Mímir - 01.04.1986, Page 71

Mímir - 01.04.1986, Page 71
ir áður en miðstofninn kom tii sögunnar, sjá 3. kafla), í öðru lagi áherslulausa atkvæðið (eða atkvæðin) sem fellur brott, í þriðja lagi mið- stofninn sjálfur og í fjórða lagi síðari liður ör- nefnanna. Til glöggvunar er örnefnunum raðað eftir stafrófsröð miðstofnsins: (4) Stein a > ars staðir Víð > Við a > ars staðir Vilp > Vil u > borgar staðir Hálf naðar/nanar > danar hurð Hald > Hall aðar > dórs staðir Helk > Hel unnar > kund-ar/-u heiði Mýl > Mý a > laugs staðir Hugl > Hug ar > leiks/Ijóts staðir Hall ar > orms staður Eyj a > ólfs staðir Bár > Bá u > reks staðir Kór > Kó a > reks staðir Silfr > Silf ar/u > reks/rúnar staðir End > Ind a > riða staðir Tundr> Tynd a > riða staðir Þyr> Þið ils > riks vellir Meið > Mei/Mý ar > ríðar staðir Sig a > ríðar staðir Kyrn > Kýr a > unnar staðir Háv > Há a > var(ð)s staðir Gaul ar > verja bær Hvin ar > verja dalur Rand a(r) > vers staðir Bpgg(s) (u) > vis/vers staðir Nú er spurningin sú hvort eitthvað frekar sé hægt að koma reglu yfir innskot miðstofnsins eins og því er lýst í (4) en eins og því var lýst í (2). Mér sýnist svo ekki vera. í stuttu máli sagt hefur mér ekki tekist að sjá neina reglu út úr framangreindum breytingum. Af hverju er -reks- eða -rúnar- skotið inn í Silfr-ar/u-staðir en ekki -riða- eins og í Tundr-a- > Tyndriða- staðir? Af hverju er ekki skotið inn -verja- í Mýla-a-staðir eins og í gaul-ar > Gaul-verja- bœr? Svona mætti lengi spyrja en mér hefur ekki tekist að finna nein svör. Mér sýnist því vonlaust að innskot mið- stofnsins standi undir nafni sem einhvers konar orðmyndun. Miðstofninn virðist geta verið nokkurn veginn hvað sem er — oftast einhvers konar viðskeyti með eða án beygingarendingar — og enga reglu er hægt að sjá sem skýri það hvers konar miðstofni sé skotið inn í hvaða ör- nefni. 2.4 Er innskot miðstofnsins alþýðuskýring? Er þá tilhneigingin til að skjóta inn miðstofni alþýðuskýring? Hún gæti e.t.v. falist í því að lesa mannanöfn út úr örnefnum sem áður hefðu verið náttúrunöfn: „Einkum virðist hafa verið algengt að skjóta inn miðlið til að fá fram mannsnafn og skýra þar með bæjarnafnið“ (ÞV 1978:106). Ég held að rétt væri að víkja fyrst að hugtak- inu „alþýðuskýring" áður en lengra er haldið. Segja má að alþýðuskýring (folkeetymologi) felist í því að orð sem einhverra hluta vegna eru torkennileg eða jafnvel óskiljanleg eru gerð kunnugleg og skiljanleg („det ubekendte ændres til noget bekendt, det uforstáelige til noget forstáeligt" (Vibeke Christensen & John Kousgárd Sorensen 1972:106)). Eins og komið hefur fram eru örnefni þau sem hafa verið auk- in miðstofni öll tvíliða og er það í öllum tilvik- um fyrri iiðurinn sem hefur tekið breytingum. Því mætti ætla að ástæða þess að miðstofni er skotið inn sé sú að fyrri liður örnefnanna sé orðinn á einhvern hátt torkennilegur og að miðstofninn geri hann skiljanlegri eða í besta falli kunnuglegri. Orsakir þess að fyrri liðurinn verður tor- kennilegur geta verið a.m.k. tvenns konar: 1) Hann er horfinn úr málinu sem sjálfstætt orð eða orðinn mjög fátíður í málinu. 2) Merkingin sem tengd var við hann er horfin þótt hann geti lifað sem sjálfstætt orð í málinu með annarri merkingu. Mér sýnist að skipta megi miðstofnsörnefn- unum, sem talin voru upp í 2.1 hér að framan, í tvo hópa með hliðsjón af þeim breytingum sem sagt var að yfir þau hefðu dunið: 1) Örnefni sem höfðu auðskilinn og síður en svo torkennilegan fyrri lið áður en miðstofninn kom til sögunnar. Þessi örnefni eru: 71

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.