Mímir - 01.06.1997, Síða 8
stafsetningar yrðu óreiða og ruglingur og vitnað
var í skrif Eggerts Olafssonar og Rasks gegn fram-
burðarstafsetningu. Konráð svaraði greininni árið
eftir í Fjölni (1837:5-18) og sagðist frekar trúa því
sem satt væri heldur en lærðum mönnum.9 Hann
áréttar að einkaregla stafsetningarinnar eigi að vera
framburðurinn. í desemberhefti Sunnanpóstsins
kom síðan önnur grein gegn nýmælum Konráðs
sem hann svaraði ekki.10 Höfundur þessarar síðari
greinar dregur í efa að það sé auðveldara fyrir börn
að læra framburðarstafsetningu en uppruna-
stafsetningu eins og Konráð hafði haldið fram, því
stafimir verða oft fleiri, t.a.m. ekkji fyrir ekki
(Sunnanpósturinn: 182-3). Greinarhöfundur lofar
einnig málfræðistörf Rasks en um Fjölnis-
stafsetninguna og málfræði Konráðs segir hann:
„ ... má ei fræði heita, heldur allra gagn“.n Þessi
ritdeila varð ekki langlífari.
2.2 Dregið í land
Hlé varð gert á útgáfu Fjölnis 1839 eftir útgáfu
fimmta árgangs og hófst hún ekki aftur fyrr en
1843. Sjöundi árgangurinn (1844:1-3) hefst á grein
eftir Konráð sem ber nafnið Um stafsetninguna á
þessu ári Fjölnis.12 Nýir menn höfðu bætzt við
Fjölnisfélagið og Konráð var ofurliði borinn í
stafsetningarmálum. Tekin var upp stafsetning
Nýrra félagsrita, sem var byggð á stafsetningu
Rasks (1830) í flestum greinum. Konráð var ekki
ánægður með breytingamar en reit þó áðumefnda
grein til þess að útskýra þær.13 Hann segir þar
meðal annars til varnar framburðarstafsetningunni
9 „Enn so mikjils metum við eínskjis manns orð, að sannfæríng okkar og
röksemdirnar sem hún er sprottin af hljóti ekkji samt að vera í firirrijmi“
(Fjölnir 1837:6).
^ Amabjpm og Jeg. 1836. Sunnanpósturinn 2: 177-185. Talið er líklegt
að Ámi Helgason stiftprófastur í Görðum, sem áður var minnst á, hafi
ritað þessa grein (sbr. Bjöm M. Ólsen 1891:32-33).
*' Höfundur greinarinnar samdi vísu til háðungar Fjölnisstafsetningu og
er hún á þessa leið (1936:180):
Röílar raú enn gpflar graú,
gjaúlp oúsmaú til hjaúlpa maú,
hjoúlin þaú og oúlin aú,
íla blaú um sfla laú.
^ Umfjöllun um söguna að baki þessu afturhvarfi í stafsetningarmálum
er hjá Bimi M. Ólsen (1891:58-61), sjá einnig Eimreiðina 1926:365-6,
368,371-2.
Konráð segir til að mynda í bréfi: „Bölvanlega er mjer við að skrifa
hver f. //vnr“ (Bréf.51).
að „ ... rjettmæli og rjettritun er hvorugt komið
undir öðru“ (Fjölnir 1844:2) og um íhaldsmenn í
stafsetningarmálum, sem mæli sér um vit fram,
segir hann: „ ... og sannast hjer, sem optar, að sá
segir mest af Ólafi konungi, sem hvorki hefur
heyrt hann nje sjeð“ (Fjölnir 1844:2).14 Við lok
greinarinnar slíðrar hann þó stafsetningarsverðin
og segir: „ ... ekkert er eins óþolandi fyrir skyn-
samar verur og fullkomin óregla og vitleysa"
(Fjölnir 1844:3) og ákveður að fylgja uppruna-
stafsetningunni þaðan í frá. Eftir þetta notaði
Konráð aldrei aftur framburðarstafsetningu þá sem
hann bjó til og hafði hann raunar hætt að nota hana
nokkru fyrr í bréfum sínum.15
Upprunastafsetning sú sem notuð hefur verið
lengstum á þessari öld byggir á svokallaðri skóla-
stafsetningu.16 Hugmyndasmiður þeirrar staf-
setningar er af sumum talinn hafa verið Konráð.17
Öruggar heimildir vantar þó fyrir aðild hans að
sköpun þeirrar stafsetningar.
Excursus II: Ég hef tekið saman öll aðalafbrigði af
Fjölnisstafsetningunni, sem ég veit um. Tölusetning
afbrigða og flokkun er mín.
Fjölnisstafsetning nr. la: var fyrst notuð í öðrum árgangi
Fjölnis (1836). Hún er frábrugðin nútímastafsetningu í
eftirtöldum atriðum:18
a) y, ý og ey voru lögð niður, t.a.m. þízkur.
b) ei var skrifað eí, t.a.m. þeír.
c) Á milli k, g og e var skrifað j, til að mynda kjet, gjeta.
d) je var ritað fyrir é.
e) Á undan ng var yfirleitt ritaður broddur, t.a.m. lángur.
14 Konráð nefnir einnig áform sín um að skrifa stafsetningarorðabók,
sem ekkert varð úr að hann skrifaði: „ ... og væri full þörf á heilli bók
um það efni, þar sem kalla má að alls ekkert sé til staðar áður“ (Fjötnir
1844:3).
15 Tvö síðustu bréfin sem Konráð skrifaði með Fjöinisstafsetningunni
eru frá árunum 1840 og 1841 (Bré/:XVII, 50-52).
16 Skólastafsetningin snýr að ýmsu leyti aftur til þeirrar stafsetningar
sem Rasmus Kristján Rask (1830) innleiddi (sjá Jón Aðalstein Jónsson
1959:86-87). Aðalhöfundur skólastafsetningarinnar var Halldór Kr.
Friðriksson, yfirkennari í lærða skólanum, sem var einn af síðari
Fjölnismönnum. Þeim sem vilja fræðast um skólastafsetninguna er bent á
bók hans íslenzkar rjettritunarreglur. 1859. Reykjavík.
17 Sbr. ummæli Jóns Aðalsteins Jónssonar (1959:84-5). Til að mynda
greindi Konráð að tvennskonar æ í síðari bréfum sínum eins og Halldór
Kr. Friðriksson vildi að yrði gert í skólastafsetningunni.
18 Konráð tók sjálfur aldrei skipulega saman reglur Fjölnisstafsetningar-
innar enda var í raun aðeins ein ritregla: einkaregla framburðarins.
6