Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 51

Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 51
Ekki er alveg öruggt hvemig skal túlka þau dæmi sem Björn gefur. Skrifaði hann alltaf upp þegar hann heyrði eitthvað afbrigðilegt, sem myndi kannski þýða að d-framburður væri afbrigðilegur á Vestfjörðum jafnvel þótt dæmi Bjöms séu svona mörg? Ekki er óeðlilegt að ætla að maður sem hefur áhuga á framburði skrái hjá sér mörg dæmi um d fyrir ð. A hinn bóginn mætti kannski túlka það að hann nefnir sérstaklega að borið sé fram ð á Ströndum og Barðaströnd17 á þann veg að ð hafi verið óvenjulegt á Vestfjörðum. Þó virðist augljóst að í mörgum dæmanna er Bjöm að vekja athygli á d-framburðinum (dæmin eiga ekki að sýna óvenjuleg orð) sem bent gæti til þess að honum hafi fundist hann eftirtektarverður. I framhaldi af þessum hugrenningum er gott að minnast orða Hægstads um Vestlandsmaal: „Etter /, g og r misser ð sin spirantiske uttale og vert uttala som d, so hafði, lifði, sagði, [. . .] paa mange stader her vert uttale havdi, livdi, sagdi [. . .].“18 William Carpenter segir líka árið 1881: „ð wird an manchen orten im westen nur nach vocalen gesprochen; man sagt z.b. ord, sagdi, hafdi“19 Einnig mætti nefna Finn Jónsson sem sagði árið 1908, þar sem hann talar um að ð hafi breyst í d í endingum sagna nema á eftir g, r,f ,,þó er sagt á Vestfjörðum „rd\ hardi, gardur“ o.s.frv.“20 Allar þessar staðhæfingar mætti auðveldlega túlka svo að þær bendi frekar til mikillar útbreiðslu á Vest- fjörðum en lítillar.21 3.2 Ásgeir segir að honum þyki ólíklegt að d-fram- burður sé nýtilkominn, eins og skortur á heimild- um frá fyrri tíð gæti kannski þótt bera vitni um, og segir að vasabækur Bjöms hafi styrkt hann í þeirri trú. Reyndar sé mun líklegra að d-framburður hafi 17 Sjá t.d. lagði (hart g) (XVI:22), höbði (XVI:58) og borðstokkur, kollharður (XVI:70). 18 Hægstad, Marius. 1942: 39. 111 Carpenter, William H. 1881: XII. 20 Finnur Jónsson. 1908: 49. 21 Þessar lýsingar virðast ilia samræmast áðumefndum orðum Svein- bjamar Egilssonar. Maður freistast til að halda að Sveinbjörn hafi einfaldlega ekki þekkt vestfirsku nógu vel, enda nefnir hann aðeins að hann hafi haft samráð við menn að austan og norðan (Breve ... . 1941: 274). verið í rénun þegar Bjöm var á ferðinni enda nefni hann orðmyndir, eins og t.d. skírðagshelgarnar (XXXVIII:73), sem ekki geta verið til komnar nema á blendingssvæði, þ.e. því svæði þar sem framburðarmállýskur skarast. Ásgeir nefnir svo fleiri þekkt dæmi: barðagi, Herðís, farðagar. Svona framburður er ekki líklegur nema á því svæði þar sem d-framburður er að hörfa og fólk setur rð í stað rd jafnvel þar sem það á ekki að vera. 3.3 Ásgeir heldur fram í framhaldi af þessu að fremur ólíklegt sé að d-framburður hafi breiðst út frá Vest- fjörðum enda séu fáar vísbendingar um það að framburðareinkenni hafi breiðst þaðan út fyrr á öldum. Miklu frekar hafi Vestfjarðasvæðið varð- veitt gamalt mál og framburð, vegna þess að nokkuð er um að framburður og orðmyndir sem hafa týnst annarsstaðar, s.s. einhljóðaframburður á undan ng og nk, og framburðarmyndin kómu, séu varðveitt þar. En eins og Hreinn Benediktsson segir22 sér maður strax þegar maður lítur á Islands- kortið að máleinkenni varðveitast betur þar en annarsstaðar því einangrun er svo mikil. 4.0 D-framburður utan Vestfjarða Upplýsingar þær sem Björn gefur um framburðinn, en hann nefnir t.d. að d-framburður finnist í Hrúta- firði og Hnappadalssýslu og að þó nokkrir hafi d- framburð í Mýrasýslu, segir Ásgeir vera í góðu samræmi við þær upplýsingar sem hann fékk frá heimildarmönnum sínum þegar hann ræddi þetta í útvarpsþáttum sínum um íslenskt mál en ýmsir ku hafa svarað og þá helst rosknir menn sem þekktu d-framburð frá æskuárum sínum. Menn virtust nokkuð sammála Bimi um Mýrasýslu en þekktu einnig dæmi af Snæfellsnesi, Breiðafjarðareyjum og Dalasýslu. Hér er þó sá galli hjá Ásgeiri að hann nefnir ekki hversu margir svöruðu eða hvemig unnið er úr upplýsingunum eins og Guð- varður Már Gunnlaugsson hefur bent á.23 Ásgeir heldur áfram og nefnir að Bjöm M. Ólsen talaði einnig um að d-framburður þekktist í Fljótum í Skagafirði (VII:7, 8) þó annað sé algeng- ara og einnig nefnir hann dæmi úr Siglufirði 22 Hreinn Benediktsson. 1961-62: 88. 23 Guðvarður Már Gunnlaugsson. 1987a: 173. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.