Mímir - 01.06.1997, Síða 72

Mímir - 01.06.1997, Síða 72
hengi í huga er kannski ekki að furða að hann bregðist hart við. Hans eigin veruleiki er það dapurlegur að eðlilegt má þykja að hann bregðist illa við árásum á trúna og fegurðarheim rómantíkurinnar, það eina utan flöskunnar sem hann gat huggað sig við. Ami Sigurjónsson segir um þessi skrif Gröndals að þau jaðri á köflum við skítkast, en Gils Guðmundsson fer öllu varlegar í sakimar þegar hann segir um bækling sem Benedikt beindi gegn skólastjóm Lærða skólans og virðist miklu frekar skítkast en greinin um Suðra: „Gröndal hafði sýnt það áður, að hvenær sem hann taldi sér misboðið, reis hann upp og gerðist stórorður í garð and- stæðinga sinna.”11 Það má líka sjá áhrif alls þessa á Gröndal í hugmyndum sem við fyrstu sýn virðast jaðra við ofsóknaræði, Gröndal sér óvini í öllum skúmaskotum og telur að allir reyni að bregða fyrir sig fæti, enda berst hann hatrammlega gegn fólks- flóttanum til Ameríku á sama tíma, en það var sér- deilis viðkvæm og ofstopafull deila. Um þetta ritaði hann Skúla Thoroddsen „...þeir reyna að gera mig útskúfaðan frá öllum mönnum, bæði sem skáld, rithöfund og mann...Þjóðólfur er hið eina rit sem þorað hefur að vera á móti ameríkuferðunum, en í hvert sinn rís Einar H. Kvaran upp, og lýsir allt bull sem stendur í Þjóðólfi.”12 Halldór Laxness skrifaði árið 1924 grein í Morgunblaðið þar sem hann sagði m.a. “...það eru þó kannski hvergi til áþreifanlegri sýnir þess hver verða afdrif stórgáfaðs íslensks menntamanns á 19. öld en ævi Benedikts Gröndal. Maður gæddur stórkostlegri gáfum, öllu fjöl- hliðaðri og víðtækari þekkingu, hefur varla verið uppi á Islandi á öldinni, og þó víðar væri leitað...”13 segir Halldór og finnst þjóðin ekki hafa farið vel með þennan snjalla son sinn því hann líkir honum við sáðkom sem lagt er í óræktaða jörð, svo kannski hefur Gröndal haft fulla ástæðu til að finnast oftlega að sér vegið, því það jafnast víst nú orðið á við guðlast að segja Halldór fara með rangt mál. Af öllu þessu má í það minnsta sjá að Gröndal átti ekki í erfiðleikum með að fá fólk á móti sér. Hvað um það, nú ætti ástandið í íslenskum skáldskap, íslensku þjóðfélagi og hjá Benedikt Gröndal á árunum 1880- 90 að vera aðeins ljósara og því hægara um vik að fikra sig yfir í fyrirlestur Hannesar Hafsteins. 11 Benedikt Gröndal 1981, bls 26. (Úr formála Gils Guðmundssonar) 12Benedikt Gröndal, TMM 2:1965, bls 155. 13Halldór Laxness 1986, bls 57. Fyrirlestur Hannesar Fyrirlestur Hannesar Hafsteins var haldinn 14. janúar 1888 í nýja Templarahúsinu og til að draga að gesti var tannlæknir hér úr borginni, sem bar hið skemmtilega nafn Nikkólín, fenginn til að syngja nokkur lög, því að fyrirlestrar voru ekki daglegt brauð í Reykjavík á þessum tíma. Fyrirlesturinn þótti vel sóttur og var að sögn ólyginna manna hinn áheyrilegasti. Þórir Óskarsson dregur saman þær hugmyndir sem Hannes viðraði þar með orðunum: „Alyktun Hannesar var sú að rómantíkin væri í djúpum öldudal. Rómantíkin hefði lifað sitt blóma- og hnignunarskeið og nú væri róttækrar endurnýjunar þörf.”14 Bæði Isafold og Þjóðólfur birtu umsagnir um fyrirlesturinn og voru þær vel- viljaðar í flestu, en bæði blöðin eru þó sammála um að dómar Hannesar um önnur skáld hafi hvorki verið vel grundaðir né rökstuddir. í dýrlingslegri ævisögu Hannesar Hafstein eftir Kristján Alberts- son má finna eftirfarandi frásögn: Fjallkonan birtir kafla úr fyrirlestrinum. Hannes segir að skáldskapur hressist upp og færist í aukana hvenær sem „sannarleg pólitísk hreyfing er í þjóð- inni”. Þannig hafi Bjami og Jónas ort „þegar þráin eftir að fá alþingi endurreist var mest”, og síðar þegar áhuginn á að fá stjómarskrá var sterkastur - „þá var það sem Jón Olafsson vaknaði og stökk albúinn fram úr tíðarandanum og þá stóðu öll „þjóð- skáldin” í blóma.” Á Þjóðhátíðinni 1874 var Matthías Jochumsson svo frjór „að hann orti 8 kvæði, sem öll eru kunn, á einum degi”. „En nú kveða skáldin tóma grafsöngva”. Að öðru leyti sé það meir eða minna innantóm þjóðernistilbeiðsla (nationalismi) undirstaðan í verkum skáldanna nema Gests Pálssonar, - en þess- konar tilbeiðsla sé nú úreltur skáldskapur. Nýrri tíma bókmenntir hafi snúið sér að lífi einstaklingsins og hans vandamálum - hvemig hann verði sem frjáls- astur, mestur og beztur. „Vor tíð er sárakönnunar- innar og lækninganna í andlegu og líkam-legu tilliti” - en flest, sem nú væri kveðið á Islandi, væri „ná- klukkunnar dinglum-dangl yfir dauðum og útslitnum hugmyndum.15 14Þórir Óskarsson 1987, bls 144. 15Kristján Albertsson 1985, bls 129-130. 70
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.