Mímir - 01.06.1997, Page 62

Mímir - 01.06.1997, Page 62
skapargreinum, rappskáldskap og dróttkvæðum, er sú að þetta er skáldskapur sprottinn úr „dagsins dunandi miðju“. Rappið dafnar meðal drengja á strætum Bronx og Harlem og dróttkvæði við upp- haf víkingaaldar, þar sem þau þróast og mótast meðal víkinga og við konungshirðir. Yrkisefnið er sótt í kviku mannlífsins, flótta undan lögreglu og dópsölu eða mannvíg og öldrykkju svo einhver dæmi séu tekin. Skáldskapurinn þarf að vera rytmískur og grípandi. Það er næsta víst að víkingarnir hafa haft ein- hvers konar rytmíska kveðandi eða stemmu til að flytja kvæði sín. Hér þarf að koma fram aðgreining á milli söngs og kveðskapar/rapps. Rapparamir sjálfir meina að ekki sé réttlátt að stilla rappi upp á móti söng sem einhverju óæðra, þetta eru ein- faldlega ólík listform. Þormóður kvað Bjarkarmál in fornu fyrir Stiklastaðaorustu „hátt mjög, svo að heyrði um allan herinn". Sigurður Nordal segir í Islenzkri menningu að af ýmsu megi ráða að kvæðin hafi verið „sungin, kveðin eða galin“. (Sigurður Nordal 1942:263). I 87. kapítula Grettis sögu segir frá Þorsteini drómundi, bróður Grettis, sem er staddur austur í Miklagarði (Istanbul) er hann hefnir Grettis þar á götum úti. Fyrir drápið er honum varpað í dýflissu, þar sem Þorsteinn byrjar að kveða. Þar gengur hjá húsfreyja ein að nafni Spes og hrífst hún af kveðskapnum sem sagan segir hafa verið svo styrkur, að hann hljómaði um strætin í grenndinni. Spes fær svo Þorstein leystan úr haldi gegn trygg- ingu. Sennilega var húsfreyjan Spes í Miklagarði fyrsti kvenlegi rappaðdáandinn sem sögur fara af. I rauninni er „beatið" fólgið í rytma og hljóm sjálfra orðanna í dróttkvæðum, rími og stuðlum, í stað þess að beatið er eins konar ytri stuðningur og umgjörð fyrir rappskáldskapinn. En það sem litar báðar hefðimar er tvíliðatakturinn sem er mun harðari en t.d. þríliðir; í rappinu birtist þetta í 2/4 takti sem er gegnumgangandi, en í dróttkvæðunum birtist þessi sami taktur í hnígandi tvíliðum. Bjarni Þorsteinsson þjóðlagasafnari fann uppskriftir að lögum við dróttvísur. Heimildamaður ritarans var sjálfur Jón Gmnnvíkingur og Bjami segir þetta vera „hin elztu íslenzk þjóðlög" (Bjarni Þorsteins- son 1906-09: 463). Lítum á dæmi um lag við vísu undir drótkvæðum hætti: at Baldrs/föð-ur/bekk-i bún-a/veitk at/sumblum. (Ibid,bls.465). Hjá Bjarna er ýmist ein heilnóta eða tvær hálfnótur yfir hverju atkvæði, þannig að takturinn verður 2/2. Bjami getur oft um einkennilegt og gamaldags yfirbragð á þessu lagi, en sennilega getur það þó aldrei kallast annað en afkomandi þeirra kvæða- laga sem víkingarnir höfðu á vör. Rytminn er fólginn í tvíliðunum sem kallast á við 2/4 taktinn í rappinu og jafnframt er hver og ein lína í dróttkvæði (6 atkvæði) eins og sniðin að grunntakti rappsins. Það hefur reyndar verið prófað að rappa dróttkvæði og virðast þeim þar loksins fundinn hæfilegur flutningsmáti. Þess ber auðvitað að geta að um margar gerðir af rapptöktum er að ræða, bæði hraða og erfiða líkt og hjá Fu Schnickens’ Chip og Mystikal niður í hægari rytma eins og hjá LL Cool J. 60

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.