Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 17

Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 17
sig á skyldleika þessara sagna og greint þær frá öðrum bókmenntategundum. Elsta heimild um fomaldarsögur er í „Þorgils sögu og Hafliða", þar sem sagt er frá brúðkaupi á Reykjahólum árið 11I9.3 Um sagnaskemmtunina á Reykjahólum hefur margt verið ritað og fræðimenn hafa deilt um áreiðanleika hennar og heimildagildi. Þorgils saga og Hafliða er talin hafa verið samin á fyrra helmingi þrettándu aldar, u.þ.b. hundrað árum síðar en brúðkaupsveislan var haldin.4 Það kann að vera að höfundur Þorgils sögu hafi kryddað frásögn sína með því að lýsa sagnaskemmtunum sem tíðkuðust á hans dögum. En svo getur líka verið að minningin um brúðkaupið á Reykjahólum hafi lifað í frásögum kynslóða þessa öld sem leið áður en atburðurinn var skráður á bók. Hér verður ekki tekin nein afstaða til heimildagildis Þorgils sögu og Hafliða enda þykir undirritaðri nægilega merkilegt að benda á að snemma á þrettándu öld er ljóst að fjarlægðin til fornaldarsagna er mikil og þá þegar efast menn um sannleiksgildi þeirra. Sög- umar eru kallaðar lygisögur. I doktorsriti Sverris Tómassonar, Formálum íslenskra sagnaritara á miðöldum, kemur fram að íslenskir sagnaritarar gerðu skýran greinarmun á því hvort þeir voru að skrifa sagnfræði eða sögu til skemmtunar.5 Sagnfræði og skáldskapur eru ólíkar tegundir og öðmvísi er sagt frá ótrúverðugum hlut- um en trúverðugum. Rómönsur vom frá upphafi ritaðar bókmenntir sem þáðu bæði frá epískum hetjuljóðum og verald- legum sagnfræðiritum. Með kveðskap trúbadúranna í Suður-Frakklandi á elleftu öld kom fram nýtt viðhorf til ásta. Astin var lofuð í sjálfri sér og á tólftu öld urðu til rómönsur á frönsku málsvæði.6 ‘Kurteis’ ást og riddaramenning breiddist fljótlega til annarra landa Evrópu, þar á meðal til íslands. Margir fræðimenn hafa talið að ritun íslenskra fomaldar- sagna hafi hafist eftir að þýðingar á frönskum riddarasögum fóm að berast til landsins, á þriðja áratug þrettándu aldar.7 Þá er talið að þýðingamar hafi verið íslenskum sagnariturum hvatning til að festa á bók eigin sögur um foma kappa. Sigurður Nordal er meðal þessara fræðimanna.8 Elstu handrit fomaldarsagna eru fremur ung. Hauksbók er talin elst þeirra og hún er rituð á fjórtándu öld.9 Olíkt öðrum bókmenntategundum, rituðum á miðöldum, er til ótölulegur fjöldi varð- veittra handrita sem hafa að geyma fornaldarsögur og riddarasögur. Vinsældir þessara sagna hafa verið gífurlegar og því má vel gera því skóna að handritin hafi síður staðist tímans tönn. Fornaldar- sögur Norðurlanda eru í veigamiklum atriðum ólíkar þýddum riddarasögum og því er ólíklegt að þær séu ritaðar undir áhrifum frá þeim. Riddara- sögur gerast í suðri en fornaldarsögur í norðri; sögumar breytast þegar farið er af einu sögusviði yfir á annað. Gott dæmi er frumsamda riddara- sagan Samsonar saga fagra þar sem höfundur leiðir áheyrendurna úr einum heimi í annan með því einu að skipta frá sögusviði riddarasagna yfir á sögusvið fomaldarsagna. I sögunni er að finna efni úr hvorri hefðinni fyrir sig en höfundurinn heldur þessum tveimur heimum algerlega aðskildum, bæði með efnistökum og stfl. Mikill munur er á gróteskum heimi norðursins og siðfáguðum heimi suðursins.10 Þannig er oft mikill munur á sögum innan sama flokks. I hugum sagnaritara voru forn- aldarsögur og riddarasögur skyldar bókmenntir en ritarar sagnanna réðu yfir ólflcum aðferðum til þess að koma skipulagi á efnivið sinn. Skyldleiki þessara sagna felst í sameiginlegum tilgangi þeirra; að skemmta. Bósa saga og Herrauðs tilheyrir flokki fom- aldarsagna en Möttuls saga heyrir undir þýddar riddarasögur. Báðar sögumar eru stuttar gaman- sögur sem fjalla um samskipti kynjanna á kátlegan hátt. I þessari grein mun ég líta nánar á þessar sögur og skoða hvað þeim er sameiginlegt en líka hvað greinir þær að. Norðrið Erfitt er að segja til um aldur Bósa sögu og Herrauðs. Elsta varðveitta handrit sögunnar er sennilega frá miðbiki fimmtándu aldar en það er ekki frumrit svo líklegt er að hún hafi verið rituð talsvert fyrr, ef til vill á fjórtándu öld. Sagan er til í tveimur gerðum. Sá texti sem notaður er hér er eldri gerð Bósa sögu, í útgáfu Sverris Tómassonar, og er handriti AM 586 4to fylgt að mestu. Sagan hefur varðveist í fjórum skinnhandritum, í tveimur þeirra er hún heil, AM 586 4to og AM 510 4to, í það þriðja, AM 577 4to, vantar eitt blað en í hinu fjórða, AM 343 4to, eru aðeins tvö brot.11 Bósa saga segir frá fóstbræðmnum Herrauði, sem er sonur Hrings konungs á Eystra-Gautlandi, og Bósa. Faðir Bósa er Þvari, gamall víkingur sem 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.