Mímir - 01.06.1997, Side 69

Mímir - 01.06.1997, Side 69
Hafþór Ragnarsson Undir áhrifum Listarhugmyndir Benedikts Gröndals Á þessu ári eru liðin 90 ár frá láti Benedikts Gröndals, þó ekki hafi það farið hátt. í þeirri umfjöllun um listar- hugmyndir hans sem hér fer á eftir, er lengst staldrað við hugmynd- ir hans frá seinni hluta ævinnar. Það sem helst verður í brennidepli eru deilur hans við raunsæismenn um bókmenntir og verður því leitast við að útskýra það andrúmsloft sem ríkti hér á seinni heimingi síðustu aldar. Lengst verður dvalið við fyrirlestur Benedikts frá árinu 1888, sem hann hélt til að svara fyrir sig og sínar listarhugmyndir eftir að Hannes Hafstein hafði haldið fyrirlestur stuttu áður þar sem hann hélt raunsæiskröfunni á loft og gagn- rýndi þá sem ekki fylgdu henni, en að þeim fyrir- lestri verður einnig vikið. Áður en að fyrirlestri Gröndals kemur, er ætlunin að draga saman eitt- hvað af því sem á undan honum fór og gæti skipt máli ef einhvers konar heildarsýn á hugmyndir Gröndals á að fást og einnig til að gera sér örlitla grein fyrir persónunni Benedikt Gröndal. Þó orðið listarhugmyndir komi fyrir í titlinum er rétt að taka fram, að hér verður skáldskapurinn helsta um- fjöllunarefnið en ekki listir í heild sinni. Menn að voru ekki alltaf alveg samkvæmir sjálfum sér í þessum skoðanaskiptum, en með því að fara ekki fram yfir árið 1888 einfaldast hlutimir til muna, því þá brann ennþá hugsjónaeldur skáldanna sem hér um ræðir, hvað sem seinna gerðist. Æska og áhrifavaldar Benedikt Sveinbjamarson Gröndal fæddist 6. október 1826 á Bessastöðum á Álftanesi. Foreldrar hans voru Sveinbjöm Egilsson, skáld, þýðandi og kennari og Helga dóttir Benedikts Gröndals' skálds og dómara. Benedikt bjó mestan hluta æsku sinnar, frá níu ára aldri og til tvítugs, að Eyvindar- stöðum á Álftanesi en faðir hans kenndi við Bessa- staðaskóla. Það er ekki hægt að fjalla um listarhugmyndir Benedikts öðruvísi en gera sér fyrst grein fyrir hversu mikil áhrif það hafði á hann að eiga jafn merkilegan föður og hann átti. Sveinbjörn Egilsson er að öllum líkindum sá Islendingur sem hvað best hefur verið lesinn í fagurfræði grískrar fornaldar, og þó þekking hans hafi vissulega spannað fleiri svið er það þetta sem stendur upp úr þegar hans er minnst. Þar sem vitað er að Benedikt leit mjög upp til föður síns, þó ekki hafi þeir verið nánir á nútímavísu, er ekkert undar- legt við það að hugmyndir sínar um listir og skáld- skap hafi Benedikt sótt að stórum hluta til Aristótelesar, Platons og fleiri slíkra fyrirmynda föður síns. Stíll hans er líka mjög áþekkur stíl Sveinbjarnar um margt. Ekki má gleyma að Fjölnismenn sem án alls vafa höfðu mikil áhrif á Gröndal lærðu allir hjá Sveinbimi og um föður sinn segir Benedikt m.a. í ævisögu sinni: „Hann var með fremstu og liprustu skáldum á sinni tíð, og af honum hefur Jónas Hallgrímsson helzt fengið áhrifin, bæði í bundnum og óbundnum stíl...”2 og seinna í sömu bók segir hann: „Venjulega er tekið fram að endurreisn íslenzkunnar sé Fjölni að þakka, einkum Konráð og Jónasi, en menn gæta þess ekki, eða vilja ekki kannast við, að [Hallgrímur] Scheving og faðir minn lögðu grundvöllinn...”3 Hil aðgreiningar hefur hann í seinni tíð jafnan verið kallaður Benedikt Gröndal eldri. ^Benedikt Gröndal 1965, bls 80. ^Sama rit, bls 82. 67

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.