Mímir - 01.06.1997, Síða 21
með nokkurum manni, þá skal ek fyrr heldr veita
mér bráðan bana, ok nýtr mín þá engi.26
Konur í þýddum riddarasögum eru ávallt í hlut-
verki þolenda. Þær eru einskonar skiptimynt í
samningum valdsmanna. I riddarasögum er algengt
að ungur maður af lægri stétt, elski eiginkonu léns-
herra síns. Astin er ætíð háleit, andleg tilfinning og
holdlegur þáttur hennar er fordæmdur. Konan var
lofsungin sem einskonar tákn ástarinnar,.en athygli
lesandans beinist að karlinum og hans hugsunum
og þrám. Svona bregst aumingja Flóres við þegar
að honum er logið um lát unnustu sinnar,
Blankiflúr:
[...] en hann féll þremur sinnum á lítilli stundu í óvit.
En þá er hann vitkaðist, þá mælti hann svo: „Aufi,
aufi, dauði,“ segir hann, „hví gleymir þú mér nú og
leiðir mig eigi eftir unnustu minni? Móðir,“ sagði
hann, „leið mig til grafar Blankiflúr.“ En þá leiddi
konungur hann til grafarinnar, en Flóres fékk
nauðulega gengið. En þá er hann sá ritað á gröfina,
að: Hér liggur Blankiflúr, sú er mikla ást hafði á
Flóres, - þá féll hann tveimur sinnum í óvit, áður en
hann gæti talað, en síðan settist hann upp á gröfina
og tók að harma hana og gráta.27
Tristrams saga og Isöndar er fyrsta þýdda
riddarasagan og andi hirðmenningarinnar og af-
staðan til ástarinnar kemur vel fram í henni.
Tristram og Isönd geta aldrei sameinast í lifanda
lífi og þó að sagan sýni elskendunum ríka samúð
fordæmir hún holdlegan unað þeirra í milli.
Tristram sannar það með dæmi sínu að hægt er að
deyja úr ást í orðsins fyllstu merkingu:
Og snerist hann þegar upp til veggjar og mælti þá
með harmsfullri röddu: „Nú ertu, Isönd, mig hatandi.
Eg em nú syrgjandi, er þú vilt ekki til mín koma, en
eg sakir þín deyjandi, er þú vildir ekki miskunna sótt
minni. Eg em nú syrgjandi sótt mína og harmandi, er
þú vildir ekki koma að hugga mig.“ Þrisvar kallaði
hann Isönd unnustu sína og nefndi hana á nafn, en
hið fjórða sinn gaf hann upp önd sína með lífi sínu.28
Ég minntist á það áður að bæði Bósa saga og
Möttuls saga væru hefðbundnar að ytri gerð. Þær
eru það líka að nokkru leyti hið innra. Kven-
persónur þessara tveggja sagna eru innan hefðar-
innar; bændadætur tíósa sögu eru gerendur en
jungfrúr Möttuls sögu þolendur:
Bósi leit oft hýrlega til hennar og sté fæti sínum á
rist henni og þetta bragð lék hún honum. [...] En er
fólk var sofnað stóð Bósi upp og gekk til sængur
bóndadóttur og lyfti klæðum af henni. Hún spyr hver
þar væri. Bósi sagði til sín. ‘Því fer þú hingað?’
sagði hún. ‘Því mér var eigi hægt þar sem um mig
var búið,’ og kveðst því vilja undir klæðin hjá henni.
‘Hvað viltu hér gjöra?’ sagði hún. ‘En eg vil herða
jarl minn hjá þér,’ segir Bögu-Bósi. ‘Hvað jarli er
það?’ sagði hún. ‘Hann er ungur og hefir aldri í
aflinn komið fyrri, en ungan skal jarlinn herða.’
Hann gaf henni fingurgull og fór í sængina til
hennar. Hún spyr nú hvar jarlinn er; hann bað hana
taka milli fóta sér en hún kippti hendinni og bað
ófagnað eiga jarl hans og spurði því hann bæri með
sér óvæni þetta svo hart sem tré. Hann kvað hann
mýkjast í myrkholunni. Hún bað hannfara með sem
hann vildi. Hann setur nú jarlinn millum fóta henni;
var þar gata eigi mjög rúm en þó kom hann fram
ferðinni. Lágu þau nú um stund sem þeim líkar áður
en bóndadóttir spyr hvort jarlinum mundi hafa tekist
herslan en hann spyr hvort hún vill herða oftar, en
hún kvað sér það vel líka efhonum þykkir þurfa. [...]
Hún kvaðst eigi minna mundu launa honum gullið
og góða næturskemmtan en segja honum það sem
hann vill vita,29
Bóndadóttur virðist líka það bærilega þegar Bósi
gefur henni undir fótinn. Bósi gerir ekkert án
samþykkis bóndadótturinnar og þegar þau hafa
sofið saman vill hún launa Bósa fyrir góða nætur-
skemmtun með því að veita honum þær upp-
lýsingar sem hann þarf.
Nú tekur drottning fyrst möttulinn og leggur yfir sig.
Og verður hann henni svo stuttur, að hann tekur eigi
á hæla henni. En svo gjarna sem hún vildi eiga
möttulinn, þá mundi hann aldri hafa komið um
hennar háls, ef hún vissi, með hverjum galdri hann
var ofinn. Og roðnaði hún þegar í andliti af skömm,
og því næst bliknaði hún afangri og reiði, er eigi var
möttullinn mundangaf0
Drottningin er viljalaust verkfæri kóngsins sem vill
vita hvort hún hefði alla tíð verið trú. Drottningin
er göbbuð til að máta möttulinn, ólíkt bóndadóttur-
19
L