Mímir - 01.06.1997, Page 18

Mímir - 01.06.1997, Page 18
sestur er í helgan stein en móðir hans er Brynhildur baga, sem hafði verið skjaldmær og er dóttir Agnars konungs úr Nóatúnum. Bósi drepur Sjóð, bróður Herrauðs, og Hringur konungur kastar honum í hefndarskyni í dýflissu sína. Herrauður vill að eitt skuli yfir þá báða ganga og hann fær því að fylgja sömu leið. Fóstra Bósa, Busla kerling, kveður þá bæn yfir konungi svo að hann má sig hvergi hræra og verður að lokum að sleppa Herrauði og Bósa með þeim skilyrðum að þeir sæki konungi gammsegg sem er ritað gullstöfum að utan. I sendiförinni kemst Bósi yfir konu sem gefur honum upplýsingar um gammseggið. Her- rauður og Bósi fara samkvæmt fyrirmælum konunnar í hof, drepa óvætt, frelsa Hleiði konungs- systur og ná egginu. Hleiður verður heitkona Herrauðar og Bósi og Hringur konungur sættast. Hleiður var áður lofuð öðrum manni og henni er rænt. Bósi og Herrauður fara að leita hennar og Bósi sefur hjá annarri konu og fær hjá henni upp- lýsingar um ferðir þeirra sem rændu Hleiði. Bósi sefur svo hjá þriðju konunni og fær hjá þeirri upp- lýsingar um Eddu Háreksdóttur sem Bósi nemur á brott með sér til Gautlands. í lokin er bardaga Bósa og Herrauðar við Hárek konung lýst sem lýkur með sigri þeirra fóstbræðra. Bósi gerist konungur yfir Bjarmalandi en Herrauður tekur við rrki föður síns í Eystra-Gautlandi. Að öllum líkindum er Bósa saga skáldskapur frá upphafi til enda. Engar sögulegar heimildir segja frá þeim Herrauði og Bósa. Suðrið Möttuls saga er lausleg þýðing stuttrar franskrar ljóðsögu, Le mantel mautaillié, sem gerð var í Noregi á dögum Hákonar gamla. Hér er farið eftir texta íslendingasagnaútgáfunnar sem aftur fór eftir textum Gustafs Cederschiölds í Lundi 1877, en sú útgáfa er með franska textanum, og texta Gísla Brynjólfssonar, gefnum út í Kaupmannahöfn 1878.12 Möttuls saga fjallar á gamansaman hátt um skírlífispróf sem fram fer við hirð Artúrs konungs. Fagur möttull er sýndur hirðinni og sagt að aðeins þær konur sem eru trúar unnusta sínum geti klæðst honum. Annars komi í ljós á hvem hátt hver og ein brýtur reglur velsæmisins. Allir riddaramir, nema einn, vilja að unnustur þeirra máti möttulinn en það kemur í ljós að aðeins ein þeirra er eins hreinlíf og riddaraleg hugsjón gerir ráð fyrir. Það er unnusta riddarans sem síður vildi máta möttulinn á heitkonu sína. Möttuls saga er skáldskapur og þýðingin er nokkuð trú franska frumtextanum sem er í bundnu máli. Þó hefur sagan verið stytt í þýðingu og sumum atriðum breytt. Franski textinn er til prent- aður við hlið þess íslenska sem gerir samanburðinn auðveldan.13 Að sjálfsögðu er þó ekki alltaf hægt að miða við frumtextann því það em ekki bara íslensku handritin sem hafa varðveist misjafnlega heldur er varðveisla frumtextanna líka brotakennd. Hefð innan hefðar I Bósa sögu er sögusviðið hefðbundið fyrir forn- aldarsögur; Norðurlönd. I sögunni eru líka sagna- mynstur sem eru síendurtekin í mörgum fomaldar- sögum, sér í lagi vrkingasögum sem Bósa saga tilheyrir.14 Bósi lendir í ónáð hjá konungi, er sendur eftir gersemi inn í heiðið hof til þess að bjarga lífi sínu og hlýtur að lokum konungstign. I sögulok gerist Bósi konungur yfir Bjarmalandi en Bjarmalandsfarir eru algengar í fornaldarsögum. Þessar sögur hafa þegið margt úr ævintýrum og hefur Ruth Righter-Gold gert grein fyrir formgerð fomaldarsagna sem er náskyld formgerð ævintýra. Hún nefnir fimm þætti fomaldarsagna sem eru:15 1 Kynning 2 Æska hetjunnar 3 Astæða burtfarar 4 Röð ævintýra 5 Endir; hringnum lokað Bósa saga fellur ágætlega að þessum efnisþáttum, er hefðbundin fomaldarsaga að ytri byggingu. Sagan er einskonar millistig goðsagnar og raun- sæisskáldsögu. Aðalpersónan er maður en getur þó framið dáðir sem ekki eru á færi venjulegrar manneskju. Sagan hefst í heimi sem lesandinn þekkir en hún færir sig fljótlega yfir í óþekktan heim þar sem ólíklegustu hlutir geta gerst. Sagan er lík ævintýram, byrjar í jafnvægi og endar í jafnvægi; loka þarf þeim minnum sem hrundu atburðarásinni af stað. Persónusköpun er fábreytt í íslenskum rómönsum, líktog í ævintýram, og er söguhetjan Bósi þar engin undantekning. Bósi er dæmigerður kolbítur. Hann er: 16

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.