Mímir - 01.06.1997, Page 6

Mímir - 01.06.1997, Page 6
Jóhannes B. Sigtryggsson Konráð Gíslason og íslenzkan 1. Inngangur' Ovíst er hvort nokkur hefur haft meiri áhrif á íslenzka stafsetningu og málrækt en Fjölnis- maðurinn og mál- fræðingurinn Konráð Gíslason. Ýmis afskipti hans af íslenzku máli er viðfangsefni þessar- ar ritgerðar.2 Fyrst verður fjallað um af- skipti Konráðs af stafsetningu,3 síðan um bókafregnimar því næst Dönsku orðabókina og að * Fyrsta gerð þessarar greinar var lokaritgerð í námskeiðinu Semínar- æfmgar 2 vorið 1997 við Háskóla íslands. Aðalgeir Kristjánsson las uppkast og þakka ég honum ýmsar gagnlegar ábendingar. Kristján Árnason og Ellert Þór Jóhannsson lásu einnig ritgerðina yfir og þakka ég þeim. 2 Björn M. Ólsen (1891) reit ítarlegasta æviágrip Konráðs. Finnur Jónsson samdi eftirmæli (1891), Aðalgeir Kristjánsson ritaði aldar- minningu (1991) og Jón Helgason skrifaði einnig stuttlega um hann (1980). Benedikt Gröndal lýsir mjög skemmtilega kynnum sínum af Konráði í ævisögu sinni Dægradvöl. 1965. Reykjavík. Bezta yfirlitið um málfræðistörf Konráðs hefur Guðrún Kvaran ritað (1991). Meðal merkra rita sem Konráð samdi og ekki eru til umfjöllunar hér eru: Oldnordisk Formlære. Förste hæfte. 1858. Kaupmannahöfn. [Aðeins kom út eitt hefti af þessari fomíslenzku málfræði, um ritið sjá Guðrúnu Kvaran (1991:57-8)]; Um Frum-parta íslenzkrar túngu í fornöld. 1846. Kaupmannahöfn [Þessi stórmerka bók inniheldur mállýsingu fom- íslenzkunnar byggða á rannsókn á tuttugu og þremur handritum. Hún inniheldur fjölda bandréttra sýnishorna úr textum. Bjöm M. Ólsen segir um þetta verk (1891:66): „Það má með sanni segja, að með þessu riti hefjist ní öld í íslenskri málfræði og útgáfum forníslenskra rita“, um ritið sjá Guðrúnu Kvaran (1991:52-55)]. Konráð átti stóran hlut í þeirri íslenzku orðabók sem síðar varð orðabók Cleasbys (1874): „Konráð Gíslason vann firir þennan mann í 7 ár og firir erfingja hans í önnur 7, eins mörg ár samtals og Jakob vann firir Rakel, og safnaði með aðstoð ímsra Islendinga öllu eða mestöllu efninu í orðabók þá sem síðar kom út með nafni Cleasbys“ (Bjöm M. Ólsen 1891:69). Ég fer ekki út í athuganir á henni hér en þeir sem vilja fræðast meira um þátt Konráðs í gerð hennar er bent á inngang Björns M. Ólsens að Efterladte skrifter II (1897) og sýnishom af vinnu Konráðs og samstarfsmanna hans við orða- lokum um stafsetninguna á bréfum hans. Aðalheimildir eru greinar, bréf og rit Konráðs og bókafregnir í Fjölni. 2. Afskipti af stafsetningu 2.1 Fjölnisstafsetningin Konráð kveður sér hljóðs í öðrum árgangi Fjölnis (1836) með tímamótagreininni Páttur umm staf- setníng. í þessari fyrstu fræðigrein sinni setur hinn hugdjarfi æskumaður fram þá kenningu að fram- burðurinn eigi að vera einkaregla stafsetning- arinnar, sem þýðir að stafsetning orða eigi aðeins bókina sem er á blaðsíðum 273-293 í sama riti. Eftir Konráð liggja nokkrar útgáfur fornra texta: Hrafnkelssaga (með R G. Thorsson 1839) [Konráð skrifaði sjálfur allharða bókafregn um sína eigin útgáfu í Fjölni 6 (1843):66-67], Droplaugarsonasaga (1847), Tvær sögur af Gísla Súrssyni (1849), Fóstbræðrasaga (1852), Elucidarius (1858) og Njála (með Eiríki Jónssyni 1875, 1879, 1883, 1889). Konráð gaf auk þess út Sýnisbók íslenzkrar tungu og íslenzkra bókmennta í fornöld. 1860. Reykjavík. [560 blaðsíðna bók með sýnishomum úr 44 verkum, flestum áður óútgefnum.] Einnig samdi Konráð bók með skýringum við dróttkveðnar vísur (Udvalg af oldnordiske skjaldekvad. 1892. Kaup- mannahöfn [Finnur Jónsson sá um útgáfuna]). Dróttkveðnar vísur voru aðalviðfangsefni Konráðs síðustu áratugi ævi hans og liggja eftir hann allmargar greinar um þær. Yfirlit um greinaskrif Konráðs er hjá Finni Jónssyni (1891:298-300) og Guðrúnu Kvaran (1991:58-61). Aðalgeir Kristjánsson (1991 b) hefur gefið út skjöl sem tilheyra umsókn Konráðs um dósentsstöðu 1847 við Hafnarháskóla. Þar rekur Konráð störf sín til þess tíma. 3 Greinar Konráðs í Fjölni um íslenzka stafsetningu eru þrjár: Þáttur umm stafsetníng. Fjölnir 2 (1836):3-37; Þáttur um stafsetníng. 2. Svar til Árna-bjarnar. Fjölnir 3 (1837):5-18; Um stafsetninguna á þessu ári Fjölnis. Fjölnir 7 (1844): 1-3. Ein hreinræktuð stafsetningargrein eftir Konráð birtist utan Fjölnis: é og je. íslendingur (1862):39, 58, 79-80 og 108 bls. 4

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.