Mímir - 01.06.1997, Síða 79

Mímir - 01.06.1997, Síða 79
skáldsins sem varar lesendur við að láta lostann stjórna lífi sínu.“9 Sem dæmi tekur hún ólíka af- stöðu til „Blóðsugu"10 og „Öbbu-löbbu-lá“u og segir: „Þá afdráttarlausu andúð sem hér [í „Blóðsugu"] kemur fram er nærtækast að skýra sem svo að það sé ekki sama af hvaða rótum syndin sé runnin. „Ur- köstin“ í hinum ljóðunum [,,Abba-labba-lá“ o.fl.] eiga sér ekki viðreisnar von en þau njóta samúðar vegna þess að þau bera ekki sjálf fulla ábyrgð á af- drifum sínum. Blóðsugunni virðist illskan hins vegar eðlislæg. Hún er illræmd léttúðin holdi klædd, gráðug, fölsk og deyðandi.“12 Ég tek að vísu undir það að andúðin á „blóð- sugunni“ sé augljós, en er ekki sammála því að það sé vegna þess að illskan sé henni eðlislæg, ólikt hinum, né heldur því að skáldið vari menn nokkurn tíma við því í ljóðum sínum að láta lostann stjóma sér. Hér er annað á ferðinni: í mörgum ljóðanna er deilt á lygi og svik, eins og Sigríður bendir raunar sjálf á.13 Það er þessi sama ádeila sem birtist hér. Glæpur blóðsugunnar er að þykjast vera önnur en hún er. Hún blekkir aðra, lýgur og svíkur, og þess vegna er hún fordæmd. Tilfinningamar í ljóðum Davíðs eru svo sannar- lega ekki einfaldar. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort það hvað þær em settar fram á einfaldan hátt, hefur blekkt menn. Og þær em ákaflega auð- skiljanlegar; kannski er það þess vegna sem mörgum virðast þær einfaldar — þótt togstreitan sé yfirþyrmandi þegar betur er að gáð. Hún fléttast alltaf saman við eins og Ármann Jakobsson bendir á í grein sinni: Þó að Davíð hafi heillað alþýðu manna með einfaldleika ljóða sinna eru jafnvel hin einföldustu kvæði hans þrungin togstreitu milli náttúru og guð- dóms, fegurðar og ljótleika, ofsa og viðkvæmni.14 En er það ekki einmitt togstreitan sem heillar? Er það ekki vegna togstreitunnar sem ljóðin eru svona auðskiljanleg, hitta beint í hjartað? Og vegna þess hve hún er sett fram á afdráttarlausan hátt; það er ekki bara einhver þrá sem í þeim birtist, heldur er það Þráin, með stórum staf og greini. Afdráttarlaus eins og allt annað hjá Davíð. 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.