Mímir - 01.06.1997, Side 24

Mímir - 01.06.1997, Side 24
stuttar skáldaðar frásagnir, í bundnu máli, sem líta ástina jarðbundnum augum og þær voru því eins- konar mótvægi við upphafna ástarhugsjón riddara- sagnanna. Sögurnar fjalla flestar um samskipti kynjanna og persónur þeirra eru oftast tveir karlar og ein kona sem iðulega er gift öðrum karlinum en heldur við hinn. Algengt er að eiginkonan feli elsk- huga sinn einhversstaðar í húsi þeirra hjóna og síðan gengur sagan út á ástarleiki þeirra meðan bóndinn er að heiman. Fabliaux eru mjög fjandsamlegar í garð eiginkonunnar. Konan er flagð undir fögm skinni og beitir mörgum ljótum brögðum til að seðja líkama sinn. Sögumar einkennast af orðaleikjum og skrauthvörfum þar sem ýjað er að kynferðislegum gjörðum eiginkonunnar og elskhugans. Möttuls sögu svipar til fabliaiaö5 og Sverrir Tómasson telur í grein sinni, „Hugleiðingar um horfna bókmenntagrein“, að Möttuls saga tilheyri þessari tegund sagna. Hann segir söguna að vísu lausa við skrauthvörf og að orðaforði hennar tilheyri ekki klúru orðfæri fabliaux.36 Að mestu leyti er Möttuls saga laus við orðbragð fabliaux en þó em í henni dónalegir orðaleikir: [...] hefir upp lyft sínum hægra fæti, en hinum vinstra hefir hún kyrr legið, meðan hún leyfði það, er hún vildi, þeim er henni líkaði.37 Og megum vér þó að sönnu sjá, að eigi er unnasta þín þar vel huld, er lendar hennar eru berar. Nú segi eg það öllum á heyröndum, að hún er því vön að iáta smánar- laust þjóna sér aftan, svo sem skikkjan sýnir berlega.38 22

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.