Mímir - 01.06.1997, Side 52

Mímir - 01.06.1997, Side 52
(XVI:22).24 Eigin heimildamenn Ásgeirs staðfesta þetta og Ásgeir nefnir líka að hann hafi heimildir um að d-framburðar hafi líka gætt í Olafsfirði og Héðinsfirði hér áður fyrr. Sú skýring, sem heyrst hefur, að d-framburður sé til kominn á Norðurlandi vegna samskipta við vestfirska sjómenn þykir Ásgeiri ekki líkleg vegna útbreiðslu og tíðni d- framburðar á þessum slóðum, né heldur sé vitað til að Vestfirðingar hafi flutt þangað í stórum stfl. 4.1 Ásgeir nefnir svo að [yð, vð] framburður hafi unnið hraðar á þar en annarsstaðar norðanlands en í nærliggjandi sveitum var [gð, bð] framburður ríkjandi að sögn Bjöms M. Ólsens. Ásgeir nefnir að heimildamenn hans haldi fram að fólk í Fljótum og Ólafsfirði hafi yfirleitt sagt [layði] og [havði] þó einnig hafi brugðið fyrir d-framburði og [sagði] og [habði]. Þess vegna er mögulegt að þessi snöggu umskipti yfir í [yð, vð] séu á vissan hátt afleiðing áhrifa d-framburðarins. Er ekki líklegra að þeir sem hættu að nota d-framburðinn hafi frekar tekið upp [yð, vð] framburð en [gð, bð] framburð? Þessi hugmynd Ásgeirs á að benda til þess að d-fram- burður hafi verið nokkuð útbreiddur á þessu svæði. 4.2 Ásgeir hefur svo eftir Bimi Guðfinnssyni25 að d- framburði bregði fyrir á Fljótsdalshéraði. Heimildamenn sögðu Ásgeiri svo, eftir að hann hafði óskað upplýsinga í útvarpsþáttum sínum, að d-framburður hefði þekkst á nokkrum bæjum í Hróarstungu, í Borgarfirði eystra og á einhverjum bæjum í Vopnafirði. Einnig þykist Ásgeir hafa frétt af honum á sunnanverðu Langanesi, en ekki var vitað um að þeir sem taldir voru með d-framburð á þessum svæðum væru aðfluttir af þeim svæðum þar sem d-framburður var algengari né heldur nánustu forfeður þeirra. Ekki var heldur hægt að sjá nein tengsl innbyrðis milli d-framburðarsvæða á Austurlandi. Þess vegna heldur Ásgeir því fram að líklegast sé um leifar gamals tungutaks sé að ræða, sem hafi fyrr á öldum verið ákaflega útbreitt. 4.3 Eftir að hafa farið svona skipulega yfir alla út- breiðslu og tíðni d-framburðarins og eftir að hafa 24 Hægstad nefnir líka þessa staði í bók sinni 1942: 39. 25 Bjöm Guðfinnsson. 1946: 129. reynt að sýna fram á að d-framburður hafi ekki breiðst út til hinna svæðanna frá Vestfjarða- kjálkanum heldur Ásgeir því fram að d- framburðurinn sé allgamall. Hann heldur áfram og spyr hvort líklegt sé að engin bein tengsl séu á milli þessara mismunandi útbreiðslusvæða d- framburðarins. Getur verið að hér sé bara um hliðstæða þróun að ræða á öllum stöðunum? Þessari spurningu sinni svarar Ásgeir með því að benda á að það sé ólíklegt að algerlega ótengd hliðstæð þróun eigi sér stað nema ef vera skyldi tilhneiging í málkerfinu til ákveðinnar breytingar, þ.e. rð, fð, gð > rd, fd, gd. Samt virðist ekki vera hægt að benda á neina hliðstæðu sem vitnar um tilhneigingu málsins í þessa átt á seinni öldum. 4.4 Ásgeiri þykir augljóst að bæði tengsl milli svæð- anna og hliðstæð þróun (þó ekki óháð) sé þarna að verki. Hann segir að allar líkur bendi til að d- framburður hafi komið upp vestanlands, því þar sé tíðnin mest og útbreiðslusvæðið stærst. D- framburðurinn hafi svo breiðst út til beggja átta, horfið fljótlega aftur sunnanlands, en haldist á af- skekktum útkjálkum á Norður- og Austurlandi. Framburðurinn hverfur svo í þéttbýlustu byggð- unum og þar sem samgöngur eru bestar. Til að staðfesta þessa hugmynd sína bendir Ásgeir á að framburðurinn virðist horfinn nema í afskekktustu sveitum. Sú hugmynd að þessi útbreiðslusvæði hafi áður öll verið innan stærra samhangandi útbreiðslu- svæðis virðist nokkuð trúleg. Þó virðist svolítið varasamt að fullyrða að d-framburður hafi komið upp á Vesturlandi því varðveisla og uppruni er ekki það sama. Vesturland og Vestfirðir varðveita mál- einkennið betur en aðrir hlutar landsins en það segir ekkert um hvar það átti upptök sín. Það sýnir bara að d-framburður hafi einhvem tíma verið út- breiddur á þessu svæði og hefur varðveist vel þar. Hér er kannski vert að minnast á að Dahlstedt segir í grein sinni árið 195 826 „að mállýzkulegar nýjungar í framburði nútímaíslenzkunnar séu að uppruna annaðhvort norðlenzkar eða sunnlenzkar. Þess vegna eru innri byggðir Vesturlands um- ferðarsvæði, opið fyrir nýbreytni bæði norð- lenzkunnar og sunnlenzkunnar." Hér er hann að 26 Dahlstedt, Karl-Hampus. 1958: 42-43. 50

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.