Mímir - 01.06.1997, Síða 81
fyllstu merkingu: Eldurinn magnast svo ekki
verður líft, eða hann kulnar. Stundum lifa þó ein-
hverjar glæður um stund sem hægt er að orna sér
við.
En það er margt sem getur brunnið. Sumir
brenna drauma sína og vonir í öskustónni...
að fá að njóta hennar48. Þau eru elt, en stefna
þangað sem enginn getur náð þeim: þau stefna til
hafs, halda út á ísinn, þar sem „... brimið ólgar /
við yztu skarir“. Þetta er tryllingsleg ferð: „...
stjömur hrapa, / og opnar vakir / við augum gapa“.
En það skiptir ekki máli því...
Alein grét hún við öskustóna.
— Gott á húsfreyjan á Melum.
I eldinum brendi hún brúðarskóna.
— Sumir gera alt í felum.43
... aðrir brenna sjálfir upp til agna ...
Hún var kyst. Hún var kyst.
Hún var steikt á eldi.44
... því...
[gjlatað hjarta
og glötuð sál
kveiktu eld, —
kynda bál.45
Þeir sem hafa elskað af öllu hjarta geta brunnið
upp í eigin hjartaeldi. Ekkert hefur aftrað þeim á
leiðinni „til Logalanda".
Hó, hó, og hert skal sporið
og hleypt yfir hvað sem er;
gínandi gjár og sprungur
geta ekki aftrað mér.46
... við eigum frelsið
og veröld alla —
og opið hafið. —
„Isarnir braka“ og hafið ólgar undir. En það er
haldið „áfram, áfram“, fram af ísskörinni svo
enginn geti framar aðskilið þau; þótt menn glatist
er betra að gefa sig þrá sinni en hafna henni.
En menn glatast á ýmsa vegu í ljóðum Davíðs,
það aka ekki allir fram af ísskörinni eða brenna
upp. Einhverjum er sama hvað um þá verður — ef
þeir bara komast burt; þeir geta ekki verið hér
lengur, verða að sigla og fara49 ...
Til kjalfestu í lestina læt eg
ljóð mín, ást mína og synd.
Og svo er mér sama hvert stýrir
hin svarteygða — beinagrind.50
... þeir vilja burt úr byggðum, hverfa, gleymast,
týnast...
Bygðir vil eg flýja
og búa án dóms og laga,
hverfa ... gleymast... 51
En margir villtust ofan í gjárnar og sprungumar á
þeysireið sinni — þeysireið til glötunar. Þráin rak
þá út á ystu nöf, þeir gátu ekki snúið aftur, og um
það eru ótal fleiri dæmi:
Svo fer þeim, sem okkar
forlög erfa, —
þau verða að flýja,
þau verða að hverfa
burt frá öllum
og bannfærð aka
áfram, áfram
og aldrei til baka. 47
Svo fer um marga; þeir lenda uppi á fjöllum, úti í
skógi, eða kúra einhvers staðar undir steini og
hvæsa þar einir í leyni.52
... enginn vissi, hvaðan
hún kom í þennan skóg;
enginn vissi, hvers vegna
hún ærslaðist og hló,
og enginn vissi, hvers vegna
hún bæði beit og sló —,53
Angistin getur brotist út í djöfullegri hegðun.
Ljóðmælandinn hefur numið ástina sína á brott til
79