Mímir - 01.06.1997, Síða 31
þess, að hollusta við skáldskap sé trúnaður við
eigin tilfinningu. Þeir eru að sínu leyti óveraldleg
bók”.11 Þótt bók sem slík sé í eðli sínu veraldleg er
þessi staðhæfing Kristjáns ekki fjarri sanni. Efnis-
lega skiptist hún á tvo póla, og milli þeirra kemst
ekkert. Það hvarflar jafnvel að sú hugsun að bókin
sé sett saman af manni sem þjáist af geðhvarfasýki,
þ.e. sveiflist milli ofsakæti og brjálæðislegs þung-
lyndis en nái aldrei jafnvægi á milli12, þó að vitnað
sé að Stefán var í lifanda lífi tiltölulega dagfars-
prúður og yfirleitt vel þokkaður. Vissulega átti
hann sína góðu og slæmu daga eins og aðrir, jafn-
vel marga mun verri daga en flestir fá að kynnast,
en hann lét aldrei bugast. Þótt líkaminn hafi ekki
verið með allra besta móti, var andlegu atgervi
hans þannig farið að Stefán var aldrei efniviður í
vesaling. Hér seinna skulum við skoða þessa póla
svolítið betur, en fyrst líta á hvaða nýjungar það
voru sem Söngvar förumannsins fluttu inn í ís-
lenskan bókmenntaheim og samhengi þeirra við
aðrar bókmenntir og önnur skáld.
Inn í hringiðuna
Það má vissulega gera því skóna að sitthvað sé
merkilegt við þessa bók, í það minnsta höfðaði hún
til margra. Fyrsta upplag hennar seldist upp svo
prenta varð nýtt tiltölulega stuttu eftir að hún kom
út og flestir dómar sem bókin fékk í blöðum og
tímaritum voru í jákvæðari kantinum. Sumir halda
því reyndar fram að þetta sé eina merkilega
ljóðabókin eftir Stefán frá Hvítadal, hann hafi
verið „einnar bókar maður” og upp að vissu marki
má taka undir það, þó líklega fari betur á því að
segja Söngva förumannsins merkilegustu bók
Stefáns. Fyrir því eru margvísleg rök. í fyrsta lagi
verður að hafa í huga hvenær bókin kemur út. Árið
1918 hafði nýrómantík ekki risið sérlega hátt hér á
Islandi, nema gegnum tímarit og blöð. Vinur
Stefáns, Þórbergur Þórðarson, hafði reyndar gefið
út bókina Hálfir skósólar árið 1915 en hún var
ekki svo markviss að skósólamir mörkuðu spor í
bókmenntasöguna fyrr en löngu eftir að þeir komu
út, og þá á svipaðan hátt og stílæfing Halldórs
Laxness frá 1919, Barn náttúrunnar13. Það að
111 Kristján Karlsson 1986, bls. 53.
11 Sama rit, bls. 52
12 Slík samsetning er enda samkvæm uppskriftinni að nýrómantísku
skáldi.
Þórbergur gaf þessa bók út, en í henni skopast
hann m.a. að nýrómantíkinni, sýnir þó að stefnan
hafði náð að festa sig nokkuð í sessi hér á landi.
Þegar þama var komið sögu voru þjóðskáldin
gömlu hvert af öðru að tínast úr tölu lifenda og
hálfgert tómarúm að myndast í ljóðalífi lands-
manna. Inn í þetta tómarúm gengu ný-rómantísku
skáldin og Stefán frá Hvítadal var fyrstur til að
vekja almenna eftirtekt. Með Söngvum föru-
mannsins var kominn nýr tónn í bókmenntir ís-
lendinga. Bæði var, að kvæðin voru mörg hver í
nýstárlegum bragarháttum og auk þess var í henni
léttari og lýrískari tónn en menn áttu orðið að
venjast, ekki síst eftir langa sigurgöngu hins brag-
þunga og oft og tíðum torskiljanlega Einars
Benediktssonar.
Talið er næsta víst að bragarhættinum nýstefi
hafi Stefán kynnst meðan á Noregsdvöl hans stóð,
í gegnum verk Sivle, Ibsens og fleiri mætra
höfunda. Hann mótaði háttinn þó að eigin vild og
setti handbragð sitt á hann, einkum með því að losa
um taktinn. Þótt hann fylgi hættinum ekki út í
æsar, heldur noti ýmis afbrigði hans, hefur naumast
nokkur annar lagt í að nota þennan hátt að nokkru
marki. Flestum fannst að Stefán ætti þennan
bragarhátt, sem er ákaflega hentugur til að túlka
örar tilfinningar og geðbrigði. Það er ekki síst
vegna hans sem Söngvum förumannsins var svona
vel tekið af ungu kynslóðinni. En fleira kom til. í
bókinni var ekki eitt einasta ættjarðarljóð, þrátt
12 Fyrsta bók skáída er enda yfirleitt merkilegri eftir á, að því tilskyldu
að eitthvað verði úr þeim.
29