Mímir - 01.06.1997, Síða 51
Ekki er alveg öruggt hvemig skal túlka þau
dæmi sem Björn gefur. Skrifaði hann alltaf upp
þegar hann heyrði eitthvað afbrigðilegt, sem myndi
kannski þýða að d-framburður væri afbrigðilegur á
Vestfjörðum jafnvel þótt dæmi Bjöms séu svona
mörg? Ekki er óeðlilegt að ætla að maður sem
hefur áhuga á framburði skrái hjá sér mörg dæmi
um d fyrir ð. A hinn bóginn mætti kannski túlka
það að hann nefnir sérstaklega að borið sé fram ð á
Ströndum og Barðaströnd17 á þann veg að ð hafi
verið óvenjulegt á Vestfjörðum. Þó virðist augljóst
að í mörgum dæmanna er Bjöm að vekja athygli á
d-framburðinum (dæmin eiga ekki að sýna
óvenjuleg orð) sem bent gæti til þess að honum
hafi fundist hann eftirtektarverður.
I framhaldi af þessum hugrenningum er gott að
minnast orða Hægstads um Vestlandsmaal: „Etter
/, g og r misser ð sin spirantiske uttale og vert
uttala som d, so hafði, lifði, sagði, [. . .] paa mange
stader her vert uttale havdi, livdi, sagdi [. . .].“18
William Carpenter segir líka árið 1881: „ð wird an
manchen orten im westen nur nach vocalen
gesprochen; man sagt z.b. ord, sagdi, hafdi“19
Einnig mætti nefna Finn Jónsson sem sagði árið
1908, þar sem hann talar um að ð hafi breyst í d í
endingum sagna nema á eftir g, r,f ,,þó er sagt á
Vestfjörðum „rd\ hardi, gardur“ o.s.frv.“20 Allar
þessar staðhæfingar mætti auðveldlega túlka svo
að þær bendi frekar til mikillar útbreiðslu á Vest-
fjörðum en lítillar.21
3.2
Ásgeir segir að honum þyki ólíklegt að d-fram-
burður sé nýtilkominn, eins og skortur á heimild-
um frá fyrri tíð gæti kannski þótt bera vitni um, og
segir að vasabækur Bjöms hafi styrkt hann í þeirri
trú. Reyndar sé mun líklegra að d-framburður hafi
17 Sjá t.d. lagði (hart g) (XVI:22), höbði (XVI:58) og borðstokkur,
kollharður (XVI:70).
18 Hægstad, Marius. 1942: 39.
111 Carpenter, William H. 1881: XII.
20 Finnur Jónsson. 1908: 49.
21 Þessar lýsingar virðast ilia samræmast áðumefndum orðum Svein-
bjamar Egilssonar. Maður freistast til að halda að Sveinbjörn hafi
einfaldlega ekki þekkt vestfirsku nógu vel, enda nefnir hann aðeins að
hann hafi haft samráð við menn að austan og norðan (Breve ... . 1941:
274).
verið í rénun þegar Bjöm var á ferðinni enda nefni
hann orðmyndir, eins og t.d. skírðagshelgarnar
(XXXVIII:73), sem ekki geta verið til komnar
nema á blendingssvæði, þ.e. því svæði þar sem
framburðarmállýskur skarast. Ásgeir nefnir svo
fleiri þekkt dæmi: barðagi, Herðís, farðagar.
Svona framburður er ekki líklegur nema á því
svæði þar sem d-framburður er að hörfa og fólk
setur rð í stað rd jafnvel þar sem það á ekki að
vera.
3.3
Ásgeir heldur fram í framhaldi af þessu að fremur
ólíklegt sé að d-framburður hafi breiðst út frá Vest-
fjörðum enda séu fáar vísbendingar um það að
framburðareinkenni hafi breiðst þaðan út fyrr á
öldum. Miklu frekar hafi Vestfjarðasvæðið varð-
veitt gamalt mál og framburð, vegna þess að
nokkuð er um að framburður og orðmyndir sem
hafa týnst annarsstaðar, s.s. einhljóðaframburður á
undan ng og nk, og framburðarmyndin kómu, séu
varðveitt þar. En eins og Hreinn Benediktsson
segir22 sér maður strax þegar maður lítur á Islands-
kortið að máleinkenni varðveitast betur þar en
annarsstaðar því einangrun er svo mikil.
4.0 D-framburður utan Vestfjarða
Upplýsingar þær sem Björn gefur um framburðinn,
en hann nefnir t.d. að d-framburður finnist í Hrúta-
firði og Hnappadalssýslu og að þó nokkrir hafi d-
framburð í Mýrasýslu, segir Ásgeir vera í góðu
samræmi við þær upplýsingar sem hann fékk frá
heimildarmönnum sínum þegar hann ræddi þetta í
útvarpsþáttum sínum um íslenskt mál en ýmsir ku
hafa svarað og þá helst rosknir menn sem þekktu
d-framburð frá æskuárum sínum. Menn virtust
nokkuð sammála Bimi um Mýrasýslu en þekktu
einnig dæmi af Snæfellsnesi, Breiðafjarðareyjum
og Dalasýslu. Hér er þó sá galli hjá Ásgeiri að
hann nefnir ekki hversu margir svöruðu eða
hvemig unnið er úr upplýsingunum eins og Guð-
varður Már Gunnlaugsson hefur bent á.23
Ásgeir heldur áfram og nefnir að Bjöm M.
Ólsen talaði einnig um að d-framburður þekktist í
Fljótum í Skagafirði (VII:7, 8) þó annað sé algeng-
ara og einnig nefnir hann dæmi úr Siglufirði
22 Hreinn Benediktsson. 1961-62: 88.
23 Guðvarður Már Gunnlaugsson. 1987a: 173.
49