Mímir - 01.06.1997, Side 73

Mímir - 01.06.1997, Side 73
Benedikt Gröndal hafði eins og fleiri nokkuð upp úr því að yrkja eftirmæli á þessum tíma og varð því allt annað en kátur þegar eitt af því fáa sem sá honum fyrir salti í grautinn var kallað ná- klukkunnar dinglumdangl, sem auðvitað átti líka við hugmyndafræði rómantíkurinnar. Bæði var Benedikt fátækur og að auki hafði hann fyrir bami að sjá, þó varla hafi það vakað fyrir glæsimenninu unga að svipta þau feðgin viðurværinu með orðum sínum. „Þessum fyrirlestri Hannesar fann Gröndal sig knúinn til að svara, ekki aðeins vegna þess að honum fannst ómaklega að sjálfum sér vegið, heldur einnig fyrir hönd rómantíkurinnar og ídealismans sem Hannes hafði beint mjög spjótum sínum að.”16 Það þurfti því ekki að sækja það fast að fá Benedikt Gröndal til að svara Hannesi, en það gerði hann fyrir troðfullu húsi, þar sem margir urðu frá að hverfa, 4. febrúar 1888. Fyrirlestur Benedikts Það er athyglisvert að í ritgerðinni Nokkrar greinir um skáldskap... minnist Gröndal ekkert á bók- menntastefnur eða kerfisbundin viðhorf manna til heimsins.17 Það er í sjálfu sér ekkert skrýtið við nánari umhugsun því að hinn eiginlegi realismi var þá enn langt handan við hornið á Islandi og rómantíkin orðin almennt viðurkennd, sigldi hér lygnan sjó. Annað sem ekki var mikið í umræðunni árið 1853 var hugmyndafræði sú er byggist á jöfnuði og sameign, oft nefnd sósíalismi, sem var farin að ryðja sér braut þegar Gröndal hélt sinn fyrirlestur. Þegar Gröndal skrifar greinamar 1853 eru engar stjómmálahugmyndir í umræðunni, sem ná út fyrir sjálfstæðisbaráttuna en allt í einu er komin einhver alþjóðahugmyndafræði sem Gröndal líkar ekki og eðlilega minnist hann á það í fyrirlestrinum. Að auki átelur hann þá sem aðhyllast John Stuart Mill og hans hugmyndir um að velsæld þjóða byggist á sem mestri hamingju til handa sem flestum, hug- myndir sem Friedrich Nietzsche kallaði heimspeki hins vel alda svíns og hitti þar naglann á höfuðið. Út í vangaveltur um alþjóðlega heimspeki verður þó því miður lítið farið hér, til þess er efnið of viðamikið til að gera því fyllilega skil. Kannski 16Þórir Óskarsson 1987, bls 144-145. 17Sbr. Sama rit 1987, bls 136-147. verður tækifæri til þess seinna. En lítum nú á fyrir- lesturinn sjálfan. Gröndal byrjar á að velta fyrir sér hvað skáld- skapur sé og hvaða þýðingu hann hafi fyrir lífið. „Skáldskapur er lýsing með orðum á einhverjum hugmyndum í veldi fegurðarinnar. En einmitt þetta veldi er æðra og hærra en sú daglega hreyfing lífs- ins - með öðrum orðum: það er ideelt veldi. Sú þýðing, sem skáldskapurinn hefur fyrir lífið, er í því innifalinn, að andinn lyftist upp í veldi fegurðarinnar og upp yfir lífið.”18 Það er ekkert smáræði, skáldskapurinn er himnaríki á jörðu. Þetta verður að teljast ákaflega rómantískt og er til að mynda í samræmi við skoðanir annars síð-rómantíkers, Steingríms Thorsteinssonar. Gröndal talar svo um að realistar kannist aðeins við það sem er og allt ímyndað sé þeim eitur í beinum, áður en hann reynir að gera grein fyrir hver sé munurinn á „idealismus”, „realismus” og „rómantík”. „Þessum orðum er sífellt slett, en það er undarlegt að vera sífellt að sletta orðum, sem almenningur gerir sér enga ljósa hugmynd um hvað eiginlega þýða, og það því framur sem þessi tvö orð, nefnilega „idealisti” og „rómantfker” nú eru brúkuð sem ávítunarorð um að maður sé ónýtur og óhafandi”19 Hann heldur áfram og talar um realista: „Þeir vilja ekki kannast við að maður eigi að taka hugmyndimar annars staðar frá, en úr lífinu eins og það er ... þessi svo- kölluðu „realistísku” skáld fást aldrei við annað en það lægra í lífinu.”20 Gröndal „gleymir” samt að I8Benedikt Gröndal 1982, bls 143. 19Sama rit, bls 144. 20Sama rit, bls 144. 71

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.