Bændablaðið - 16.05.2024, Qupperneq 42

Bændablaðið - 16.05.2024, Qupperneq 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2024 Skógar íslenskra bænda dafna vítt og breitt um landið. Engum sem þá þekkja dylst lengur ágæti og ávinningur skóganna. Skipulögð ríkis- studd skógrækt á lögbýlum hófst 1991 á innanverðu Fljótsdalshéraði (Hérað) með Héraðsskógum, verkefni sem var ýtt úr vör fyrst og fremst til að koma í veg fyrir að búseta í sveitinni legðist af sökum niðurskurðar á sauðfé vegna riðuveiki. Lagt var upp með að bjóða bændum að rækta skóg í landi sínu. Tignarlegur Hallormsstaðarskógur gaf bændum kjark um árangur skógræktarinnar. Bændur hófu gróðursetningar af krafti og í dag, um þremur áratugum síðar, er Hérað ein blómlegasta og byggilegasta sveit landsins. Dagana 18.–19. apríl fór formaður stjórnar búgreinadeildar skógar- bænda hjá BÍ, Hjörtur Bergmann Jónsson, ásamt stjórnarmanninum Bjarna G. Björgvinssyni, fyrrum formanni, Jóhanni Gísla Jóhannssyni og undirrituðum í ferð um Hérað. Um árabil hafa aðalskrifstofur Skógræktarinnar verið á Egilsstöðum, eða alveg fram að síðustu áramótum við stofnun Lands og skógar. Heimsóttir voru vel valdir staðir með það að markmiði að skilja forsendur bændaskógræktar í fortíð, nútíð og ekki síst, framtíð. Skógar á ýmsum aldri teygja sig vítt og breitt um sveitina og skógarhögg er hafið á nokkrum jörðum. Uppistaða skóganna er lerki og má vel sjá að grisjunar er þörf á mörgum bæjum. Á jörðinni Víðivellir ytri 2 hefur verið komið upp einni afkastamestu viðarvinnslu landsins. Þar er fyrirtækið Skógarafurðir sem hefur vaxið örugglega á þeim áratug sem það hefur verið starfandi, enda bæði mikil eftirspurn eftir íslenskum viði og framboð timburs úr skógunum eykst ár frá ári. Þegar föruneytið bar að garði stóð yfir sögun á ösp sem ætluð var í utanhússklæðningu á gistiheimili í Vallanesi (betur verður komið að því hér síðar). Bjarki Jónsson, skógarbóndi og framkvæmdastjóri, sýndi allar nýjustu græjurnar á staðnum og voru þær af ólíkum stærðum og gerðum, svo sem háhraða stórviðarsagir, þurrkgámar, eldstæði, fræsarar og sagpressa. Með þessum búnaði er hægt að ná góðum afköstum í framleiðslu á pallaefni, panil, arinviði, og því nýjasta, ylkubbum. Óhætt er að segja að hugmyndirnar eru margar hjá ört stækkandi fyrirtæki og áhugavert verður að sjá fyrirtækið þróast inn í framtíðina. Á næstu jörð, Víðivöllum ytri 1, er að finna annars konar viðarvinnslu en hjá nágrannanum. Þar fór Hörður Guðmundsson, skógarbóndi og þúsundþjalasmiður, yfir ýmislegt sem hann er að brasa úr efni skógarins. Mest fer fyrir framleiðslu á lerkistaurum. Fyrir um sex árum keypti hann fræsara og hefur eftirspurn girðingarstaura aukist ofboðslega ár frá ári. Nú hefur hann fengið annan fræsara og ætti sú búbót að halda í við eftirspurnina. Nýjasta græjan í flotanum er skífuvél sem lengst af var starfrækt á Flúðum og síðast í Eyjafirði. Hörður framleiðir einnig lífkol en þau eru eftirsóknarverður jarðvegsbætir fyrir t.d. tún. Þessir þrír vöruflokkar falla vel hver að öðrum þar sem hráefnið nýtist fullkomlega. Á Eskifirði er Einar Birgir Kristjánsson, framkvæmdastjóri Tandrabretta, að framleiða viðarperlur. Í upphafi var lögð höfuðáhersla á að fullnýta aflögð vörubretti en með aukinni grisjun í skógum á Héraði hefur opnast markaður fyrir viðarperlur