Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 87

Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 87
og skemmtu sér allir konunglega fram eftir nóttu við undirleik hinnar ágætu áðurnefndu hljóm- sveitar. Leið nú og beið um langa hríð og skemmtu menn sér lítið þar til rann upp langþráð stund. Því það bar til um þessar mundir að Arshátíð skyldi haldin fyrir alla skorina. Var þetta besta Árshátíð í manna minnum og var haldin þá er Páll Geir var formaður í Mími. Tilkynnt var um hátíðina með gríðarlöngum fyrirvara og var miklum tíma og orku eytt í auglýsingar. Kom þá hver úr sinni átt til að láta skrásetja sig því skrásetningarblöð héngu á fyrstu hæð. Svo fór þó að lokum að stjóm fór að hafa áhyggjur af lestrarkunnáttu Mímisliða, sem og því að auglýsingamar hefðu verið til einskis. I stað þess að lesa auglýsinguna stjörnum prýddu, sem skrýddi Ámagarð og lýsti upp hans 1. hæð með fegurð sinni og fagurrauðum lit, og vísaði vitring- um, sem of lengi höfðu haft þá eina skemmtan að gæta fræða sinna, leiðina að hátíðinni, tóku ýmsir Mímisliðar, sem ekki voru eins vitrir, í miklum mæli að spyrja stjórnarmeðlimi hvað stæði á aug- lýsingunni. Að lokum tókst þó að leysa úr hvers manns vanda og mættu menn, vitrir og misvitrir, glaðir og reifir þann 22. mars í Sal Tann- læknafélags íslands að Síðumúla 35. Sumir höfðu að vísu farið í veislur áður og höfðu hitað upp með ýmsum misáfengum drykkjum og voru því orðnir frekar málglaðir þegar gengið var í salinn. Hér er að sjálfsögðu átt við Sigfús Aðalsteinsson, eldri nemann geðþekka, sem byrjaði að tala um fjögur- leytið og var enn á fullu þegar síðast fréttist. Sest var að borðum um áttaleytið og snæddur góður matur. Að því loknu tók formaður Mímis, Páll Geir Bjamason, sem nú var aftur orðinn ljóshærður, til máls og talaðist honum vel. Við lok ræðu sinnar afhenti hann veislustjóra öll völd í veislunni, sem var eins gott, því skömmu síðar hafði hann dmkkið frá sér allt vit. Veislustjórinn var Höskuldur Þráinsson prófessor og hélt hann ræðu mikla. Því næst tók Ásdís Egilsdóttir, lektor og okkar ástsæll skorarformaður, til máls, enda var hún heiðursgestur, og sagði sögu eina sem mæltist vel fyrir. Hugrún Hrönn Olafsdóttir og Hafþór Ragnarsson fluttu ræður og dmkku minni karla og kvenna og Vítanefhd opinberaði síðan niðurstöður rannsókna sinna. Vítti hún menn og konur til hægri og vinstri, konur aðallega fyrir lostafullan klæðnað, enda var meirihluti vítanefndai' karlkyns, og karla fyrir ýmislega aðra vítaverða tilburði. Vert er að minnast sérstaklega á ágætan færeyskan þjóðdans, sem dansaður var að ráði Höskuldar og Ásdísar. Fór þar Ásdís fremst í flokki fótafimra og taktfastra Mímisliða á meðan Höskuldur söng fullum hálsi söguna af Tórkatli og dætrum hans tveimur á yndisfagurri færeysku. Áður hafði Höskuldur sýnt gríðarmikla hæfni og leikni í trommuslætti þegar hann lék Gleði- bankann, eftirlætislag allra Mímisliða, ásamt Halla Lífveru og Hafþóri Ragnarssyni. Var svo stiginn dans fram eftir nóttu milli þess sem inenn fóru á barinn. Hófst dansmennt þessi strax og afgangur Lífverunnar mætti á svæðið en ákveðið hafði verið að ráða þessa víðfrægu dans- hljómsveit á grundvelli skemmtanagildis hennar á Rannsóknaræfingu, enda höfðu ákaflega fáir nemendur verið þar viðstaddir eins og áður sagði og þekktu því flestir lítið til. Fregnir herrna að vísu að formanni Mímis hafi tekist að fá leið á hljóm- sveitinni og að hann hafi kippt úr sambandi en það hefur ekki fengist staðfest sökum minnisleysis. Það tókst þó að koma hljómsveitinni í gang aftur og ljúka við ballið og létu flestir þetta lítið á sig fá. Að loknu ballinu fóru þeir sem einhverja orku áttu eftir, og aðrir sem ekki áttu einhverja orku eftir, heim til formanns í eitt af hans frægu Mánagötu- partíum. Þess ber að geta að ágætis mæting var á hátíð þessa og var því mjög hægt um vik að skemmta sér. Um 50 manns voru á staðnum og er helst til jartegna um ágæti hátíðarinnar, að menn voru svo uppteknir við að skemmta sér að enginn virtist hafa rænu á að búa til skandal. Mun því það litla sem menn muna lengi í minnum haft og mun nafn þessarar árshátíðar uppi meðan Ámagarður byggist. Sameiginleg vísindaferð sagnfræði- og ís- lenskunema var farin í Mál og menningu að Laugavegi 18 á vordögum. Starfsemi var kynnt og að því loknu boðið upp á höfðinglegar veitingar sem flestir þáðu. Að kynnisferðinni lokinni skyldi haldinn aðalfundur Mímis í Garðsbúð í Gamla garði. Þangað röltu menn um áttaleytið og tylltu sér. Þegar dagskrá fundarins var um hálfnuð leystist hann upp og þurfti að fresta honum til betri tíma, enda virtust menn síst í skapi til þess að ræða venjuleg aðalfundarmál. Menn héldu því rakleiðis í Torfbæ þar sem skemmtun hélt áfram. I annarri til- raun nokkrum dögum síðar tókst svo að ljúka við 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.