Mímir - 01.06.1997, Síða 78

Mímir - 01.06.1997, Síða 78
Erna Erlingsdóttir þá vaknar hjá mér hin villta þrá ...“ Þráin og hömluleysið í ljóðum Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi Það er eitthvað, sem hefur að mér sótt...^ Þegar hin villta þrá vaknar er hægara sagt en gert að bregðast „skynsamlega" við. Hún heltekur líkama og sál: hún fer út í ysta fingurgóm, inn í hjartarætur2, og menn ráða ekki við neitt; þeir verða að leita útrásar fyrir hana þótt því fylgi sorg, kvöl, glötun ... — þeir verða að gefa sig henni á vald. Menn sem fylgja þránni birtast víða í skáldskap Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi; óhamin þrá birtist í nær hverju einasta ljóði framan af skáld- ferli hans, en árin færa skáldinu fleiri strengi á hörpu sína, og það slær hana einnig á annan hátt: æskumaðurinn sem leikur eftir tilfinningunni vík- ur. Ljóðunum sem sungin eru út úr hjartanu fækk- ar, rödd margra ljóða verður almenn og ópersónu- leg, að minnsta kosti íhugulli en áður. Angurværð verður áberandi; ofsinn, hitinn þokar til hliðar, þótt hann hverfi svo sem ekki, eitt ástríðuþrungnasta ljóðið, „Það er best ...“, birtist t.d. ekki fyrr en í sjöttu ljóðabókinni, Að norðan. En löng og ópersónuleg kvæði verða allt að því yfirþyrmandi um tíma, og þótt þeim fækki undir lokin er heildar- svipurinn allur orðinn kyrrlátari. Meðal þeirra sem um þessa þróun hafa fjallað er Sveinn Skorri Höskuldsson3 og hann talar um „líffræðilega breyt- ingu“ á ástarljóðunum: „... funandi brími æsku- ljóðanna hverfðist í mildan varma, oft tengdan tregafullri minningu.“4 Annars er bestu lýsinguna á þessari þróun að finna í skáldskapnum sjálfum: eitt ljóðið lýsir á sem streymir kraftmikil „frá jökulsins hjartarót“5 en kyrrist smám saman uns hún streymir lygn að ósi: Elfan breytir um söng og sið og sefast, er byggðin tekur við. Hún kvíslast um eyrar, um grjótið grátt, gleymir því jafnvel að hafa átt hinn mikla mátt... 6 *** Margir tala um einfaldleika í sömu andrá og ljóð Davíðs, en ekki eru þetta einfaldar tilfinningar sem lýst er þar þótt sú skoðun virðist hafa verið við- tekin. Nýlega hefur Sigríður Albertsdóttir bent á það hvemig ntenn hafa í gegnum tíðina reynt að leiða tilfinningaflækjurnar hjá sér og lagt áherslu á hið hugljúfa. I grein sinni um ást og óhugnað í ljóðum Davíðs segir hún meðal annars: ...skáldið er ekki aðeins hugfangið af upphafinni, hreinni og síungri ást heldur sækja á huga þess mynd- ir unaðar og hrolls sem tengdar eru kynferðislegum hugsunum og kenndum. Oft eru þær hugleiðingar umvafðar ljótleika, ofsa og grimmd og þau ljóð virðast gagnrýnendur hafa gert með sér þegjandi sam- komulag um að hunsa — að mestu. [...] Davíð varð storknuðu og einhæfu bókmenntamati að bráð ...7 Bókmenntamatið hefur þó breyst eitthvað, í ný- legum skrifum eru ljótleika, hömluleysi, nautn og sársauka að minnsta kosti gerð betri skil en oftast áður;8 þagnarmúrinn sem hefur umlukið þennan stóra hluta af skáldskap Davíðs virðist hafa verið að rofna smám saman og grein Sigríðar hefur vonandi brotið hann alveg niður. Hún gerir mjög vel grein fyrir þessari myrku hlið, en ég er þó ekki sammála henni um það að í ákveðnum ljóðum megi „... að nokkru leyti greina siðaboðskap 76
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.