Mímir - 01.06.1997, Qupperneq 75

Mímir - 01.06.1997, Qupperneq 75
Benedikt heldur svo áfram að rekja bók- menntasöguna, nú tengir hann flestallan íslenskan skáldskap við rómantík, þ.e.a.s. allt sem vel hefur verið gert, en segir þó að það hafi ekki verið ættjarðarást sem hafi vakið upp skáldskapinn eins og margir vilji meina, heldur smjaður fyrir erlend- um konungum og græðgi, því eðlilega vilja allir fá eitthvað fyrir sinn snúð. Maður finnur líka bergmál frá hugmyndum Gröndals frá 1853 í þeim full- yrðingum að realistamir séu ekki nógu fróðir um fortíðina, ekki nógu lærðir til að skilja einingu nú- tíðar og fortíðar, þeir einblíni um of á allt hið nýja en gefi dauða og djö... í það sem á undan hefur farið. Auðvitað er stærsti gallinn við fyrirlestur Benedikts sá að hann er að tala út frá kveðskap, en realistamir voru duglegri við sagnagerð, enda hentar hún stefnunni að flestu leyti betur en kveð- skapur með sýnar metafórur og upphafningar. Það kemur líka upp úr dúrnum þegar Benedikt fer að tala um einstök skáld, þau hin sömu og hann beinir fyrirlestrinum gegn, að honum finnst þau bara nokkuð lunkin. Það er allavega erfitt að sjá annað en vinsemd út úr eftirfarandi tilvitnunum: „Yfir höfuð eru kvæði Hannesar...flest ágæt, bæði að efni og formi.”29 og „Gestur er vort besta sögu- skáld núlifandi.”30 Þetta eru ekki beint óvinveittar setningar, en sá varnagli er sleginn að Hannes sé ekkert sérstaklega realiskur í t.a.m. ástarkvæðum sínum og reyndar líka í ferðavísunum, þar sé Hannes rómantíker eins og aðrir. Einnig segir Gröndal að sá galli sé á gjöf Gests að láta allar sögur sínar enda illa. Einmitt í þessari umfjöllun um Gest má sjá tengingu milli andúðar Gröndals á realismanum og þeim þungu raunum sem hann hafði upplifað, þar sem hann segir: „...sögur ...sem fara illa, vil ég aldrei lesa aftur. Það er nóg sorg í lífinu, þó maður sé ekki að egna hana fram sjálf- ur.”31 I framhaldi af þessu fer hann svo að svara fyrir grafskriftir sínar og erfiljóð og tengir það um- fjöllun um gagnrýni almennt. Eitt orð nægir til að lýsa hugmyndum Benedikts Gröndal um gagnrýni á Islandi: Sleggjudómar. 29Sama rit, bls 174. 30Sama rit, bls 174. 31Sama rit, bls 175. Hnyttin lokafyrirsögn Eitt af því sem Benedikt lofar hvað mest í síðasta hluta þessa fyrirlestrar er blessuð föðurlandsástin og þjóðemið sem slfkt. Þó að þær umræður eigi kannski meira skylt við pólitík en skáldskap er erfitt að líta framhjá þeim, því að skáldskapur og pólitík eru samofin í t.a.m. kröfum raunsæismanna um að skáldskapinn skuli nota til að stinga á kýlum samfélagsins. Nú er það alkunna að fyrir utan trúarbrögð, sem Benedikt prísar einmitt líka, er fátt til í heiminum sem valdið hefur jafn miklum hönnungum, óhamingju og dauða af manna völd- um og þjóðemisátrúnaður, enda er auðvelt að mis- nota þjóðemisást ef maður er nógu illa innrættur. Á 19. öld var það hins vegar svo að þjóðin vaknaði til vitundar um að hún væri þjóð og það má þakka fyrir það ef menn trúa því að íslenskar ríkisstjórnir hafi gert betri og skynsamlegri hluti en búast hefði mátt við undir danskri stjórn. Þessa vakningu er óhætt að eigna rómantísku skáldunum að mestum hluta,32 því ættjarðarljóð voru fáheyrð fyrir þeirra tíð og á þessum tíma skipti kveðskapur miklu meira máli fyrir fólk en hann gerir í dag, þegar skáld eru dregin úr kjöllurum eða skúffum á tyllidögum og send jafnharðan til baka að notkun lokinni. Ein helsta krafan erlendis í realismanum var afneitun þjóðernisstefnu. Sú krafa hrökk skammt hér á íslandi í miðri baráttu fyrir sjálf- stæði, en realistarnir reyndu samt. „Tímans heróp er líf persónunnar, ekki gloria um hina afdregnu hugmynd: þjóð” hefur Benedikt eftir Hannesi Hafstein og bætir svo við að hann hafi sjaldan heyrt annað eins slúður. Flestum er líklega kunnugt um hvaða umskiptum Hannes tók síðar, þegar hann varð fyrsti íslenski ráðherrann og sameiningartákn þjóðarinnar, en það er önnur saga eins og umskipti hans í yrkingum síðar á ævinni og því þegar þjóð- félagslegum ádeilukvæðum var sleppt úr kvæða- safni, nokkurs konar úrvali, sem hann gaf út. Gröndal er einnig illa við að Hannes haldi fram að þjóðemisstefna Islendinga sé tekin „orðrétt” frá öðrum löndum, kallar þetta beinlínis ósannindi og það er svosem erfitt að lá honum það því allar að- stæður voru fyrir hendi hér þegar þjóðernisvitund fór að gera vart við sig, og gekk út á allt aðra hluti en í frjálsum ríkjum. 32Sbr. þá skoðun Kristins E. Andréssonar að Fjölnismenn hafí átt þarna mestan þátt. 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.