Mímir - 01.06.1997, Síða 15

Mímir - 01.06.1997, Síða 15
au er ritað ‘öí’ og ‘öi’: söiðsvartur 44, döíður 50, Köípmannahöbn 51. æ er ritað ‘aí’:faírir 50, Graínlenskji 50. egi er ritað ‘eíji’: dreíjið 45. yga, ýja er ritað ‘ía’: nía 46, tíað 47. agi er ritað ‘aíi’:fostudaíinn. Þriðja skeiðið Eftir að Konráð hætti að nota Fjölnisstafsetninguna og tók aftur upp upprunastafsetningu urðu engar róttækar breytingar á stafsetningu hans. Þó varð hún hægt og hægt fomlegri og til að mynda notar hann ð sem upphafsstaf eins og tíðkaðist í sumum fornum handritum: „Gætu Ðjer komið“ (Bréf.2\5). Einnig skrifar hann ðjer einu sinni og hefur við það eftirfarandi neðanmálsgrein í bréfinu: „Fyrirgefið sjervizkuna" (Bréf:220). Konráð stafsetur þó stundum eftir framburði og hef ég tínt saman nokkur dæmi um slíkt frá þessu skeiði: yf’rum 81, ekkjert 83 og 103, valla 90, ukkur 92, ukkar 97, Krissjáni 99, „sumir á tjei eða kafi“34 114, flöiel 141, öngvan 155, ötluðum 168, sona 215, á miðkudaginn 228. Stafsetningarvenjur úr æsku Konráðs koma stöku sinnum fyrir, til að mynda sendt 156, sikri 90, findinn 91 og veyk 193. 6. Lokaorð Konráð Gíslason unni íslenzkri tungu og vann henni margt til heilla á langri starfsævi. Fyrst vann hann að breytingum á íslenzkri stafsetningu og eru tillögur hans og hugmyndir á því sviði byltingar- kenndar. Bein áhrif þessara tillagna urðu þó lítil.35 Næst sneri Konráð sér að því að bæta og hreinsa málfar á íslenzkum ritum (sbr. bókafregnimar). Hann barðist gegn dönskum áhrifum og hirðuleysi í málfari og hafði þar allmikil áhrif. Einna mest áhrif í þá átt hafði Dönsk orðabók (1851). Með nokkrum rétti má segja að hún hafi verið eitt mikil- vægasta rit málhreinsunarstefnunnar langt fram á þessa öld. Konráð var í senn byltingarsinni og íhaldsmaður en fyrst og síðast var hann einlægur unnandi íslenzkunnar. 34 Ef stafsetningin gefur sanna mynd af framburði þessara tökuorða hefur hann verið mjög ólíkur nútímaframburði þeirra. 35 Seinna fengu hugmyndir Konráðs um framburðarstafsetningu fylgis- menn og hafði mest áhrif Bjöm M. Ólsen (1881,) sem vildi leggja niður ‘y’. T, ‘ey’ og ‘z’. Heimildir Aðalgeir Kristjánsson. 1972. Bynjólfur Pétursson, ævi og störf. Reykjavík. _______. 1991a. A aldarártíð Konráðs Gíslasonar. Andvari 33:65-94. _______. 1991 b. Frá Konráði Gíslasyni. Skagfirðingabók 20:71 -91. Armann á Alþíngi eda almennur Fundur Islendínga 4. Kaupmannahöfn 1832. [Ljóspr. í Reykjavík 1945.] Bjöm M. Ólsen. 1881. Um stafsetning. Firirlestur fluttur í „hinu íslenzka kennarafjelagi". Tímarit um upppeldi og menntamál 2. _______. 1891. Konráð Gíslason. [Sjerprent úr Tímariti Bókmenntafjelagsins 12. 96 bls.] Bréf- Bréf Konráðs Gíslasonar. 1984. Aðalgeir Kristjánsson bjó til prentunar. Reykjavík. Cleasby, Richard og Guðbrandur Vigfússon. An Icelandic-English Dictionary. Oxford. (2. útg. 1957). Eimreiðin = Fundabók Fjölnisfélags, með skýringum eftir Matthías Þórðarson. 1926-7. Eimreiðin 32:85-92, 184-87, 260-79, 359-74; 33:84-90, 182-196. Finnur Jónsson. Konráð Gíslason. Arkivför nordisk filologi 7. 1891:291-303. Fjölnir. Ár-rit handa Íslendíngum. 1-9. Kaupmannahöfn 1835-1847. [Ljóspr. Reykjavík 1943.] Guðrún Kvaran. 1991. Konráð Gíslason málfræðingur og orðabókarhöfundur. Skagfirðingabók 20:47-71. Islendingur. 1862. Reykjavík. Jón Aðalsteinn Jónsson. 1959. Agrip af sögu íslenzkrar stafsetningar. íslenzk tunga 1:71-119. Jón Helgason. 1980. Gíslason, Konráð. Dansk biografisk leksikon 5:193-4. Kaupmannahöfn. Kjartan G. Ottósson. 1990. Islensk málhreinsun. Sögulegt yfirlit. Rit íslenskrar málnefndar 6. Reykjavík. Konráð Gíslason. 1851. Dönsk orðabók með íslenzkum þýðingum. Kaupmannahöfn. _______. 1897. Efterladte skrifter. II. Forelæsninger og videnskabelige afhandlinger. Kaupmannahöfn. Rasmus Kristján Rask. 1830. Lestrarkver handa heldri manna börnum með stuttum skíringar- greinum um stafrofið og annað þartilheyrandi. Kaupmannahöfn. Sunnanpósturinn 2. Reykjavík 1836. 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.