Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 29
meira í baksýn, en fram koma á sjónarsviðið ný
skáld nýrrar tegundar.2
Inn í þetta umhverfi steig hin nýja skálda-
kynslóð og á árunum 1918-19 gáfu fjórir ungir
höfundar út fyrstu bækur sínar, Stefán frá Hvítadal,
Davíð Stefánsson, Sigurður Nordal og Halldór
Guðjónsson frá Laxnesi. Margir vilja meina að
þama hafi í senn risið hátindur nýrómantísku
stefnunnar og lokaskeið, og það má að einhverju
leyti til sanns vegar færa:
Öll sigldu þessi skáld úr vör undir fána ný-
rómantíkur og öll áttu þau eftir að hafa mikil áhrif á
íslenskar bókmenntir, hver á sinn hátt...Svo nærri var
komið hvörfum í bókmenntunum að ekki liðu nema
þrjú ár frá útkomu Svartra fjaðra e. D. Stefánsson
þar til önnur bók kom út og skáskældi titilinn: Hvítir
hrafnar eftir Þórberg Þórðarson. Ekki einasta titillinn
var stæling, ljóðin skopuðust mörg hver beint eða
óbeint að viðkvæmum skáldskap samtíðarinnar.3
Það má því vera ljóst að þetta voru miklir
umbrotatímar á íslandi, sem og erlendis, og bók-
menntastefnur jafnt sem aðrar stefnur voru fljótar að
úreldast eða endumýjast. Hér heima biðu menn í
ofvæni eftir því að eitthvað nýtt og ferskt liti dagsins
ljós, eitthvað í anda hins nýja tíma, enda var þjóðin
rétt að byrja að njóta ávaxta þeirrar menningar sem
heimsstyrjöldin hafði ógnað. Kristinn E. Andrésson
segir helsta einkenni bókmenntatímabilsins 1918-
1930 vera formleysi og óskapnað4 * en það er full
djúpt í árinni tekið, sérstaklega með það í huga, að á
fyrri hluta þessa tímabils risu nýrómantísku skáldin
hæst. Þeirra verk em langt frá því að vera formlaus,
enda börðust þau gegn t.d. svokölluðu skáldaleyfi
og settu fram stranga kröfu um óaðfinnanlegt form,
sem olli mikilli breytingu á meðferð bundins máls.
Margir telja að á fyrri hluta aldarinnar hafi verið
betur ort en á öldinni þar á undan, og þeir form-
snillingar orðið til sem mestir hafi orðið með
þjóðinni.61 þeirra hópi var Stefán frá Hvítadal.
2 Kristinn E. Andrésson 1949, bls. 11.
3 Heimir Pálsson 1990, bls. 149-150.
4 Kristinn E. Andrésson 1949, bls. 33.
6 Skáldaleyfi felst m.a. í að setja braglýti inn í kveðskap til að halda
forminu, t.d. með því að ríma saman “sé” og “innyfle”.
Hver var Stefán frá Hvítadal?
Stefán Sigurðsson frá Hvítadal fæddist á Hólmavík
árið 1887, annaðhvort 11. eða 16. október,7 en eins
og svo margt annað sem við kemur skáldinu er
ýmislegt á reiki um nákvæma tímasetningu þessa
atburðar. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson
trésmiður og kona hans, Guðrún Jónsdóttir. Stefán
var fimmti í röð átta alsystkina, en einnig átti hvort
foreldri hans um sig eitt barn fyrir hjónaband. A
öðru aldursári var Stefán sendur í fóstur til frænda
síns, Jóns Þórðarsonar í Stóra Fjarðarhorni fyrir
botni Kollafjarðar og var hann þar til 1903, en svo
í Hvítadal og víðar til 1905, er hann kom sér suður
og settist á skólabekk í Flensborgarskóla í Hafnar-
firði. Lítið varð úr náminu, Stefán stóð stutt við og
fór fljótlega til ísafjarðar þar sem hann hóf prent-
nám, en ekki var áhuginn á því námi neitt meiri. A
Isafirði skrámaðist Stefán á fæti og var lengi frá
vinnu, en dró að fara til læknis, svo ígerð komst í
sárið. Fróðir menn telja að þetta sé meginorsök
þess að fótinn varð að taka af við ökkla 1907.
A Isafirði gaf hann út blaðið Aftanskin í félagi
við aðra unga prentnema og þar birti Stefán fyrsta
kvæðið sitt, Haustdægur, undir dulnefninu Hall-
freður vandræðaskáld. I ljóðinu kemur fram ást
hans á vorinu, sem seinna varð einkenni á lífs-
glaðari kveðskap hans. Ljóðið sjálft þótti litlum
tíðindum sæta en fékk þó vinsamlega dóma. Stefán
dvaldist á ísafirði til vorsins 1906, en fór þaðan til
Reykjavíkur til að finna sér vinnu og settist fljót-
lega að í Unuhúsi. í Reykjavík vann Stefán m.a.
við vegagerð og prentiðn. Árið 1907 fékk hann
taugaveiki og var lagður inn á Landakotsspítala.
Þeirri vist lauk með áðurnefndri aðgerð, þar sem
annar fótur skáldsins var tekinn af því. Það hefur
varla verið upplífgandi reynsla fyrir tæplega
tvítugan ungling að lenda í þessum hremmingum
og fatlast fyrir lífstíð, enda leitaði Stefán í faðm
fósturforeldra sinna í Hvítadal strax og hann var
laus af spítalanum, eftir 228 daga vist. Þar var
hann veturinn 1907-1908, en haustið 1908 fór hann
aftur til Reykjavíkur, nú til að læra ljósmyndun.
Ekki lauk Stefán því námi frekar en öðru, en
miklar þjóðsögur hafa sprottið af því að Stefán hafi
prettað fé af hrekklausu fólki með ljósmynda
6 Sbr. Hannes Pétursson 1957, bls. xii-xiv.
7 Skriftin í kirkjubókinni var víst ekki nógu góð til að skera úr um þetta,
segir Ivar Orgland.
27