Mímir - 01.06.1997, Síða 47

Mímir - 01.06.1997, Síða 47
texta,29 og stundum skiptir vísan höfuðmáli í stíl- num þar sem ætlan höfundar virðist vera að skop- ast að skáldmæltri hetjunni og lætur hann kveða um hrafna þegar hann rekur augun í máv á flugi utan við gluggann. (4.v. 320) Vísumar í heild sinni hafa þann ytri tilgang í persónulýsingu Hávarðar að glöggva enn þá sýn sem á hann sem endurboma hetju sem sagan hefur, enda alþekkt í sögum að miklir kappar séu líka mikil skáld.30 Sömuleiðis þjóna þær þeim innri til- gangi að sýna hug Hávarðar og gefa honum þannig um leið kost á því að tjá hug sinn.31 4. Niðurstaða og lokaorð Eins og fram kom í inngangi hafa fræðimenn talið söguna vera frá 14. öld, og fram kemur einnig að ég tel hana hljóta að vera mun yngri. Sá ritunartími sem hér er stungið uppá kemur meginefni rit- gerðarinnar, Hávarði ísfirðingi, við á þann hátt að hann hefur óneitanlega mikil áhrif á túlkun hennar þegar rætt er ekki eingöngu um bókmenntalegt samhengi hennar, heldur einnig sögulegt samhengi. Oftar en ekki hafa fræðimenn minnst á sjálf- stæði þjóðarinnar og frjósama bókmenntasköpun í sömu andrá, jafnvel sem afleiðingar þeirrar and- legu niðurlægingar sem missir sjálfstæðisins á hendur Noregskonungi var. Frekar en á slíkum niðurlægingatímum, eru tímar kreppu og harðinda ekki síður þeir tímar að bókmenntir verði til. Ef miðað er við þann ritunar- tíma sem rök voru leidd að í 1. kafla, 1400-1550, sést að á þessum tíma ganga tvær plágur yfir íslensku þjóðina, Svarti dauði (1402-4) og Plágan síðari (1494-5). Það er því ljóst að þegar Hávarðar saga er samin, að a.m.k. önnur plágan hefur þegar gengið yfir og er ekki óvarlega áætlað að það hafi verið mun áþreifanlegri hörmungar en þær sem gamli sáttmáli færði yfir þjóðina. Það er í slíku ljósi sem við sjáum að einmitt við slíkar aðstæður er þörf fyrir líflegar og skemmti- legar bókmenntir. Höfundur Hávarðar sögu hefur 29 Eftir að hann kveður fyrstu vísu sína um að honum hafi ekki komið dúr á auga frá vígi Ólafs (2.v. 319) er svar Bjargeyjar þó í fullu samræmi við efni vísunnar og skýrir hana að nokkru leyti. 30 T.d. Þormóður Kolbrúnarskáld, Egill Skalla-Grímsson, Gunnlaugur ormstunga og fleiri. 3' Guðrún Ingólfsdóttir (1990: 230-231) kemst svo að orði: „Hávarður yrkir sífellt um hreystiverk sín og kappa sína og verður fyrir þá sök enn meiri hetja í augum okkar.“ haft til að bera meiri metnað en svo að stæla riddarabókmenntir eða ævintýrasögur, en hefur þess í stað, sett saman sögu í anda hinnar íslensku sagnahefðar. Það sýnir ætlunarverk höfundarins betur en annað, að hann hefur á meðvitaðan hátt notað aðrar íslendingasögur við smíð sína, þó að e.t.v. megi finna ómeðvituð áhrif í stílnum t.d. frá fomaldarsögum (sbr. ÍF VI: xc). Sagan hefur verið túlkuð sem „ómenguð skopsaga" og það er án efa rétt að nokkrum hluta, því ekki er hægt að horfa framhjá slíku.32 Sagan snýst fyrst og fremst um Hávarð því eins og við höfum séð fer höfundur ansi margar og klókar leiðir í lýsingu hans og er hann óumdeilanlega aðalpersónan, þó að Atli í Otradal taki af honum völdin þegar líður á söguna. Það má vera ljóst að breytingin á Hávarði verður ekki í einni svipan, eins og hjá Atla, heldur er hún vandlega undirbúin, og hvað eftir annað gefið til kynna að þrátt fyrir aldur og mótlæti er ennþá líf í Hávarði. Það er leið höfundar að láta Bjargeyju reka smiðshöggið á endurreisn Hávarð- ar, með samtali sínu við Þorbjörn og liðssöfnun- inni, en hann hefur oft áður bent á að Hávarður er sjálfur til alls líklegur, hann þarf aðeins að láta tendra fyrir sig neistann. 32 Sbr. t.d. íslensk bókmenníasaga II (1993: 153). Ágæt dæmi eru samanburður Hávarðar við hestinn, sem áður var getið og skyndilegur umsnúningur Atla í Otradal sem breytist við það eitt að skjóta sér undir sæng konu sinnar. Halldór Guðmundsson (1990: 70) hefur einnig bent á að notkun orðsins afeyringar (354) beri vott um mjög meðvitaða notkun skops. En þó er óvíst að fullyrðing Halldórs, um að höfundur Hávarðar sögu hafi búið umrætt orð til, eigi fullan rétt á sér. (Sjá grein mína hér í blaðinu: Um afeyringa.) 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.