Mímir - 01.04.1986, Page 78
vatn)“ (ÞV 1971a:580). Þessu íylgir hvorki rök-
stuðningur né upplýsingar um rithætti.
Ég kannast ekki við að e hafi breyst í i í
áhersluatkvæði í íslensku (þótt tilhneigingar til
þess gæti e.t.v. í flámæli) þannig að hljóðbreyt-
ing kemur vart til greina. Alþýðuskýring er lít-
ið betri kostur. *Enda- hefði verið auðskiljan-
legur fyrri liður (enda stendur bærinn við enda
Skorradalsvatns) og ekki vel ljóst af hverju
hann hefði átt að breytast í *Indriða-. Því verð-
ur endurgerða orðmyndin *Endastaðir að telj-
ast hæpin og ólíklegt að hér sé um nokkurn
miðstofn að ræða.
3.14 Kóreksstaðir bær í Hjaltastaðahr.,
N-Múl. (ÞV 1978:106, Grímnir 2:106-8)
Korek- Fljótsdæla s. (AM 55lc 4to)
Koreks- sama
Torex- sama
korek- [1367]/1592
korex- [1367]/um 1650
Koreg- 1570 cða síðar/17. öld
Korix- sama
Korex- sama
Korug- 1619 Alþingisbækur íslands
Kóreks- 1842 Sóknarlýsing
Eftir að rætt hefur verið um svipuð örnefni í
Noregi svo og um fátíðni mannsnafnsins Kó-
rekr, segir: „Líklegt er skv. framansögðu, að
miðliður K. sé innskeyttur, svo sem títt er í ör-
nefnum, sbr. *Mýla- > —>Mýlaugsstaðir (Gl),
->Silfra (G1) > Silfreksstaðir o. s. frv. Bærinn
hefur þá trúlega heitið *Kórastaðir í öndverðu,
fyrri liður no. kórr kk. ‘innsti hluti kirkju, næst
altari’ [. . .] en orðið kór getur í ísl. merkt m. a.
„lítill skúti í bergi“ (Árni Böðvarsson) eða
‘klettabás’ (sbr. hamrakór í kvæði Steingríms
Thorsteinssonar) og kemur fyrir í örnefnum,
m. a. á Austurlandi” (Grímnir 2:107).
Ekki veit ég hversu gömul merkingin ‘lítill
skúti í bergi’ er í orðinu kór en ef bærinn hefur
einhvem tíma heitið *Kórastaðir þá er erfítt að
sjá af hverju menn hafa þurft að breyta fyrri
liðnum í svo sjaldgæft mannsnafn og Kórekur
er. Engin dæmi eru í rituðum heimildum um
að bærinn hafi heitið *Kórastaðir þannig að
rökin fyrir miðstofni eru harla veik.
3.15 Kýrunnarstaðir (Grímnir 1:14 og 18)
Ekki er getið um það hvar þessi bær er en í
JbÁM eru Kirunnarstader í Hvammssveit (nú
Hvammshr.) Dal. (JbÁM 6:94—5).
Eina vitneskjan sem ég hef um þetta örnefni
úr ritum ÞV er „Kyrna- > Kýrunnarstaðir“
(Grímnir 1:14 og 18) og er það a.m.k. í fyrra
skiptið dænri urn örnefni aukið miðstofni.
Ekki veit ég hvað Kyrna- getur merkt og má
vel vera að þarna hafi átt sér stað alþýðuskýr-
ing. En á meðan ég hef enga vitneskju um rit-
hætti þessa örnefnis og merkingu fyrri liðarins
Kyrna- þá er ekki mikið hægt um það að segja.
3.16 Meiðastaðir bær í Gerðahr., Gull. (ÞV
1969b:109, Grímnir 2:110—111)
meidar- [um 1270]/um 1570
Meidar- 1563 ap.
Meida- 1696 Jarðabók
„Meidarstader, gamlir menn kalla Meirida-
stade" 1703 Jarðabók
Meida- sama, 1839 Sóknarlýsing
Meiða- (Meiríðar-) 1847 Jarðatal
Meiða- 1930 Bæjatal
Finnur Jónsson taldi Meiðastaði hafa heitið
upphaflega Mýríðarstaði en Hermann Pálsson
Myríðarstaði og töldu þeir fyrri liðinn vera
kvenmannsnafn. ÞV telur hins vegar Meiðar-
upphaflegt „af no. meiðr í merkingunni ‘leiðar-
merki’, sbr. í nútímamáli meiður „bjálki . ..
stöng“ (Blöndal)“ (Grímnir 2:111). Breytingin
hafi þá orðið: ..Meiðarstaðir > Mei- eða Mý-
ríðarstaðir (sbr. Gumpr > Gunnfríðarstaðir)“
(ÞV 1969b: 109).
Augljóst er að Meiðarstaðir er eldri orð-
mynd en Meiríðarstaðir og virðist síðarnefnda
orðmyndin vera einhvers konar alþýðuskýring.
Menn hafa e.t.v. ekki lengur getað tengt fyrri
liðinn Meiðar- við neinn bjálka eða sleðameið,
hvað þá við leiðarmerki, og reynt að gera hann
skiljanlegri.
3.17 Mýlaugsstaðir bær í Reykdælahr., S-
Þing. (ÞV 1969b: 109, 1971a:580, 1978:106,
Grímnir 1:118 — 119)
78