Mímir - 01.06.1997, Qupperneq 34

Mímir - 01.06.1997, Qupperneq 34
(Unuhúsi), þar sem hann hafði áður leigt herbergi, en að þessu sinni var honum lofað þar vetursetu án nokkurrar borgunar og eðlilega lyfti það geði skáldsins í nýjar hæðir.24 Hvort sem eitthvað er hæft í þessari frásögn eða ekki, má sjá í þessu opnunarljóði bókarinnar einlæga gleði yfir til- verunni og lífinu án þess að ljóðið verði nokkum tíma væmið eða tilgerðarlegt, eins og svo mörg önnur skáld hafa brennt sig á. Hér er lesandinn á öðrum tveggja póla bókarinnar, lífsdýrkunin verður ekki öllu meiri en þessar ljóðlínur bera með sér: Hillir uppi öldufalda. Austurleiðir vil ég halda. Seztu, æskuvon, til valda, vorsins bláa himni lík. Eg á öllum gott að gjalda, gleði mín er djúp og rík. Ef sagan af níska bóndanum er sönn verður manni á að spyrja hversvegna skáldið vill í austur, en væntanlega er átt við öllu fjarlægara austur hér. Strax í þessu kvæði má sjá einkenni sem lita síðan næstum allt myndmál í bókinni, enda svo margnotað gegnum tíðina að það er á mörkurn þess að vera stirðnað, þ.e.a.s. það vísar beint til merkingarmiðsins. Það sem hér um ræðir er sam- spilið milli vors og sumars við æskufjör og al- menna lífsgleði sem t.d. Páll Ólafsson gerði ríku- leg skil í sínum kveðskap nokkrum áratugum fyrr. Titlar á borð við Vorvegir, Sóldagur og Drottningin í Sólheimum segja nær allt sem segja þarf, en við skulum taka tvö dæmi til að sjá hvemig skáldið notar þessar myndir til að lýsa hugarástandi sínu: (1) Eg á sumar og sól, ég á sælunnar brunn og hin bamsglöðu bros og hinn blóðheita munn. (Hún kyssti mig) (2) Nú brosir við mér sumarsól og bemsku minnar björtu jól. Nú syngur vorið lífsins ljóð um sumarvegi og sólarglóð. (Vorvegir) 24 Sbr. Þórbergur Þórðarson 1962, bls. 73-83. Það má sjá í þessum tveimur dæmum fleiri einkenni sem eru fyrirferðarmikil í bókinni; í þeim báðum má sjá hvemig skáldið leggur að jöfnu gleði og bernsku, bæði eru ort í fyrstu persónu25 og í seinna dæminu er minnst á jólin, sem eru skáldinu greinilega mikils virði því það nefnir jólin í fleiri kvæðum sem eitthvað jákvætt.26 Náttúran gegnir yfirleitt eingöngu því hlutverki að sýna innra ástand Stefáns, eins og við eigum líka eftir að sjá í myrkari kveðskap hans. Svona er líftð hjá Stefáni þegar allt leikur í lyndi en því var alls ekki alltaf þannig fatið. Hér að framan er minnst á að bókin sveiflist milli tveggja póla og strax í öðm kvæði bókarinnar, Skuggabjörgum, er orðið dimmt yfir og hinn póllinn, heimskvölin, ræður ríkjum: Manstu gamla marið? Manstu ólánsfarið? Verður hjartað varið? Vonlaust! Eina svarið. Væntanlega á fótarmissirinn mikið í þessurn línum, en í þessu Ijóði skín líka í gegn nokkuð sem sem löngum hefur fylgt ljóðlistinni, hverfulleikinn: Liðin stund er manni mörgum minning húms og tára. Að mörgu leyti sýna þau dæmi sem sett hafa verið fram hvernig bókin er samansett. Skáldið syngur með hækkandi sól en kastast niður í þung- lyndi þess á milli og uppröðun kvæðanna ber þetta með sér. Það liggur nærri að kvæðunum sé raðað til skiptis eftir því hvort í þeim ríki birta eða myrk- ur. I þessum dimmari kvæðum eru einnig ákveðin einkenni í myndmáli og hugmyndafræði sem teljast verða hefðbundin á svipaðan hátt og sólin og vorið sem áður var getið og þannig er stillt upp hugmyndafræðilegum andstæðum: (1) Yfir mig fellur ísinn og örlagaþungur vetur. 25 Lausleg talning leiddi í ljós að af 29 kvæðum bókarinnar, eru 24 ort að stærstum eða öllum hluta í fyrstu persónu. 26 Seinna skrifaði Stefán lýsingu á fyrstu ferð sinni til Fellskirkju, sem bar nafnið Jól og þar má sjá hvaða sess bemskujólin skipa hjá honum á áþreifanlegan hátt. 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.