Mímir - 01.04.1986, Síða 85

Mímir - 01.04.1986, Síða 85
skap sínum. Hann gerir sér grein fyrir að nýir tímar kalla á nýjan skáldskap, jafnvel ný form, og þótt það síðarnefnda verði ekki fyrr en síðar yrkir hann eitt þekktasta kvæði „kreppuskáld- skaparins“ Vér öreigar undir frjálsu formi. Þar krefst hann þess að þegnar þagnarinnar, hin kúgaða sétt, fái sinn hlut réttan. Hann lýsir aldalangri kúgun íslenskrar alþýðu á líkan hátt og hann gerði síðar, í bókinni Hrímhvíta móðir (1937) en þarteygði hann meginefni fyrrgreinds ljóðs upp í heila ljóðabók.3 Hetjur Jóhannesar eru hinir kúguðu þrælar og hin íslenska alþýða, undirmálsfólkið á erfið- um tímum íslandssögunnar. Alþýðan var kúg- uð af innlendum herrum og erlendri krúnu en kirkju- og klerkaveldið gein yfir öllu og hélt í heljargreipum með helvítisógnum sínum og satansótta. Jóhannes yrkir um þrælana sem víkingarnir fluttu með sér og útlagana sem engan rétt höfðu en voru hundeltir hvar sem þeir fóru. Hann yrkir um víg Snorra Sturlusonar, sem hann sér í rómantískum Ijóma, um drekkingu Jóns Gerrekssonar biskups, galdrabrennurnar og harðindin sem yfir landið gengu. Hann yrkir um jarðeldinn sem eyddi byggðu bóli og um umrenningana sem höfðu flosnað upp og flökkuðu um sveitir. Hann yrkir um hið er- lenda kúgunarvald, um einokunina. Hér eru á ferðinni hinir sönnu „þegnar þagnarinnar“ því að „hluturinn smælingjanna gleymist“. Þó að hinar íslensku frelsishetjur, náttúruskoðarinn Jónas Hallgrímsson, hinn hvíti ás Jón Sigurðs- son og Skúli sýslumaður, séu allra góðra gjalda verðir spyr Jóhannes í lokin á bók sinni Hrímhvíta móðir í ljóðinu Þegnar þagnarinn- ar: Nœr kemur sú stund, þegar alþýðan öll í aldanna sólskini Ijómar? (Ljóðasafn III, bls. 106) Alþýðan er hans fólk.Nœstu bók, Hart er í heimi (1939), má skoða í beinu framhaldi af Hrímhvíta móðir. Að mati Kristins E. Andrés- sonar4 bendir nafnið eitt til þess að Jóhannesi hafi þótt byltingin fjarri (sbr. ljóðið Sovét- íslanci (1935)) og litist illa á uppgang nasismans og horfurnar í heimsmálunum svona rétt fyrir heimsstyrjöldina síðari og þykir mér það líkleg skýring. Ast Jóhannesar á þjóð sinni kemur gleggst fram í upphafsljóði bókarinnar Mitt fólk sem er eins konar lofsöngur til þjóðarinnar: Mitt fólk! Mitt fólk! Við erum sífellt eitt, — ef andi þinn vill hvíld, er sál mín þreytt, ef þú vilt stríð, þá fer ég strax í stríð, við stöndum, föllum saman alla tíð. Ég sendi ljós í sorg og myrkur þitt, — í sorg og myrkri ert þú ljósið mitt. (Ljóðasafn III, bls. 110) í bókum sínum frá þessu skeiði lét Jóhannes sig alþjóðamál miklu varða, eins og hann gerði raunar æ síðar, en dæmi af þessu tagi eru ljóð eins og Félagi Dimitroff (1935), Spánn kallar, Ríkið í miðið, Sagan af signor Mussolini, Tékkar (1939) og Stalíngrad, Dagskipun Stal- íns og Der Fiihrer sem komu út í bókinni Sól tér sortna (1945). Einnig má minna á ljóðabók þá sem hann orti út af herstöðvarmálinu Sól- eyjarkvœði (1952). Ótal mörg fleiri ljóð mætti nefna en hér læt ég staðar numið. Af undanfarandi dæmum má þó ekki halda að allur kveðskapur Jóhannesar sé svo í sveit settur því að innan um alla þjóðfélagsádeiluna má sjá ljúfari mynd rómantískra daga sbr. Maíkvöld og Vorið góða (1935). í sömu ljóða- bók má einnig finna eins konar síldarbræðslu- rómantík, sem ég veit vart hvernig ég á að bregðast við, í ljóðinu Ung stúlka. Hann Ieggur áherslu á frjálsræði hennar, t.d. er hún með drengjakoll (Halldór Laxness skrifaði m.a. grein um drengjakollinn) og „á sig sjálf" eins og hann kemst að orði. En orð eins og „sólferskur saltfisksilmur“ og „svitadropanna angan“ þykja mér kjánaleg hversu mikil sem verka- lýðsrómantíkin er í verkinu. Eins og áður sagði, fjallar Jóhannes mikið um guð og afstöðu sína til hans í kvæðum sín- um.En hugmyndin um algóðan guð og síðan 3 Njörður P. Njarðvík er á sömu skoðun. Sjá á bls. 146-147. 4 Kristinn E. Andrésson. Islenskar nútímabókmenntir 1918-1948. Bls. 132. 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.