Mímir - 01.06.1997, Page 53

Mímir - 01.06.1997, Page 53
vísu að tala um nútímaíslensku og miðar aðallega við kort sín tvö sem sýna útbreiðslu þriggja nýjunga í íslenskum framburði og sjö tegundir varðveitts foms framburðar. Að vísu samræmist fullyrðing hans um að byggðir Vesturlands séu opnar fyrir málbreytingum ekki fullyrðingu Ás- geirs og heimildamanna um mikla "arðveislu d- framburðar í Mýrasýslu. Við skulum skoða nánar eina af þeim nýjungum sem Dahlstedt nefnir í sinni grein. Á korti Dahlstedts27 er kv-framburður, sem kom upp á Norðurlandi, allsráðandi á öllu Norðurlandi og suður undir Borgarfjörð í vestri en austur undir Langanes í austri. Þar taka við blendingssvæði; það vestra nær u.þ.b. frá Borgarfirði að Skálholti í suðri, en hið eystra nær frá Langanesi og suður að Djúpavogi. Þetta svæði nær einmitt yfir alla þá staði þar sem d-framburður hefur verið nefndur. Þess vegna er auðveldlega hægt að ímynda sér að d-framburður hafi einhvern tíma haft álíka út- breiðslu, áður en hann fór að hörfa. í framhaldi af því mætti vel ímynda sér að d-framburður hafi komið upp Norðanlands eins og kv-framburðurinn. Þessi hugmynd sé ég ekki að sé neitt verri en hug- 27 Dahlstedt, Karl-Hampus. 1958: 41. mynd Ásgeirs. Ég held þess vegna að lítið sé hægt að segja um upprunasvæði d-framburðar. 5.0 Aldur d-framburðarins Næsta atriðið í grein Ásgeirs er aldursákvörðun d- framburðar, en hann hyggst sýna fram á að d- framburður hafi komið upp í kringum aldamótin 1400. Fyrsta atriðið á að sýna að einkennið sé a.m.k. nokkru eldra en elstu heimildir, en Ásgeir segist hafa heimildir fyrir því að í Fljótum og í Ólafsfirði segi sumir menn [laj:i] og [sa|:i] og jafnvel [hab:i] fyrir lagði, sagði og hafði. Sá fram- burður hlýtur að vera kominn af [gð, bð] fram- burðinum og á sér hliðstæður í orðmyndum eins og braggast sem er hliðarmynd af bragðast. Braggast kemur svo fyrir í ritum allt frá 1700 sem myndi aftur þýða að [gð, bð] framburður sé eldri en það. Ásgeir segir að mjög lfklegt megi telja að [gð, bð] framburður sé upprunninn á Norðurlandi og hafi breiðst út þaðan. En væri ekki ólíklegt að d- framburðurinn myndi skyndilega koma upp þar sem [gð, bð] framburður væri rikjandi? Það væri ekki sennilegt því rniklu líklegra væri að það 2^ Þesskonar framburður virðist hafa verið til, sbr. Hægstad 1942: 41 „I Fljót... vert sagt habbdi.“ 51

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.