Mímir - 01.04.1986, Qupperneq 73
3.2 Báreksstaðir (ÞV 1969b: 109, 1971a:580,
Grímnir 1:33)
Barek- 16817
Baru-1707
Ekki kemur fram hjá ÞV hvar Báreksstaðir
eru en sennilegt er að það sé sami bær og heitir
Barustader í Andakílshr. Borg. í JbÁM en þar
segir um þetta bæjarnafn: „Barustader, kallað
af sumum Barugstader, sumum Baruchstader"
(JbÁM 4:182).
ÞV gerir ráð fyrir breytingunni Bárustaðir >
Báreksstaðir en rökstyður hana ekki frekar.
Lengri orðmyndin er eldri þannig að Bá-
reksstaðir virðist hafa styst og orðið Bárustað-
ir, enda „rita menn [. . .] Báreksstaðir, þótt sagt
sé Bárustaðir"' (Grímnir 1:33), og er því hæpið
að þarna sé innskot miðstofns á ferðinni. Fleiri
dæmi um svipaða styttingu auk samhljóðasam-
lögunar er að finna í örnefnum: Fyrri liður
bæjarnafnsins Berserkseyri (Eyrarsveit, Snæf.)
er ritaður berserss- [1360]/um 1600 og Bessiss-
1509/um 1600 (sjá Grímni 1:61); Grenjaðar-
staðir (Aðaldælahr., S-Þing.) er ritað Grenia
stodvm, -stad í Laurentius sögu og greniastad-
ur 1471 ap. (sjá Grímni 1:91). Svipaða tilhneig-
ingu er að finna í nútímamáli: „Pá det sattet
blir gárdsnamnet Oddgeirshólar till /oggisólar/
i lokalbornas uttal, Breiðamýri blir /breimiri/
och Breiðumýrarholt till /breimirolt/“ (Guð-
rún Kvaran o.fi., í prentun). Til hliðsjónar má
einnig nefna almenna tilhneigingu til sam-
hljóðasamlögunar og brottfalls hljóða í nútíma-
talmáli (sjá Kristján Árnason 1980).
3.3 Böggvisstaðir bær í Svarfaðardalshr., Eyf.
(ÞV 1969b:109,Grímnir 2:58-59)
Bogg- Svarfdæla saga (AM 161 fol.)
Baugi- sama
boggv- 1441 og víðar í fornbréfum
bauggv- sama
bbggu- sama
„Beggustader, aðrir segja Boggverstader. Kall-
ast almennilega Boggustader. “ 1712 Jarðabók
7 Um skammstafanir sem fyrir kunna að koma í þess-
um dæmum um rithætti örnefnanna, sjá skammstafana-
Baggna- 1728 Alþingisbækur Islands (samr.
stafs.)
Böggva- 1723 eða síðar Vallaannáll
Beggviðs- 1770-90 (BUH Add. 376 4to)
Böggver- 1839 Sóknarlýsing
,,nu sædvanlig Böggustaðir eller — med den
nöjagtige form — Böggvisstaðir“ 1879 — 82 Ká-
lund
Böggvis- 1930 Bæjatal
Eftir að (jallað hefur verið um staðhætti við
Böggvisstaði, m.a. Böggvisstaðajjall „sem er
baggalaga framan frá séð“ (Grímnir 2:59), svo
og bæjarnafnið Baggan í Noregi, segir: „B.
kunna þá að draga nafn af Böggvisstaðafjalli,
sem heitið hafi í öndverðu *Bpggr (sbr. það,
sem áður segir um no. bpggr) eða e. t. v.
*Bagga. Breytingin *Bpggs- (Bpggu-) >
Bpggvis- eða Bpggversstaðir væri þá hliðstæð
*Randar- > sRandversstaðir, sSilfra (Gl)
> Silfreksstaðir o. s. frv. (þ. e. nöfnin aukin
miðlið til að fá fram mannsnafn)“ (s.st.).
Þetta örnefni virðist hafa verið á reiki allt
fram undir 1900 og alls óvíst hvort það hefur í
upphafi verið *Bpggsstaðir. Fyrri liðurinn
hefur greinilega verið torkennilegur og flokk-
ast Böggvis-/Böggversstaðir sennilega undir
alþýðuskýringu — reynt hefur verið að gera
fyrri liðinn skiljanlegri.
3.4 Eyjólfsstaðir (ÞV 1971a:580)
Ekki kemur fram hjá ÞV hvar Eyjólfsstaðir
eru en í JbÁM eru þeirtveir:
1) Eiolfsslader, Vatnsdalshr. fremri (nú
Ásahr.) A-Hún. (JbÁM 8:229, 302)
2) Eiolfstader, hjáleiga af Ytra Fjalli Reykja-
dalshr. (nú Aðaldælahr.) S-Þing. (JbÁM
11:173)
Þar að auki eru nú tveir Eyjólfsslaðir í S-Múl,
annar í Beruneshr. og hinn í Vallahr.
Ég hef ekki komið auga á neinar röksemdir
fyrir miðstofni í þessu örnefni í ritum ÞV,
aðeins „*Eyja- (jfr. Oyestad i No.) > Eyjólfs-
staðir" (ÞV 1971a: 580).
Þarna getur ekki verið um hljóðbreytingu
skrár í Grímni 1 og 2. Þess má þó geta að ”/” framan við
ártal merkir ‘í eftirriti frá’.
73