Mímir - 01.06.1997, Síða 9
f) -fl var ritað -bl í innstöðu og bakstöðu, t.a.m. ebla.
Auk þessa voru sumar málbreytingar og brottföll sýnd í
stafsetningunni, t.a.m. so fyrir svo og hvur fyrir hver.
Til þess að hlífa lesendum var z víða haldið, x var
ekki lagt niður, á, ó og æ voru ekki rituð sem tvíhljóð og
tvöfalt samhijóð var skrifað á undan öðru samhljóði eftir
uppruna, t.d. þekkt. Ekki var heldur notað sér tákn fyrir
önghljóðs g þrátt fyrir að Konráð hafi haft slíkt tákn í
stafrófi sínu (Fjölnir 1836:16).
Fiölnisstafsetning nr. lb: A þriðja ári Fjölnis (1837:17)
voru eftirtaldar breytingar gerðar á stafsetningu nr. la:
1) x var skrifað gs, t.d. lags f. lax.
2) j var ávallt ritað á eftir framgómuðu k eða g, t.a.m.
Kjína f. Kína.
Fjölnisstafsetning nr, 1: Stafsetning sú sem Konráð lýsti
(sbr. Þáttur umm stafsetníng. Fjölnir 2 (1836:3-37)) og
hann vildi að kæmist á að lokum. Þessi stafsetning hafði
að einkareglu framburðinn. Hún var aldrei notuð
skipulega í Fjölni né annarsstaðar.19 Hún er frábrugðin
stafsetningu nr. lb í eftirtöldum atriðum:
a) au skrifað öí, t.d. Köípmannahöbn.
b) æ, ó og á skrifuð aí, oú og aú, t.a.m. Graínland,
sjoún, laún.
c) z er allstaðar felld niður, t.a.m. þískur f. þýzkur.
d) Tvíhljóð og ú og í rituð á undan ng, t.a.m. aúng, íng,
oúng, eíng, öíng, úng.
e) -gj- > -í- t.a.m. bagi (bagji) > baíi.
f) -ígj- > ) t.a.m. vígja > vía, lygi ilýgji) > líi.
g) -igj- > -í-, t.a.m. svigi (svigji) > svíi.
h) -úgj- > -új-, t.a.m. múgi (múgji) > múji.
i) Önghljóðs g greint frá lokhljóðs g með striki ‘£’.20
j) Táknið ‘v’ er alltaf notað fyrir önghljóðið [v], til að
mynda hevur.
k) ‘ft’ er ritað þar'sem pt ætti að vera eftir uppruna, til að
mynda skjifti.
l) ‘bn’ þarsem fn ætti að vera eftir uppruna, til að mynda
ebna.
í fundabók Fjölnisfélagsins, 16. fundi 1843 (Eimreiðin
19 Sumar fundargerðir Fjölnisfélagsins komast nálægt því að vera ritaðar
með henni (Eimreiðin 1926, 1927). Bréf til Jóns Péturssonar frá lOda
maí 1843, sem einnig virðist hafa átt að senda kaupendum Fjölnis, og
Brynjólfur Pétursson ritaði, er einnig með slíkri stafsetningu. Aðalgeir
Kristjánsson birtir bréfið (1972:74-5).
20 Þetta g-tákn er notað í fundarbók Fjölnisfélagsins, 22., 23., 24., 25. og
27. fundi. Það eru einu dæmin sem ég þekki um notkun þess (Eimreiðin
1926:369-71).
1926:365), er merkileg heimild um síðustu tilraunir
Konráðs til þess að koma á framburðarstafsetningu:
... K. Gjíslason hafði tekjið til imsar breítingar ...
t.a.m að b skyldi rita firir f firir framan 1 og n öi firir
au og mart fleíra, að þar sem f er vant að skrifa firir
framan ð, skuli skrifa b, ai firir æ, að f skjildi haldast
firir framan t, g skjildu stungin þar sem so ber undir;
að eí skjildi ritast firir e g og e. g. j. það er að skjilja
að sleppa g og j þar sem það heirist ekkji í
framburðinum t.a.m. þiggjandi af lag á að skrifa
lagi, að z skjildi hvurgji skrifa.
Aðrar stafsetningargerðir í Fiölni: Stafsetningin á fyrsta
árgangi Fjölnis var í flestu sú stafsetning sem Rask kom
fyrst fram með í Lestrarkveri handa heldri manna
börnum (1830). A sjöunda ári Fjölnis (1844) var tekin
upp stafsetning Nýrra Félagsrita, sem var Raskstaf-
setningin nærri óbreytt. Hélzt sú stafsetning á Fjölni unz
hann hætti að koma út.
3. Bókafregnir
Bókafregnir þær sem Konráð skrifaði í Fjölni árin
1843-45 höfðu mikil áhrif. Konráð athugaði mjög
nákvæmlega málfar textanna en skipti sér lítið af
innihaldi þeirra.21 Villur tók hann skipulega fyrir
og flokkaði þær.22 Konráð var gagnrýndur af
ýmsum fyrir óþarfa smásmygli og svaraði hann
þeirri gagnrýni í sjöunda árgangi Fjölnis (1844:71)
með orðum sem gætu hafa verið einkunnarorð
hans: „ ... nú sje öll nauðsyn, fremur enn nokkurn
tíma fyr, að vanda allar gjörðir sínar, stórar og
smáar“.
Excursus III: Eg hef farið í gegnum þær bókafregnir
Fjölnis, sem Konráð er talinn hafa skrifað, og hef safnað
saman athugasemdum Konráðs um dönskuskotið mál og
sett í töflu. I fyrri dálki eru orð, orðasambönd og setningar
21 „Hann leggur first og síðast áherslu á það, að orðfærið sje fagurt og
hreint; málið er honum firir öllu. Enginn íslenzkur ritdómari hefur
nokkumtíma verið jafnstrangur og hann í þessu efni“ (Bjöm M. Ólsen
1891:61-62).
22 í bókafregn í Fjölni 7 (1844:95-99) skiptir Konráð athugasemdum
sínum í eftirfarandi flokka: 1) Ritsháttur og lögun á orðum; 2) Orða-
tiltæki, orðamerkingar o.s.frv.; 3) Dönskublendingar. I bókafregn í Fjölni
8 (1845:59-71) eru eftirfarandi flokkar: 1) Stafsetning; 2) Setning
greinarmerkja; 3) Mynd eða lögun orða; 4) Gallamir á orðfærinu.
7