Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 44

Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 44
Lögð er áhersla á það strax í upphafi að Hávarður hafi á yngri árum verið kappi sem segir les- andanum að hann geti enn átt eitthvað eftir.21 Þegar kemur að eftirmálum vegna vígs Ólafs sýnir Bjargey mikla trú á honum og rekur hann af stað í tvígang; fyrst á Laugaból en síðan á þing. Um afdrif þessara ferða er alkunnugt; hann leggst að loknum þeim báðum. En athygli vekur að eftir að Bjargey hefur útlistað fyrir honum hvernig þingferðin muni fara segir Hávarður: ... en ef ek vissa, at hefndin mætti verða eptir Oláf, son minn, þá hirða ek aldri, hvat ek ynna þar til. (310) Þessi orð Hávarðar gefa áheyrendum fyrirheit um að eitthvað fari nú að gerast og líklegt sé nú að um hefnd verði eftir Ólaf. A þinginu kemur fram lýsing á Hávarði sem sýnir að hann er ekki dauður úr öllum æðum. Þegar Þorbjöm rekur í nasir honum knýtiskautann með tönnum og jöxlum Ólafs er eins og æði renni á Hávarð: Hávarðr sér nú, at þar hrynr ofan á kápuskautit; sprettr hann þá upp ákafareiðr, svá at sinn veg hrýtr hverr penningrinn. Hann hafði einn staf í hendi ok hleypr at hringnum ok setr stafinn fyrir brjóst einum manni, svá at þegar fellr hann á bak aptr, svá at hann lá lengi í óviti. Hávarðr stpkk út yfir mannhringinn, svá at hann kom hvergi við ok kom hvar fjarri niðr, ok svá heim til búðar sem ungr maðr. (314) Hávarður hefur skyndilega öðlast krafta á ný. Hann sprettur upp og hleypur að hringnum, rotar mann og stekkur svo langt, og yfir menn, og kemur til búðar sem ungur maður. Þessi lýsing á án efa að vera skopleg, einkum í ljósi þess að þegar hann kemur aftur til búðar „mátti hann við engan mann mæla ok kastaði sér niðr ok lá, sem sjúkr væri.“ (311) Sem fyrr eru notuð sterk orð. Hann leggst ekki niður, hann kastar sér og liggur sem sjúkur. Þrátt fyrir að þessi frásögn sé ótrúleg og skopleg, sýnir hún að Hávarður getur ennþá hreyft sig. 21 Ef það er rétt að höfundur Hávaröar sögu hafi lesið Egils sögu og jafnvel notað hana, er rétt að minna á að á gamals aldri fór Egill og faldi silfur sitt og kom þrælum sínum fyrir kattamef. Var hann þá til stórræðanna þó gamall væri og blindur. Á þinginu er Hávarði lýst af Gesti Oddleifssyni og má segja að sú lýsing skipti einna mestu máli fyrir persónu Hávarðar í sögunni: „Þessi maðr var ólíkr pðrum mpnnum; hann var mikill vexti ok nokkut við aldr ok skauzk á fótum ok þó inn karlmannligsti, ok svá leisk mér sem fullr væri harms ok óynðis ok skaprauna, ok svá var hann reiðr, at hann gáði eigi, hvar hann fór; mér leisk ok maðrinn giptusamligr ok eigi allra fœri við at eiga.“ (312) Gestur Oddleifsson, víðfrægur spekingur, er kallaður til leiks sem eins konar auctoritas og látinn lýsa þeim mannkostum sem prýða Hávarð. Með því að nota Gest hefur höfundur allt að því gefið loforð um kröftug eftirmál, sérstaklega sá dómur hans að Hávarður sé ekki á allra færi við að eiga, þó svo að Hávarður eigi eftir að liggja enn eitt misserið. 2.2 Þrátt fyrir að höfundur hafi gefið því undir fótinn að Hávarður sé ekki dauður úr öllum æðum, er ekki laust við að mikil umskipti eigi sér stað á honum þegar til hefndarinnar dregur. Bjargey hefur undirbúið hefndina með göldrum og liðssöfnun og vekur Hávarð. Það má strax merkja breytingu á honum þegar hann rís upp við dogg og kveður vísu,22 en orð Bjargeyjar koma honum á fætur:23 „ ... en þó er nú upp að standa ok gera sik sem vaskastan, ef þú vilt hefna Oláfs, sonar þíns, því at eigi verðr hans hefnt um aldr þinn, ef eigi verðr á þessari nótt.“ (319) Umskipti Hávarðar sjást vel þegar hann sprettur upp og tekur að vígbúast, fer svo og sækir lið sitt. Það vekur athygli Hallgríms að þótt Hávarður sé 22 Um vísumar verður fjallað í kafla 3, og því gengið framhjá þeim hér þó að þær tengist vitanlega mjög efni þess sem hér er um fjallað 23 Bjarni Guðnason (1993: 259) hefur bent á að nafn hennar sé e.t.v. táknrænt. Ég get vel tekið undir það. Aftur á móti verð ég að telja það oftúlkun að ætla nöfnum þeirra Ólafs og Hávarðar einhverja víðari skírskotun, eins og Bjarni stingur upp á. Einkum vegna þess að þeir eru mun veigameiri persónur í sögunni. Bjargey er aftur á móti mjög lítil persóna sem þó hefur mikilvægu hlutverki að gegna, að draga björg í bú og fá Hávarð til að leita réttar síns, og því mætti líta á nafngift hennar sem einkonar mótvægi við smæð hennar í sögunni. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.