Mímir - 01.06.1997, Qupperneq 16
Hugrún Hrönn Ólafsdóttir
Hlegið og grátið'
Af óhreinum meyjum á miðöldum
Inngangsorð
Frá ómunatíð hafa ís-
lendingar bæði hlegið
og grátið. Það eru
engin ný tíðindi. Um
aldir alda hafa Is-
lendingar fengist við
skáldskap. Það eru
heldur engin ný tíð-
indi.
fslenskir bók-
menntafræðingar hafa
löngum rómað forna sagnaarfleifð sína, sérstaklega
fyrir snilldarlega lýsingu á manneskjunni. Einkum
fyrir þá mannlegu reisn gagnvart harmsögulegum
viðfangsefnum sem einkennir bestu íslendinga-
sögumar. Harmurinn á sér fyrirmynd í hetju-
kvæðum Eddu og þar er gráturinn jafnmikilvægur
og í íslendingasögunum síðar þó að form
Eddukvæðanna sé ekki jafnmargbrotið. Bók-
menning íslendinga náði miklum þroska og reis í
hæð mikilla harmleikja þegar á þrettándu öld.
íslenskir forfeður okkar grétu. En hlógu þeir líka?
Öðruvísi inngangsorð
Rómönsuhefðin er talin eiga rætur sínar að rekja tii
Frakklands um miðja tólftu öld en hún breiddist
fljótlega út til annarra þjóða í Evrópu. A íslandi
fóru skáld að semja verk sem þáðu sitthvað frá
evrópsku rómönsunni um svipað leyti og telja má
líklegt að bæði fomaldarsögur og frumsamdar og
þýddar riddarasögur heyri undir þessa bókmennta-
grein. Venjan er sú að greina að fornaldarsögur
Norðurlanda annarsvegar og frumsamdar og
þýddar riddarasögur hinsvegar. í nýútkominni bók-
menntasögu Máls og menningar, II bindi, var sú
nýbreytni tekin upp að steypa yngri fomaldar-
sögum og frumsömdum riddarasögum saman í
einn flokk; rómönsuna. Ég tel að þessi flokkun sé
góð og gild, vissulega eiga þessar sögur margt
sameiginlegt. Augljóslega eru bæði riddara- og
fomaldarsögur fyrst og fremst skemmtisögur, af-
þreyingarbókmenntir, sem segja frá framandi
löndum og grárri fomeskju. Veruleiki sagnanna á
ekkert skylt við veruleika íslenskra bænda eða
höfðingja og því er líklegt að þessar sögur hafi
aldrei þótt trúverðugar, þær hafa ætíð verið skáld-
skapur og áheyrendur sagnanna hafa litið á þær
sem slíkar. Aðrar bókmenntategundir, ritaðar
snemma á íslandi, féllu fremur undir sagnfræði en
skáldskap. Þannig álitu helgisagnaritarar sig sagn-
fræðinga, raunsæið í helgisögum tók mið af veru-
leika guðspjallanna. Dýrlingasögur voru áframhald
hins guðdómlega sannleiks og jafnframt útlegging
hans. íslendingasögur gerast innanlands og þó að
greint sé frá utanförum hetjanna, þar sem mann-
raunir þeirra eru með ólíkindum, em sögurnar í
heild sinni fremur raunsæjar. Það er athyglisvert að
einmitt þegar hetjur Islendingasagnanna fara í vík-
ing til framandi landa verður frásögnin ýkju-
kenndari og óraunsærri, stendur næni rómönsu-
hefðinni, en þegar heim er komið tekur við hvers-
dagslegri lýsing í ætt við íslenskan veruleika. Það
er mikilvægt að hafa í huga þessa aðgreiningu
miðaldamanna á sagnfræði og skáldskap við lestur
fomaldarsagna og riddarasagna.
Norrænar fornaldarsögur og riddarasögur eiga
það sameiginlegt að efniviður þeirra er fomar
ýkjusögur, sagðar til skemmtunar. Fjarlæging í
tíma og rúmi gerði það að verkum að sagnimar
fengu á sig ævintýrablæ. Fjarlægðin gaf fólki
forræði til að spinna við sögurnar, bæta við þær
eftir eigin höfði. Fomaldarsögur verða ýkju-
kenndari eftir því sem á líður og að sama skapi
lengri. Miðaldamenn voru meðvitaðir um að
sögurnar voru skáldskapur og því var þeim eðlilegt
að bæta við kveðskap og minnum.2 Sennilegt er að
bæði áheyrendur og sagnaritarar hafi snemma áttað
14