Mímir - 01.04.1986, Síða 78

Mímir - 01.04.1986, Síða 78
vatn)“ (ÞV 1971a:580). Þessu íylgir hvorki rök- stuðningur né upplýsingar um rithætti. Ég kannast ekki við að e hafi breyst í i í áhersluatkvæði í íslensku (þótt tilhneigingar til þess gæti e.t.v. í flámæli) þannig að hljóðbreyt- ing kemur vart til greina. Alþýðuskýring er lít- ið betri kostur. *Enda- hefði verið auðskiljan- legur fyrri liður (enda stendur bærinn við enda Skorradalsvatns) og ekki vel ljóst af hverju hann hefði átt að breytast í *Indriða-. Því verð- ur endurgerða orðmyndin *Endastaðir að telj- ast hæpin og ólíklegt að hér sé um nokkurn miðstofn að ræða. 3.14 Kóreksstaðir bær í Hjaltastaðahr., N-Múl. (ÞV 1978:106, Grímnir 2:106-8) Korek- Fljótsdæla s. (AM 55lc 4to) Koreks- sama Torex- sama korek- [1367]/1592 korex- [1367]/um 1650 Koreg- 1570 cða síðar/17. öld Korix- sama Korex- sama Korug- 1619 Alþingisbækur íslands Kóreks- 1842 Sóknarlýsing Eftir að rætt hefur verið um svipuð örnefni í Noregi svo og um fátíðni mannsnafnsins Kó- rekr, segir: „Líklegt er skv. framansögðu, að miðliður K. sé innskeyttur, svo sem títt er í ör- nefnum, sbr. *Mýla- > —>Mýlaugsstaðir (Gl), ->Silfra (G1) > Silfreksstaðir o. s. frv. Bærinn hefur þá trúlega heitið *Kórastaðir í öndverðu, fyrri liður no. kórr kk. ‘innsti hluti kirkju, næst altari’ [. . .] en orðið kór getur í ísl. merkt m. a. „lítill skúti í bergi“ (Árni Böðvarsson) eða ‘klettabás’ (sbr. hamrakór í kvæði Steingríms Thorsteinssonar) og kemur fyrir í örnefnum, m. a. á Austurlandi” (Grímnir 2:107). Ekki veit ég hversu gömul merkingin ‘lítill skúti í bergi’ er í orðinu kór en ef bærinn hefur einhvem tíma heitið *Kórastaðir þá er erfítt að sjá af hverju menn hafa þurft að breyta fyrri liðnum í svo sjaldgæft mannsnafn og Kórekur er. Engin dæmi eru í rituðum heimildum um að bærinn hafi heitið *Kórastaðir þannig að rökin fyrir miðstofni eru harla veik. 3.15 Kýrunnarstaðir (Grímnir 1:14 og 18) Ekki er getið um það hvar þessi bær er en í JbÁM eru Kirunnarstader í Hvammssveit (nú Hvammshr.) Dal. (JbÁM 6:94—5). Eina vitneskjan sem ég hef um þetta örnefni úr ritum ÞV er „Kyrna- > Kýrunnarstaðir“ (Grímnir 1:14 og 18) og er það a.m.k. í fyrra skiptið dænri urn örnefni aukið miðstofni. Ekki veit ég hvað Kyrna- getur merkt og má vel vera að þarna hafi átt sér stað alþýðuskýr- ing. En á meðan ég hef enga vitneskju um rit- hætti þessa örnefnis og merkingu fyrri liðarins Kyrna- þá er ekki mikið hægt um það að segja. 3.16 Meiðastaðir bær í Gerðahr., Gull. (ÞV 1969b:109, Grímnir 2:110—111) meidar- [um 1270]/um 1570 Meidar- 1563 ap. Meida- 1696 Jarðabók „Meidarstader, gamlir menn kalla Meirida- stade" 1703 Jarðabók Meida- sama, 1839 Sóknarlýsing Meiða- (Meiríðar-) 1847 Jarðatal Meiða- 1930 Bæjatal Finnur Jónsson taldi Meiðastaði hafa heitið upphaflega Mýríðarstaði en Hermann Pálsson Myríðarstaði og töldu þeir fyrri liðinn vera kvenmannsnafn. ÞV telur hins vegar Meiðar- upphaflegt „af no. meiðr í merkingunni ‘leiðar- merki’, sbr. í nútímamáli meiður „bjálki . .. stöng“ (Blöndal)“ (Grímnir 2:111). Breytingin hafi þá orðið: ..Meiðarstaðir > Mei- eða Mý- ríðarstaðir (sbr. Gumpr > Gunnfríðarstaðir)“ (ÞV 1969b: 109). Augljóst er að Meiðarstaðir er eldri orð- mynd en Meiríðarstaðir og virðist síðarnefnda orðmyndin vera einhvers konar alþýðuskýring. Menn hafa e.t.v. ekki lengur getað tengt fyrri liðinn Meiðar- við neinn bjálka eða sleðameið, hvað þá við leiðarmerki, og reynt að gera hann skiljanlegri. 3.17 Mýlaugsstaðir bær í Reykdælahr., S- Þing. (ÞV 1969b: 109, 1971a:580, 1978:106, Grímnir 1:118 — 119) 78
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.