Mímir - 01.04.1986, Page 92

Mímir - 01.04.1986, Page 92
Þjóðfélagsleg baráttuljóð Jóhannesar teygja sig einnig yfir stóran hluta kveðskaparferils hans. Ef eitthvað er, verður byltinga- og bar- áttukveðskapur Jóhannesar dýpri og margræð- ari eftir því sem á líður eða með Sjödægru og þeim bókum sem henni fylgdu. Hin rómantísku lífsviðhorf fylgdu Jóhannesi alla tíð. Náttúran var honum uppspretta feg- urðar og innra samræmis. Segja má að baráttu- ljóð hans hafi verið í ætt við hin gömlu þjóð- frelsisljóð rómantísku skáldanna. Hann lifði í heimi þar sem orð og gjörðir höfðu merkingu, skáldskapur hans hafði boðskap fram að færa, ljóðin höfðu markmið. Þannig skildi hann ekki lífsfirringarafstöðu „módernistanna“ íslensku að „markmið væri einfeldni boðskapur móðg- un“. Þannig má einnig kalla persónudýrkun hans rómantísks eðlis. Hann trúði að til væru mikilmenni, snillingar sem leiða ættu þjóðirnar til betra lífs. Jóhannes hafði alla tíð djúpa samkennd með þjóð sinni og sögu hennar. Hann trúði á fólkið og landið af öllu hjarta, segja má blindu hjarta hins rómantíska skálds, og sveið því sárt niður- læging þess. Hann átti sér von um sigur hinnar íslensku alþýðu, sigur ljóssins yfir myrkrinu, og þá von hélt hann í til dauðadags. Heimildir 1 Bjarni Benediktsson frá Hofteigi. Bókmenntagreinar. Reykjavík 1971. (greinar um Jóhannes úr Kötlum). 2 Erlendur Jónsson. íslensk bókmenntasaga 1550—1950. Reykjavík 1977. 3 Eysteinn Þorvaldsson. Könnun Sjödægru. Mímir 17. Reykjavík 1971. 4 Halldór Guðmundsson. Sjödægra, módernisminn og syndafall íslendinga. Svart á hvítu 2. hefti 1978. 5 Jóhann' Hjálmarsson. fslensk nútímaljóðlist. Reykjavík 1971. 6 Kristinn E. Andrésson. íslenskar nútímabókmenntir 1918-1948. Reykjav.ík 1949. 7 Kristinn E. Andrésson. Um íslenskar bókmenntir. Rit- gerðirll. Reykjavík 1979. 8 Ljóðasafn Jóhannesar úr Kötlum I —VIII. Heimskringla. Reykjavík 1972 — 1976. 9 Njörður P. Njarðvík. Vort er ríkið. T.M.M. 2. hefti 1978. 10 Óskar Halldórsson. „... hvernig skal þá ljóð kveða?" T.M.M.2. hefti 1975. 11 Sveinn Skorri Höskuldsson. Með barnsins trygga hjarta. T.M.M. 2. hefti 1978. Mímir þakkar eftirtöldum aðilum veittan stuðning Hampiðjan Lifrarsamlag Stakkholti 4 Rvík V estmannaeyj a Strandvegi 50 Vestmannaeyjum Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Kaupfélag Norður Þjóðvinafélagsins Þingeyinga Skálholtsstíg 7 Rvík s. 621822 Ásbyrgi 92

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.