úr íslensku lerki. Hráefnið er aðallega lakara efnið úr grisjunum sem síður hentar til flettingar. Viðarperlur úr lerki eru olíumettaðri en þekkist í perlum víða í Evrópu og eru fyrir vikið orkuríkari. Tandrabretti framleiðir viðarperlur undir merkinu Ilmur auk þess að hafa umboð fyrir viðarofna sem knúnir eru viðarperlum. Viðarofnar og nýting viðar er sjaldnast nefnt í samhengi orkuskipta en hún hentar mjög vel fyrir svokölluð „köld svæði“ víða um land. Ofnar Tandrabrettis hafa gefið góða raun, t.d. í skóla- og íþróttamannvirkjum í Neskaupstað og í Végarði, húsnæði sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps. Í Vallanesi búa hjónin Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir. Undir merkjum fyrirtækis síns, Móðir jörð, hafa þau getið sér gott orð fyrir lífræna ræktun og má finna ýmsa gómsæta vöruflokka frá þeim í búðarhillum landsmanna. Án stórvaxinna skjólbelta og skóga sem umlykja jörðina á alla kanta er ólíklegt að ræktun væri jafn árangursrík og raun ber vitni. Ræktunarskilyrðin hafa batnað svo mjög að hægt er að líkja því við að landareignin hafi færst nokkuð suður á bóginn því veðurskilyrði eru einfaldlega allt önnur nú en þau voru áður. Nýverið fengu þau fellda aðra hverja ösp innan úr einu stóru skjólbelti í Vallanesi. Þau báðu Skógarafurðir að saga timbrið í fjalir og voru í óðaönn að klæða nýtt gistiheimili með viðnum. Í Vallanesi stendur veitingahús sem byggt er úr heimafenginni ösp og gengur húsið undir nafninu Asparhúsið. Þau hafa keypt tvo ofna hjá Tandrabretti sem mata má bæði með viðarperlum og kurli. Með tilkomu ofnanna munu þau geta nýtt umfram grisjunarvið síns eigin skógar til að hita allan húsakost á jörðinni og eru gróðurhúsin þar með talin. Húsakynni sveitarstjórnar- skrifstofu Fljótsdalshrepps hafa í yfir fimm ár verið hituð með viðarperlum frá Ilmi. Sveitarstjóri Fljótsdalshrepps, Helgi Gíslason, var á árum áður fyrsti framkvæmdastjóri Héraðsskóga. Hann hefur fylgst með trjánum vaxa á Héraði í gegnum árin og segir að bændaskógræktin hafi fært sveitinni nýtt og búsældarlegra líf. Sauðfjárbændur og kúabændur beita búpeningi í skógana sína glaðir í bragði. Búseta hefur haldist í sveitinni og ef til vill braggast. Heilsusamlegir útivistarmögu- leikar eru í skógunum á Héraði fyrir íbúa og gesti á Egilsstöðum, allan ársins hring. Búsetuskógrækt: Skógræktin tryggði búsetu – Formaður búgreinadeildar skógarbænda BÍ kynnti sér viðarvinnslu á Austurlandi Hlynur Gauti Sigurðsson. Formenn skógarbænda á landsvísu samankomnir. F.v. Hjörtur Bergmann Jónsson, núverandi formaður búgreinadeildar skógarbænda hjá BÍ, Edda Björnsdóttir, fyrsti formaður Landssamtaka skógareigenda og Jóhann Gísli Jóhannsson, sem hefur gegnt báðum stöðum. Hlynur Gauti Sigurðsson, Hjörtur Bergmann Jónsson, Eymundur Magnússon, Bjarni G. Björgvinsson og Jóhann Gísli Jóhannsson stilla sér upp við kyndiaðstöðuna á Vallanesi. Mynd / Eygló Björk Ólafsdóttir Hörður sýnir Hirti og Jóhanni Gísla glænýjar lerkiskífur. Stórvirk flettisög hjá Skógarafurðum ehf. SÉRHANNAÐ BREMSUKERFI FYRIR HJÓLAGRÖFUR HARDOX® 500 TUF STÁLSVEIGÐUR FRAMGAFL skralli@skralli.is 779 1886 VERKFÆRAKASSI VÖKVAVÖR ... OG FESTINGAR FYRIR GARÐVERKFÆRI OG LED LJÓS OG MARGT, MARGT FLEIRA. KOMDU OG SKOÐAÐU! FYRIR ÞÁ KRÖFUHÖRÐU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.