Mímir - 01.04.1986, Qupperneq 75

Mímir - 01.04.1986, Qupperneq 75
sem gerðust um 1190“ (s.r.:442 —3). Síðan segir: „Og í ljósi vitneskjunnar um fátíðni Hálfdanar- nafna hér á landi alla tíð hljóta hin tiltölulega mörgu Hálfdanar-örnefni, sem einkum eru al- geng á þjóðleiðum eða öðrum leiðum, að telj- ast sérstaklega tortryggileg" (s.r.: 443). Hér virðist ÞV gera ráð fyrir einhvers konar alþýðuskýringu, a.m.k. getur ekki verið um hljóðbreytingu að ræða því að þá hefði mátt búast við að öll Hálfnaðar-/Hálfnunar-örnefni hefðu breyst í Hálfdanar-. Ef þarna væri á ferð- inni alþýðuskýring mætti ætla að *Hálfnaðar- /*Hálfnanar- hefðu verið orðnir tortryggilegir eða illskiljaniegir fyrri liðir en svo er ekki að sjá vegna þess að ýmis Hálfnaðar- og Hálfnunar- örnefni eru enn til. Og ef þeir hafa verið orðnir torkennilegir á einhvern hátt, hvernig stendur á því að alþýðuskýringin hefur alls staðar leitt af sér sama fyrri liðinn: Hálfdanar-1 Ef fátíðni Hálfdanar-mannsnains'ms á íslandi telst rök- semd gegn því að telja Hálfdanar-örnefni dreg- in af mannsnafninu þá mætti spyrja: Er ekki ólíklegt að menn hafi lesið Hálfdanar-manns- nafnið út úr Hálfnaðar-/Hálfnanar-örnefnum einmitt vegna þess hversu fátítt þetta manns- nafn var? Mér sýnist því alþýðuskýring hæpinn kostur í þessu tilviki og þegar við bætist að engin dæmi eru til um Hálfnaðar-ZHálfnanar-rit- hætti Hálfdanar-örnefna þá er hæpið að þama sé nokkur miðstofn á ferðinni. 3.7 Halldórsstaðir (ÞV 1969b:109,1971a:580) Ekki getur ÞV um það hvaða Halldórsstaði hér sé um að ræða en í JbÁM eru nefndir níu bæir með þessu nafni (ýmist ritað Halldórs- eða Halldor-): 1) eyðibýli í Kambslandi, Trjekyllisvíkurhr. (nú Árneshr.) Strand. (JbÁM 7:348—9) 2) eyðibýli í Svanshólslandi, Kaldaðarnesshr. (nú Kaldrananeshr.) Strand. (JbÁM 7:362) 3) eyðibýli í landi Skeljavíkur, Staðarhr. (nú Hrófbergshr.) Strand. (JbÁM 7:393) 4) í Staðarhr. Skag. (JbÁM 9:100) 5) í Saurbæjarhr. Eyf. (JbÁM 10:257) 6) í Ljósavatnshr. S-Þing. (JbÁM 11:127) 7) í Bárðardal í Ljósavatnshr. (nú Bárðdæla- hr.8) S-Þing. (JbÁM 11:140-41. 143) 8) í Reykjadal, Reykjadalshr. (nú Reykdæla- hr.) S-Þing. (JbÁM 11:181, 193-4) 9) í Laxárdal, Reykjadalshr. (nú Reykdælahr.) S-Þing. (JbÁM 11:203-4) Auk þessa eru nú Halldórsstaðir í Seyluhr. Skag. og í Vatnsleysustrandarhr. Gull. Um Halldórsstaði segir: „+Hallaðarstaðir > Halldórsstaðir fHallaðr: hallandi, brekka, sbr. Kallaðarnes > Kaldaðarnes eða Kaldrananes, Kallaðarholt > Kaldárholt)“ (ÞV 1969b: 109). Þarna virðist vitnað í breytinguna // —> Id sem varð í nokkrum orðum, t.d. öldungis og skildingur, en ekki síst í örnefnum, auk fram- angreindra t.d. Baldjökull (sjá Bjöm K. Þórólfs- son 1925:72 og Svavar Sigmundsson 1975:247 — 8). Breytingin hefur þá átt að vera þannig: *Hallaðarstaðir > *Haldaðarstaðir > Halldórsstaðir. *Hallaðr finnst ekki í fornmáli nema sem mannsnafn; getið er um Hallað Rpgnvaldsson (jarls) í Landnámu. Það er því ólíklegt að bærinn hafi heitið *Hallaðarstaðir og hæpið að Halldórsstaðir hafi verið auknir miðstofni en rökstuðning ÞV vantar og um rithætti er mér ekki kunnugt þannig að um þetta örnefni hef ég raunar ekki fleira að segja. 3.8 Hallormsstaður kirkjustaður í Vallahr., S-Múl. (Grímnir 2:91 — 3) Hallormsstada Hrafnkels s. (AM 156 fol.) Hallormstoðum Droplaugarsona s. (Möðru- vallabók) Hallormsstadi sama Hallormsstöðum um 1200/1619 Kirknatal og víðar í fornsögum, annálum og fombréfum Hallormsstadur [um 1520]/1598 „Líkur benda því til þess, að H. sé í hinum stóra flokki Hall-naina, sem dregin eru af landslagi. Kemur þá tvennt til greina: í fyrsta lagi, að bærinn hafi í öndverðu heitið *Hallar- staðir, af no. *h(/ll kvk. ‘halli, brekka’, sbr. bæjarnafnið ->HöII, en síðan verið aukið mið- 8 Ljósavatnshr. var árið 1907 skipt í Ljósavatnshr. og Bárðdælahr. (sjá Guðvarð Má Gunnlaugsson 1985:2). 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.