Mímir - 01.04.1986, Qupperneq 71

Mímir - 01.04.1986, Qupperneq 71
ir áður en miðstofninn kom tii sögunnar, sjá 3. kafla), í öðru lagi áherslulausa atkvæðið (eða atkvæðin) sem fellur brott, í þriðja lagi mið- stofninn sjálfur og í fjórða lagi síðari liður ör- nefnanna. Til glöggvunar er örnefnunum raðað eftir stafrófsröð miðstofnsins: (4) Stein a > ars staðir Víð > Við a > ars staðir Vilp > Vil u > borgar staðir Hálf naðar/nanar > danar hurð Hald > Hall aðar > dórs staðir Helk > Hel unnar > kund-ar/-u heiði Mýl > Mý a > laugs staðir Hugl > Hug ar > leiks/Ijóts staðir Hall ar > orms staður Eyj a > ólfs staðir Bár > Bá u > reks staðir Kór > Kó a > reks staðir Silfr > Silf ar/u > reks/rúnar staðir End > Ind a > riða staðir Tundr> Tynd a > riða staðir Þyr> Þið ils > riks vellir Meið > Mei/Mý ar > ríðar staðir Sig a > ríðar staðir Kyrn > Kýr a > unnar staðir Háv > Há a > var(ð)s staðir Gaul ar > verja bær Hvin ar > verja dalur Rand a(r) > vers staðir Bpgg(s) (u) > vis/vers staðir Nú er spurningin sú hvort eitthvað frekar sé hægt að koma reglu yfir innskot miðstofnsins eins og því er lýst í (4) en eins og því var lýst í (2). Mér sýnist svo ekki vera. í stuttu máli sagt hefur mér ekki tekist að sjá neina reglu út úr framangreindum breytingum. Af hverju er -reks- eða -rúnar- skotið inn í Silfr-ar/u-staðir en ekki -riða- eins og í Tundr-a- > Tyndriða- staðir? Af hverju er ekki skotið inn -verja- í Mýla-a-staðir eins og í gaul-ar > Gaul-verja- bœr? Svona mætti lengi spyrja en mér hefur ekki tekist að finna nein svör. Mér sýnist því vonlaust að innskot mið- stofnsins standi undir nafni sem einhvers konar orðmyndun. Miðstofninn virðist geta verið nokkurn veginn hvað sem er — oftast einhvers konar viðskeyti með eða án beygingarendingar — og enga reglu er hægt að sjá sem skýri það hvers konar miðstofni sé skotið inn í hvaða ör- nefni. 2.4 Er innskot miðstofnsins alþýðuskýring? Er þá tilhneigingin til að skjóta inn miðstofni alþýðuskýring? Hún gæti e.t.v. falist í því að lesa mannanöfn út úr örnefnum sem áður hefðu verið náttúrunöfn: „Einkum virðist hafa verið algengt að skjóta inn miðlið til að fá fram mannsnafn og skýra þar með bæjarnafnið“ (ÞV 1978:106). Ég held að rétt væri að víkja fyrst að hugtak- inu „alþýðuskýring" áður en lengra er haldið. Segja má að alþýðuskýring (folkeetymologi) felist í því að orð sem einhverra hluta vegna eru torkennileg eða jafnvel óskiljanleg eru gerð kunnugleg og skiljanleg („det ubekendte ændres til noget bekendt, det uforstáelige til noget forstáeligt" (Vibeke Christensen & John Kousgárd Sorensen 1972:106)). Eins og komið hefur fram eru örnefni þau sem hafa verið auk- in miðstofni öll tvíliða og er það í öllum tilvik- um fyrri iiðurinn sem hefur tekið breytingum. Því mætti ætla að ástæða þess að miðstofni er skotið inn sé sú að fyrri liður örnefnanna sé orðinn á einhvern hátt torkennilegur og að miðstofninn geri hann skiljanlegri eða í besta falli kunnuglegri. Orsakir þess að fyrri liðurinn verður tor- kennilegur geta verið a.m.k. tvenns konar: 1) Hann er horfinn úr málinu sem sjálfstætt orð eða orðinn mjög fátíður í málinu. 2) Merkingin sem tengd var við hann er horfin þótt hann geti lifað sem sjálfstætt orð í málinu með annarri merkingu. Mér sýnist að skipta megi miðstofnsörnefn- unum, sem talin voru upp í 2.1 hér að framan, í tvo hópa með hliðsjón af þeim breytingum sem sagt var að yfir þau hefðu dunið: 1) Örnefni sem höfðu auðskilinn og síður en svo torkennilegan fyrri lið áður en miðstofninn kom til sögunnar. Þessi örnefni eru: 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.