Mímir - 01.04.1986, Síða 90

Mímir - 01.04.1986, Síða 90
hann segist elska mennina og því geti hann aldrei skilið hinn góða guð fyrir að láta suma svelta og deyja. En eins og áður sagði er megineinkenni bók- arinnar friðurinn og róin og hið nána samband skáldsins og umhverfisins. Skáldið og hin und- ursamlega jörð sameinast í ljóðinu Jarðerni en þar skynjar höfundurinn jörðina og umhverfi sitt á dulúðgan hátt. Þannig ríkir viðkvæmni og ró einnig í ljóði Jóhannesr Varúð sem endar á þessum orðum sem eru í fullkominni andstæðu við kvæða- sniðið í Óljóðum: Ljóðið deyr ef við misbjóðum þögninni ef við ráðumst á leyndardóminn ef við brjótumst inn í musterið og reynum að handsama guð. (Ljóðasafn VIII, bls. 101) Snúum okkur nú að lokabókinni Ný og nið (1970). I áðurnefndu ljóði úr Tregaslag, Eftir- vœnting segir Jóhannes svo að ef hinir nýju frelsarar komi ekki í dag þá komi þeir sjálfsagt á morgun en síðan bætir hann við: Og dætur mínar munu horfa í gaupnir sér og álykta sem svo: ef þeir koma ekki á morgun þá hljóta þeirað koma hinn daginn. (Ljóðasafn VIII, bls. 46) Það er einmitt til afkomenda sinna sem Jó- hannes lítur í upphafsflokki síðustu bókar sinnar í Óðurinn um oss og börn vor. Þar yrkir hann um hringrás lífs og dauða. Kynslóðir koma og kynslóðir fara, hinir ungu eru fullir af uppreisnarkrafti og trúa á kraftaverkið: endur- fæðingu mannsins í jafnrétti og bræðralagi. En þeir sem eru ákveðnir í að frelsa heiminn með orðum eða blóði rekast á veggi veruleikans og skýjaborgirnar hrynja. En mitt í niðurlæging- unum, þar sem sögueyjan er fótaskinn varn- artrúðsins mikla, og sigri dauðans yfir lífinu rís vonin. Börnin eru framtíðin og það verður þeirra að frelsa heiminn með því að skapa hann í sinni mynd. Hin nýja kynslóð mun gefa framtíðinni merkingu og lyfta ódauðlegum manninum upp úr viðbjóðnum: Þess bíðum vér gamlir bakhúsgestir Sjálfir sviptir uppreisnarkraftinum Því draumórar vorir hafa umhverfst í martröð Pennarnir upplitazt bókfellin gulnað Vaninn og efinn slæft raddirnar Þær láta nú sem annarlegt bergmál hins liðna í hlustum þeirrar ungbornu kynslóðar Sem hefur verið svikin um dýrð fyrirheitsins En getur þó ein bjargað himni og jörð (Ljóðasafn VIII, bls. 1 16) Draumórar hinna gömlu ntanna hafa um- hverfst í martröð, Stóri Sannleikur hefur verið grafinn í Kirkjugarði Hugsjónanna eins og seg- ir í ljóðinu Staðið yfir moldum. Heimsmálin lætur Jóhannes sig skipta sem áður. Dæmi um það eru ljóðin Hinir útvöldu, Félagi og Skeyti til Prag en í því síðastnefnda kveður nú við annar tónn en forðum daga er Tékkar voru átaldir fyrir dáðleysi sitt er land þeirra var hremmt í klær nasismans.12 Dapurlegar hugmyndir ásækja Jóhannes. Hann er fullur kvíða og örvæntingu má greina í ljóðum eins og Ferðavísur, Úrslitastund, Milli steins og sleggju, Viðlag, Dularfull fyrirbrigði og í mörgum öðrum. Örvæntingin hefur gert Jóhannes svartsýnan er hann stendur dapur framnti fyrir dauðanum því að ekkert hefur unnist. Svo segir í Hið brothætta gler með vís- un í Sólarljóð: Kvalarinn hefur fleygt mér inn í forsælu dauðans — mjög er ég nú úr heimi hallur. (Ljóðasafn VIII. bls. 145) Og skáldið kveður náttúruna sem alltaf hefur verið honunt svo góð, blómin sem hresstu hann á döprum stundum: Úr lifandi bikurum ykkar teygaði ég svo áfenga veig að ég varð ofurlítið rykmý í veröldinni sem sveimaði allt í kringum ykkur á tíbrárvængjum gleðinnar. Eg er kominn til að kveðja ykkur: ringluð dægurfluga sem verðurað fjúkandi hismi í nótt. (Dœgurfluga, Ljóðasafn VIII, bls. 173) 12 Sbr. orð Njarðar P. Njarðvík í Vort er ríkið,bls. 154. 90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.