér listi sem sýnir í
fyrsta lagi hljóðin sem breytast (beygingarend-
ingar eða viðskeyti), í öðru lagi hvernig þau
breytast og í þriðja lagi í hvaða umhverfi breyt-
ingin gerist. Reyndar eru ekki aðeins sýnd
grannhljóð heldur allt sem er á undan og eftir
hljóðunum sem breytast. Breytingar sem verða
á áhersluatkvæði fyrri liðarins verða látnar
liggja á milli hluta fyrst um sinn (sjá um þær í
3. kafla).3 *
u —> ekJ / Bár___staðir
(u) -» vi/ver / Bögg___staðir
a —> ólf / Eyj___staðir
ar -> verja / Gaul______bær
nað(ar) —» dan(ar) / Hálf_____hurð
aðar ór / Halld___staðir
ar -» orm / Hall___staðir
a -h> ar(ð) / Háv___staðir
unnar -> undar/
undu / Helk___heiði5
ar -> eik/jót / Hugl___staðir
ar -> verja / Hvin____dalur
a —> riða / End___staðir
a -> ek / Kór___staðir
na -> unnar / Kyr___staðir
ar ríðar / Meið___staðir
a —> aug / Mýl___staðir
a(r) —> ver / Rand___staðir
a -> ríðar / Sig___staðir
4 Óþarfi er að gera ráð fyrir 5 hér (eks) vegna þess að
siðari liðurinn hefst á 5.
s E.t.v. væri nóg að segja: n -> d / n_____a.
69