Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 61

Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 61
sem jafnan voru íslenskir víkingar uppúr alda- mótunum 1000. Þessir smákóngar áttu svo í erjum sín á milli líkt og við fáum lesið í Heimskringlu Snorra Sturlusonar og í íslendingasögunum. Við getum tekið dæmi frá Noregi úr hirð Haralds hár- fagra til að finna „house-partýunum“ hliðstæðu. Konungurinn sá um að halda veislu eða „gildi“ handa fylgismönnum sínum í þar til gerðum veisluskála. Hirðin hafði það meginhlutverk að stunda hemað fyrir konunginn en þess í milli hefur hirðin stundað langar vökur í drykkjuskálum konungs. I slíkum veislum hefur hvergi verið til sparaður holdsins munaður við langeldana, og um hirðmenn Haralds hárfagra segir Þorbjörn homklofi: fé eru þeir gœddir ok ÍQgrum mætum, malmi húnlenzkum ok mani austrœnu. (Haraldskvæði 8.vísa). Austrænt man mun vera ánauðug kona frá Austur- Evrópu. Með öðrum orðum eru þeim gefnar ýmsar gjafir en að auki hafa þeir fengið að gamna sér með ambáttum konungs. Slík iðja kallast á við konumar í partýunum sem Ice-T kallar jafnan því leiðinlega orði „bitches“ en slík orð koma iðu- legast fram í textum gengils-rapparanna þegar house-partý ber á góma. Þama kveður hirðskáldið sér hljóðs og fer með skáldskap sinn fyrir fylgis- menn konungsins. Þetta eru menningarheimar sem em ekki epískir í eðli sínu heldur er lifað og ort fyrir núið. Þetta er á sinn hátt eðlileg afleiðing óvissunnar og hörkunnar í gjallanda dagsins. Róin og öryggið gefa okkur færi á að skoða okkur í sögulegu samhengi en þama er slíkt ekki fyrir hendi. Þetta gerir skáld- skapinn rýran að innihaldi en megin áhersla er lögð á fonnið; rím og hrynjandi. Djúphygli og heim- speki fá ekki þrifist í slíkum skarkala. Erfið og ströng bragform þar sem rím er mikið kallar á sértæka málnotkun og ný orðtök, heiti og kenning- ar, en tungan virðist hneigjast í þá átt á rapp- svæðunum. Þar getur byssa kallast „thirty eighter", konan er „mud-duck“ og bfllinn „hoopty“, svo dæmi séu tekin. Dróttkvæði víkinganna, og hér hef ég einkum s.k. lausavísur í huga, eru án efa flóknasta bragsmíð sem komið hefur fram í norðurálfu heims. Athugum vísu eftir Egil. Hann og Þórólfur bróðir hans þjónuðu við hirð Aðal- steins konungs. Þórólfur fellur í orustu og Egill situr í höll konungs, þungbrýndur mjög. Aðalsteinn gefur honum gullhring og við það kætist Egill og yrkir: Knáttu hvarms af harmi hnúpgnípur mér drúpa, Nú fann eg þann er ennis ósléttur þær rétti. (Egils saga 55.kap.). Hér þarf ekki að tíunda rímeljuna sem birtist í hverri línu. Lína úr texta eftir rapparana í sveitinni Mobb Deep sýnir vel hversu þeir á sama hátt leitast við að kveða dýrt þar vestra: Bitches singin like snitches, pointin you out in pictures (Mobb Deep, Hell on Earth: 1996). Hér má geta sér til um að þeir í Mobb Deep hafi ekki alveg hreina samvisku, það er einmitt á lögreglustöðvum þar sem fólk bendir á myndir af öðrum. Ice-T er á sama hátt gríðarlegur rímhestur og er stoltur af: I can make a rhyme complicated as a puzzle Dangerous and as violent as a pit bull in a muzzle. (Rhime pays:1987). Einnig er skáldskapurinn eitthvað sem hjálpar honum að halda lífi, það að væðast orðum vekur óttablandna virðingu annara: The way I rhyme no one will ever slay me And I aint lyin’, rhyme do pay me! (Ibid). Á sama hátt er skáldskapurinn vöm og upphafning þess sem hefur hann á valdi sínu í vfldnga- samfélaginu. Er skemmst að minnast þess þegar Egill yrkir sér bókstaflega til lífs í Jórvrk með sinni frægu runhendu; Höfuðlausn! Ein gildasta hliðstæðan með þessum skáld- 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.